Bambusbómullar lekahlífar með netapoka - 3 pör í pakka
Vörulýsing
Umhverfisvænar, rakadrægar og einstaklega fallegar fjölnota brjóstalekahlífar frá ástralska taubleyjuframleiðandanum Bare and Boho. Hver pakki inniheldur þrjú pör af lekahlífum í fallegum munstrum ásamt netapoka fyrir þvottavélina.
Efni
- Ytra lag: Vatnshelt polyester + TPU laminate
- Innra lag: Þriggja laga mjúk bambus-bómullarflís
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- 13,5 cm í ummál
Myndband
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.