3 vörur
3 vörur
Flokka eftir:
Frábærir blautpokar fyrir heimilið, skiptitöskuna og leikskólann! Þessir litlu blautpokar með einu hólfi eru fullkomnir fyrir að geyma allt sem þú þarft, hvort sem er:
- Bleyjur
- Blautar buxur og sokka
- Blaut sundföt
- Undir snyrtidót
- Sem pennaveski
Með þægilegri stærð að 20cm x 25cm er pokinn góð lausn fyrir margar af þínum daglegu þörfum. Auk þess er blautpokinn:
- PCP vottaður
- Engin BPA, falöt, eða blý
Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!
Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:
- Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
- Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
- Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
- Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.
Þið fáið einnig:
- Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
- Afslátt af byrjendapökkum
- Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.
Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.