Þjálfunarnærbuxur - Bómull/hemp - 19-25kg
Vörulýsing
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Þessar nærbuxur eru í stærð xLarge og henta börnum 19-25kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.