Við vildum fara á taubleyjuvagninn á einn eða annan hátt en vorum alveg seld eftir námskeiðið hjá Elínu og Apríl sem fór vel yfir hlutina og var líka virkilega skemmtilegt. Eftir námskeiðið þá leigðum við nýburapakkann og vorum með hann í nokkrar vikur. Af öllu í leigupakkanum voru Elskbar bleyjurnar okkar uppáhald ásamt blautþurrkunum. Við vorum líka hrifin af Bare&Boho bleyjunum en þær pössuðu okkar sem fæddist 17 merkur ekki nema í tæpar 2 vikur en Elsbar pössuðu lengur. Mæli með þessu tvennu fyrir öll sem vilja prófa taubleyjur, bæði mjög þægilegt, fallegt og skemmtilegt.