35 vörur
35 vörur
Flokka eftir:
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota renningunum frá Little Lamb úr umhverfisvænu lífplasti (PLA). Þeir hleypa vökva í gegnum sig og inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum (ásamt kúknum) í ruslið.
Auðveldur í notkun: Settu renning ofan á innra lag bleyjunnar, og þegar kemur að bleiuskiptum, tekur þú einfaldlega upp renninginn með kúknum í, hristir kúknum í klósettið (ef það er hægt) og hendir svo renningnum í ruslið. Passar fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Stærð: 19 x 27 cm
Notkunarleiðbeiningar: Settu innlegg ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun skaltu setja renninginn í poka og henda honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Ef það hefur ekki komið kúkur í renninginn þá máttu þrífa þessa týpu að renning með bleyjunum og nota hann aftur.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni, þar sem það er þægilegra, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið aftur og aftur og notað ár eftir ár.
Einnota renningarnar frá Little Lamb eru stórir í sniði og hægt er að klippa þá í tvennt fyrir smærri börn, en vinsamlegast forðastu að brjóta renningana í tvennt eða hafa fleira en eitt lag, þar sem það getur hindrað frásogið bleyjunnar.
Vörulýsing
Einstaklega þunnur, og alveg ótrúlega rakadrægur stundaglaslaga hemp búster frá Little lamb. Geggjaður búster í vasableyjuna eða sem súper mini/búster í í hvaða bleyju sem er með því að brjóta í þrennt og setja þar sem álagssvæðið er.
Eiginleikar
Efni
60% bómull
40% hemp
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Bleyjur án riflásar fást HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Bambus innlegg frá Alva Baby sem henta í nánast allar taubleyjur. Þessi innlegg fylgja AWJ vasableyjunum frá Alva Baby og parast fullkomlega með þriggja laga bambus innleggjunum sem eru þynnri en þessi og úr 100% bambus.
Mjúk og hentug innlegg sem:
- Krumpast ekki í þvotti
- Draga hratt í sig og fljót að þorna á snúru
- Mega vera upp við húð
Efni:
- Ytra efni: 2 lög of bambus
- Innra efni: 2 lög af microfiber
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Skeljarnar frá Little Lamb koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Þessar skeljar eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá Little Lamb en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur eins og Bamboozle bleyjurnar frá Totsbots og/eða pre-folds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Virkilega léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum.
Sundbleyjurnar eru með stillingum fyrir þyngd frá 4.5kg-18kg.
Efni:
- Innra lag: AWJ
- Ytra lag: 100% Polyester
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
"Pull-Up" ullarbuxur er algjör skyldueign fyrir fjölskyldur sem nota fitted, gas eða prefolds bleyjur því þær bjóða upp á hina fullkomnu vatnsheldu "skel" eða þekjun yfir bleyjusvæði. Buxurnar eru úr 100% lífrænni merino ull.
Nánari upplýsingar
Ullarbuxurnar frá Disana draga ekki í sig bakteríur, anda vel, halda hita þó þær blotni, og eru rakadrægar og teygjanlegar. Þær eru úr tvöföldu lagi af ofinni ull með stroffi utan um maga og um læri svo þær passi betur. Þær koma í 5 stærðum til þess að passa sem best og í fallegum litum.
Þær henta fullkomlega sem næturbleyjur utan um rakadrægar fitted bleyjur vegna þess hve vel þær anda en eru jafnframt rakadrægar. Þær henta ofurpissurum, heitfengnum sem og kaldfengnum börnum þar sem ullin heldur hita á köldum vetrarnóttum og kælir á heitum sumardögum. Góð þumalputtaregla er að þrífa bleyjuna á tveggja vikna fresti með lanólínlögum, en ef barnið kúkar í hana þá þarf að þvo hana.
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 dagskeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins og nóg er að eiga eina næturskel í réttri stærð.
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti.
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolíni sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL. Hún gæti í raun endað á barnabörnunum!
Myndband
Þvottur og umhirða
Mikilvægt að hafa í huga
- Það þarf ekki að preppa þessa bleyju serstaklega- hún er tilbuin eins og hún kemur.
- Passa að vinda aldrei ull né setja í þurrkara. Best er að pressa vætuna úr í t.d. handklæði.
- Þurrkist á flötum stað.
Þvottaleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Efni: 100% merino wool
Vottanir: GOTS (Global Organic Textile Standard)
Um merkið
Disana er þýskt gæðamerki sem leggur áherslu á að framleiða vörur úr eins náttúrulegum efnum og hugsast getur. Disana var stofnað fyrir 40 árum og hóf vegferð sína sem frumkvöðull í náttúrulegum taubleyjum en hefur í gegnum árin fært út kvíarnar og framleiðir einnig ullarfatnað og ullarvörur á alla fjölskylduna.
Við kynnum með stolti nýju 2.0 bambus innleggin frá Bare and Boho - snjöll lausn sem gerir bleyjuskiptingar bæði þægilegar og einfaldar þar sem auðvelt er að skipta út skítugum innleggjum fyrir hrein, án fyrirhafnar.
Helstu eiginleikar:
- OEKO-TEX vottuð efni - tryggir að öll efni séu örugg fyrir barnið.
- One Size hönnun - hentar börnum frá fæðingu til klósettþjálfunar, á bilinu 2,5-18 kg.
- 5 lög af rakadrægni - hönnuð til að halda barninu þurru lengur með „stay-dry“ microfleece.
- Hreyfing barnsins í fyrirrúmi - innleggin eru kúpt í laginu sem aðlagar þau fullkomlega að líkama barnsins.
- Fjölbreytt notkun - henta bæði í Soft- og Flexi Cover skeljarnar frá Bare and Boho, Ai2 Elskbar skeljarnar og ullarskeljarnar frá Pisi og Puppi.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Bleyjuskeljar
Hver bleyjuskel er úr vatnsheldu efni sem er gert úr endurunnu pólýester, unnið úr plaströrum sem bjargað hefur verið úr sjónum. Flexi Cover skeljarnar eru þurrkanlegar og hægt að endurnýta sömu skelina allt að 3x svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana. Innra lagið í Soft bleyjuskeljunum frá Bare and Boho er hannað til að draga úr raka og halda barni þurru. Skeljarnar hafa tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
Aftast í hverri skel er innbyggð vörn sem verndar gegn lekum upp að baki barnsins. Innleggið getur annað hvort verið sett undir þessa vörn eða lagst ofan á, það er valfrjálst. Framan á hverri skel er teygja sem heldur skelinni þétt að maga barnsins. Þú finnur Flexi Cover skeljarnar hér og Soft Cover skeljarnar hér.
Bleyjuinnleggin
Hvert endurnýjanlega innlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn lekum. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn lekum.
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Uppgötvaðu framúrskarandi gæði og náttúruleg þægindi með Hemp innlegginu frá Bare and Boho. Þetta innlegg er hannað úr lífrænni hamp-bómullarblöndu, sem gerir það að verkum að það er bæði umhverfisvænt og öruggt fyrir barnið þitt.
Hver endurnýjanlegi búster er mótaður í stundaglaslaga formi til að passa vel að líkamanum. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikið barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Bambus Trifold frá Bare and Boho
Trifold innleggið frá Bare and Boho er með 3 lögum af rakadrægum bambus-bómullarfleece. Þegar innleggið er brotið í þrennt, verður það að afar rakadrægu innleggi fyrir bleyjuskelina þína. Trifolds eru hönnuð til að brjóta saman í þrennt, en þrátt fyrir mikla rakadrægni er innleggið ennþá þunnt og þægilegt þegar það er samanbrotið í bleyjunni. Hægt er að nota trifolds eitt sér inni í bleyjunni eða sem viðbótarrakadrægni við venjuleg innlegg, eða í bland við önnur innlegg eða bústera fyrir enn meiri rakadrægni. Þú finnur bambus trifoldið frá Bare and Boho hér.
Sjá allar vörur frá Bare and Boho
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Innri fóðrun skeljar: 100% pólýester microsuede
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Auktu rakadrægnina í taubleyjunum til muna þessum þunnu og rakadrægu mini-bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Henta fullkomlega sem innlegg í nýburableyjur eða sem bústerar undir hvaða innlegg sem er hvort sem það er sett flatt undir eða brotið saman í tvennt.
Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.
Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
90% bambus viscose
10% polyester
10 x 30cm (gott að brjóta saman í tvennt og nota sem mini-búster)
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!
Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:
- Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
- Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
- Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
- Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.
Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.
Þið fáið einnig:
- Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
- Afslátt af byrjendapökkum
- Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.
Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.
Magnað hvað litlir einfaldir aukahlutir gefa gæfumun!
Net-þvottapokarnir frá Little Lamb er einir af þeim hlutum.
Þú einfaldlega hengir stóra pokann upp eða setur í bala og safnar bleyjunum í hann. Þegar hann er fullur skaltu taka pokann allann og henda honum í þvott! frábært fyrir þá sem eru hræddir við skítugar bleyjur. Einnig algjör snilld fyrir hvaða viðkvæma þvott sem er.
Litlu pokarnir eru tilvaldir fyrir litla hluti sem þvottavélin á það til að ræna, t.d litla sokka eða lekahlífar.
Vörulýsing
Vasableyjan frá Poppets passar börnum frá 3,5-16kg og er ótrúlega falleg og gæðaleg bleyja. Hún er nett í sniðinu, opin í báða enda og með henni fylgja tvö innlegg, eitt hemp innlegg/búster og ein innleggjatunga úr bambus og lífrænum bómull.
Eiginleikar
Innlegg
Tvö innlegg fylgja öllum vasableyjum frá Poppets baby
Sporðlaga innleggjatunga
52cm langt innlegg úr 100% lífrænni bómull ytra lag og þrjú lög af bambus innra lagi sem gefur 5 lög af súper rakadrægni
Brjóttu innleggið saman í tvennt og eða jafnvel þrennt of stilltu rakadrægnina þar sem álagið er mest. Þannig geturðu fengið allt að 15 lög af súper rakadrægni tilvalið fyrir ofurpissara.
Hemp innlegg
Fjögurra laga hemp/bómullarblandað innlegg sem er hannað til að passa fullkomlega í bleyjuna í minni stærðarstillingum. Fullkomið fyrir nýbura sem pissa oft en lítið í einu. Þegar barnið stækkar er hægt að nota hemp innleggið sem búster með innleggjatungunni og fáðu gífurlega rakadræga bleyju fyrir ofurpissara.
Efni
Skel - 100% Polyester TPU
Innra lag- 100% Microflís
„Fishtail“ Innlegg
Ytri lög 100% GOTS votttuð lífræn bómull
Innri lög: Þrjú lög af bambus og polyester (80/20)
Hemp Insert
Fjögurra laga hemp og bómullarblanda (55/45)
Þvottur og umhirða
Hefðbundinn taubleyjuþvottur. Sjá blogg Einföld þvottarútína til viðmiðunar.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru einstaklega fallegar og þæginlegar tíðanærbuxur sem hver kona ætti að eiga í nærfataskúffunni. Regular Flow tíðanærbuxurnar henta konum sem fara á meðalmiklar eða litlar blæðingar og halda allt að 30ml af vökva sem jafngildir t.d. fullum álfabikar. Nærbuxurnar má einnig nota til að halda leka í skefjum fyrir þær konur sem eiga erfitt með að halda í sér af einhverjum ástæðum.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru háar í mittið, einfaldar og fallegar. Hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
- Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
- Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
- Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
- Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
- Þvoðu þær á 40-60 gráðum
- Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
- Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og ofureinfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 15kg og upp úr. Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
AIO Taubleyjur - með Elskbar Natural Snap-In færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hentar barninu þínu frá 6-18 kg. Bleyjan hefur vatnshelda skel og tvö innlegg úr bambus og lífrænni bómull.
Helstu eiginleikar
- Ótrúlega mjúkar og teygjanlegar
- Frábært snið
- Gríðarlega rakadræg innlegg - þú getur stjórnað rakadrægninni með mismunandi stillingum
- Ótrúlega fallegar
- Gerðar úr bambus og lífrænni bómull
- Notast við smellukerfið Snap-in-one (SIO). Inni í bleyjunni er bambus og lífræn bómullarblanda sem hentar fullkomlega viðkvæmri húð. Innleggjatunga og búster frá Elskbar fylgir með.
Elskbar Natural Snap-In er einstök taubleyja sem er hönnuð með tilliti til náttúrunnar og hágæða efna. Barnið þitt fær falleg unisex mynstur, mjúk náttúruleg efni á móti húðinni og skel sem passar vel á það og gefur því frelsi til hreyfinga.
Ein stærð - ein bleyja Þú þarft aðeins þessa bleyju frá því að barnið er um 6 kg upp í 18 kg. Þ.e.a.s., þetta er „one size“ bleyja sem stækkar með barninu. Hún er með smellum að framan sem gera þér kleift að stilla stærðina í þrjú stig. Þannig geturðu alltaf tryggt að bleyjan passi vel á barnið.
Snap-In AIO bleyja AIO (allt-í-einni) er hugtak yfir taubleyju þar sem innlegg og bleyjan eru saumuð saman. Elskbar Natural Snap-In er AIO bleyja, en með snjöll hönnun Elskbar gerir þér kleift að smella innleggjunum af, sem styttir þurrkunartímann verulega. Það þarf að þvo alla bleyjuna eftir hverja notkun þar sem skelin hefur innbyggða rakadrægni og blotnar. Við köllum þessa tegund bleyju Snap-In AIO.
Innlegg úr náttúrulegum efnum Tvö innlegg fylgja með, bæði úr mjúkum og mjög rakadrægum náttúrulegum efnum – bambus og lífrænni bómull. Það er langt innlegg og minna innlegg, bæði með þremur lögum. Með þessum innleggjunum færðu mikla rakadrægni án þess að bleyjan verði of stór. Innlegg eru smellt í vatnsheldu skelina til að koma í veg fyrir að þau hreyfist þegar barnið er á hreyfingu.
Rakadrægni eftir þörfum
- Ef barnið pissar lítið geturðu valið að nota aðeins minna innleggið og fengið fína, þrönga bleyju.
- Ef barnið pissar mikið geturðu notað lengra innleggið sem er brotið tvöfalt.
- Þú getur notað bæði innlegg ef barnið pissar mikið, til dæmis í hvíld eða á nóttunni. Þegar bæði innlegg eru notuð inniheldur bleyjan 9 mjög rakadræg lög, og ef lengra innleggið er brotið enn frekar, færðu 12 lög af rakadrægni. Það er ansi mikið.
Þannig geturðu breytt og lagað rakadrægnina að þörfum barnsins.
Vatnsheld skel Vatnsheldi hluti bleyjunnar er úr TPU efni. Oftast er PUL notað í vatnshelda ytra lag taubleyja, en það er framleitt í efnaferli sem er ekki mjög umhverfisvænt. TPU er hins vegar framleitt með hitameðferð og er þar af leiðandi laust við efna lím. Við erum stolt af því að bjóða taubleyjur með TPU. Inni í skelinni er lag af bambusflísefni sem gefur bleyjunni auka lag af rakadrægni og er á sama tíma mjúkt og þægilegt á húð barnsins.
Frelsi til hreyfinga og gott „fit“. Það er engin spurning að Natural Snap-In bleyjan passar vel á barnið. Hún er mjó á milli fótanna, ekki of stór á rassinum, og situr vel um læri án þess að þrengja of mikið. Þetta gerir barninu kleift að hreyfa sig frjálst án þess að bleyjan hindri það. Gott fit kemur einnig í veg fyrir leka.
Það er mikilvægt að setja bleyjuna rétt á barnið. Þess vegna mælum við með að þú skoðir vandlega mátunarmyndbandið okkar um hvernig á að setja taubleyju á barn. Þegar þú kannt réttu aðferðina eykur það líkurnar á að vel takist með taubleyjur.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Innra efni: 85% bambus, 15% polyester
Innlegg:
70% bambus , 30% lífrænn bómull
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur.
Viltu hafa stjórn á óreiðunni í leikskólanum, á ferðalagi eða heima? Miðlungs blautpokinn frá Cocobutts með tveimur hólfum er fullkomin lausn fyrir þig! Hér eru nokkur atriði sem gera þennan poka að frábærum valkosti:
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera í einangrun.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Small 9-12kg
Medium 12-16kg
Large 15-20kg
XL 19-25kg
XXL 23-28kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.