Einnota bleyjur eru meginorsök þess að fleiri og fleiri börn eiga við næturvætuvanda að stríða fram eftir aldri. Einnoa bleyjur eru hannaðar til að draga í sig mikinn vökva en halda samt þurrðartilfinningu. Þeir eiginleikar sem þýkja svo þægilegir eru þi miður einmitt þeir sem draga úr næmni barnsins fyrir eigin líkama og líkamsmerkjum.
Ef næturþjálfun á að takast þá þarf einnota bleyjan að víkja – fyrir fullt og allt. Öðruvísi myndast ekki tækifæri til að byggja upp nýja tengingu milli þvagblöðrunnar og heilans.
Formuð taubleyja („fitted“)
- Fyrir börn og foreldra sem eru róast við það að barnið sé í bleyju.
- Fyrirferðarmikil og gefur skýra vætutilfinningu.
- Hægt að nota með ullarskel eða PUL-skel til að tryggja vatnsheldni.
- Mörg börn vilja losna úr svona bleyju sem fyrst, sem getur flýtt fyrir ferlinu.

Þjálfunarnærbuxur
- Gott val fyrir eldri börn sem eru alveg þurr á daginn og neita að vera í bleyju á nóttunni.
- Mjög mikilvægt að þær séu ekki „stay-dry“ heldur láti barnið finna fyrir vætunni.
- Henta sem „millistigslausn“ fyrir börn sem eru með meiri sjálfsmeðvitund en þurfa samt öryggi.

Næturþjálfar
- Fyrir börn 4 ára og eldri sem pissa enn undir.
- Tækin skynja vætu og vekja barnið með vekjara.
- Hjálpa barninu að tengja saman skynjun á vætu við þvörfina að vakna og pissa.
- Cocobutts leigir þráðlausa, fyrirferðalitla næturþjálfa sem tengjast við app í síma.
🌟 Undirlög og undirbúngur
- Mjög gott að hafa tvöfalt sett af pissulaki og laki – svo hægt sé að fjarlægja efsta sett ef slys verður, þá er hreint sett undir. Það sparar tíma og fyrirhöfn á nóttunni.
- Vatnsheld undirlög geta auðveldað foreldrum lífið töluvert.
- Hafðu auka sett af rúmfötum, náttfötum og blautan þvottapoka við rúmið til að bregðast fljótt við.
Það er engin töfralausn, heldur er þetta ferli. Veldu þægilega lausn sem virkar fyrir þig og barnið þitt og styður þroskaferli þess, hvetur til vætuskynjunar og bætir nætursvefn allrar fjölskyldunnar.