Bambus innlegg í nýburableyjur með smellum
Vörulýsing
“Stay Dry“ Bambus-bómullarblanda með fljótþornandi flís sem efstalag. Þetta innlegg kemur frá náttúrulegri uppsprettu, bambusplöntunni er fer í gegnum umfangsmikla vinnslu til að umbreyta plöntunni í trefjar. Bambus innleggin frá Bare and Boho eru blandaðar með lífrænni bómull og er einstaklega rakadræg. Auk þess er þunnt flíslag efst á innlegginu svo litla skinnið finni fyrir sem minnstri vætu, öfugt við t.d. hemp innleggin.
Innleggin eru í nýburastærð og henta frá 1-5 kg og eru hannaðar til að passa á nýburableyjurnar frá Bare and Boho en geta alveg passað í ýmsar aðrar skeljar, eins og Bare and Boho eða Eco naps í minnstu stillingum og öðrum skeljum með panel eða opinn vasa.
Efni
- Þriggja laga bambus-bómullar blandað innlegg með microfrís sem efsta lag.
- Kúpt í laginu - heldur kúk í skefjum.
- Smellur á báðum endum svo það haldist á sínum stað
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.