Stuðningur í átt að þurrum nóttum fyrir 4 ára og eldri

Leigðu þráðlausan næturþjálfa

Við hjá Cocobutts bjóðum upp á leigu á þráðlausum næturþjálfa sem tengist við app og hjálpar börnum að þróa meðvitund um þvaglát á nóttunni. Þjálfarinn hentar 4 ára börnum og eldri sem eru farin að vilja verða þurr á nóttunni – og foreldrum sem vilja virka, en blíða og virðingarríka nálgun.

Það getur verið stórt skref að byrja í næturþjálfun – og stundum þarf aðeins smá stuðning til að komast af stað. Með því að leigja þráðlausan næturþjálfa geturðu prófað lausnina í stuttan tíma og metið hvernig hún hentar ykkur, án þess að skuldbinda þig til kaupa.

✔️ Létt byrjun – engin fjárfesting í tæki sem þú ert ekki viss um að nýtist lengi eða yfir höfuð.
✔️ Frábært fyrir börn sem þurfa tímabundinn stuðning í næturþjálfun
✔️ Þægileg og hagkvæm leið til að prófa
✔️ Með rafrænum leiðbeiningum sem styðja þig skref fyrir skref

  • Þráðlaus næturþjálfi sem tengist við app
  • Límmiðar til að líma næturþjálfann við fatnað
  • Leiðbeiningar og stuðningur
  • Valfrjáls eftirfylgni ef óskað er eftir henni
  • 2 vikur: 3900 kr
  • 6 vikur: 9.900 kr
  • Framlenging - 1 vika í senn: 2000 kr
  • Framlenging - 4 vikur: 6000

Tækið er þvegið, sótthreinsað og prófað fyrir hverja leigu. Við mælum með að byrja á 2 vikum og framlengja ef þörf krefur.

Þú færð sendan rafrænan bækling með skýrum leiðbeiningum um hvernig þú tengir tækið, setur það á flíkina og vinnur með barnið í gegnum fyrstu næturnar. Bæklingurinn inniheldur líka góð ráð um hvenær best er að byrja og hvernig á að bregðast við slysum.

Við skoðum hvert tæki vandlega milli leiga. Allar stillingar eru prófaðar og festingar yfirfarnar. Ef eitthvað er úrskeiðis – þá fer það ekki aftur í umferð. Þú færð tæki sem er hreint, öruggt og tilbúið til notkunar.

Sækja í HN Gallery, Faxafeni 10 – virka daga kl. 12–18 og laugardaga kl. 12–16.
Heimsending með Dropp – póstlagt 2–3 dögum fyrir leigutímabil.

Skil fara fram á sama hátt og afhending – þú getur annaðhvort komið með tækið í HN Gallery eða sent það til baka með Dropp. Leiðbeiningar um skil fylgja með. Sendingarverð á tækinu er skv. verðskrá Dropp.

Skil og ábyrgð

Við treystum því að fólk komi vel fram við tækið og skili því á réttum tíma. Ef tækið skilar sér ekki samkvæmt bókun, gerum við eftirfarandi:

  • Sendum áminningu strax daginn eftir seinkun.
  • Álagning er 500 kr. á dag í allt að 7 daga.
  • Eftir það sendum við reikning upp á 20.000 kr. sem samsvarar kostnaði við tækið og lítum svo á að því verði ekki skilað.

Við vonum auðvitað að slíkt komi aldrei til – en með þessu tryggjum við að tækið komist aftur í notkun hjá næstu fjölskyldu ❤️

  1. Þú fyllir út þetta form hér og við skoðum hvort þráðlaus næturþjálfi sé laus á þeim dagsetningum sem þú óskar eftir. Ef tæki er laust, búum við til leigutímabil sem dagatalstilvik (event) í Google Calendar og sendum þér boð. Þú samþykkir leigutímabilið með því að staðfesta boðið.
  2. Þegar þú hefur samþykkt tímabilið í Google Calendar, færðu frá okkur greiðslulink.
  3. Þú hefur 3 daga til að ganga frá greiðslu – að þeim tíma liðnum lítum við svo á að bókun hafi verið afturkölluð.
  4. Við sendum allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar eftir að greiðsla hefur borist
  5. Leigan er greidd fyrirfram fyrir valið tímabil (2 eða 6 vikur). 2. vikna leiga færst ekki endurgreidd en ef þú bókar 6 vikur en skilar tækinu fyrr, getur þú fengið inneignarnótu fyrir þeim dögum sem eftir standa – svo framarlega sem skilmálar eru uppfylltir og tækið er í góðu ástandi við skil.

Við bókun samþykkir þú þessa leiguskilmála.

Myndirðu frekar vilja kaupa þráðlausan næturþjálfa?

Við erum að skoða hvort við eigum að bjóða næturþjálfann einnig til sölu á um 16.900–18.900 kr. Myndir þú frekar vilja kaupa tækið og eiga það áfram?

Skráðu þig á áhugalista og við látum þig vita ef við tökum tækið í almenna sölu!