Fræðsluefni um koppaþjálfun

Stúlkubarn kennir bangsa á kopp

Fjögur stig meðvitundar í koppaþjálfun

Barnið þitt fer í gegnum fjögur stig meðvitundar í koppaþjálfun: frá því að vera alveg ómeðvitað um piss og kúkaprins – yfir í að þekkja merkin og bregðast við áður en slysin gerast. Hér lærir þú að þekkja þessi stig og hvernig þú getur stutt barnið í hverju þeirra.
Barn í uppnámi sem heldur fyrir andlit sitt

Hvernig á að bregðast við slysum í koppaþjálfun – og þegar hlutirnir ganga ekki eftir áætlun

Slys eru óhjákvæmilegur hluti af koppaþjálfun. Í þessari færslu færðu hagnýt ráð um hvernig bregðast má við með jákvæðum hætti og styðja barnið áfram á sinni vegferð – jafnvel þegar hlutirnir ganga ekki alveg eftir áætlun.
Brosandi smábarn á hvolfi

Er barnið mitt tilbúið í koppaþjálfun?

Þarf barnið mitt að vera „tilbúið“? Í þessari færslu skoðum við algenga mýtu um að bíða – og útskýrum hvers vegna færni og stuðningur foreldra skipta meira máli en aldur eða merki frá barninu sjálfu.
Faðir að leiðbeina barninu sínu í koppaþjálfun

Fyrstu skrefin í koppaþjálfun – hvernig byrjum við?

Í öðrum hluta fræðsluseríunnar um koppaþjálfun förum við yfir fyrstu skrefin: hvernig á að byrja, af hverju við mælum með að hafa barnið bert að neðan, hvaða búnaður hentar best og hvernig þú getur brugðist við merkjum barnsins með ró og festu. Við kynnum einnig meðvitundarstigin fjögur samkvæmt Jamie Glowacki.
Þvottur þjálfunarnærbuxur

Leiðbeiningar um þvott á þjálfunarnærbuxum fyrir börn í koppaþjálfun

Leiðbeiningar um þvott á þjálfunarnærbuxum fyrir börn í koppaþjálfun Koppaþjálfun er mikilvægur áfangi í lífi barnsins, og þjálfunarnærbuxur eru frábær hjálp á þessari vegferð. Þær gefa barninu tilfinningu fyrir því að vera í venjulegum nærbuxum, en með smá auka vörn fyrir lítil slys. Eins og með margnota bleyjur er rétt umhirða lykilatriði til að tryggja að þjálfunarnærbuxurnar haldi virkni sinni og endist lengi. Hér eru nokkur ráð um hvernig á að þvo þjálfunarnærbuxur og sjá til þess að þær séu alltaf tilbúnar fyrir daginn. 1. Skolaðu eftir notkunEf slys eiga sér stað skaltu skola þjálfunarnærbuxurnar strax eftir notkun. Þetta hjálpar til við að fjarlægja umfram þvag og kemur í veg fyrir að blettir myndist. Skolaðu buxurnar með köldu vatni áður en þær fara í þvottavélina. 2. Þvottur við rétt hitastigÞjálfunarnærbuxur má þvo í þvottavél við 40-60°C, allt eftir magni af óhreinindum. Þvottur við 60°C getur verið betri ef þú vilt tryggja að allar bakteríur séu fjarlægðar, sérstaklega ef kúkaslys hafa átt sér stað. Mikilvægt er að nota milt þvottaefni sem er laust við ilmefni og hörð efni, þar sem sterk efni geta skaðað bæði efni og húð barnsins. Forðastu einnig mýkingarefni, þar sem þau geta minnkað rakadrægni buxnanna og dregið úr virkni þeirra. 3. Ekki ofþvo eða oftar en nauðsyn krefurÞjálfunarnærbuxur þurfa ekki að vera þvegnar eftir hvert einasta skipti nema slys hafi átt sér stað. Ef barnið nær að nota þær án slysa skaltu einfaldlega þvo þær eftir nokkra daga eða samkvæmt þinni þvottarútínu. Ofþvottur getur dregið úr endingartíma buxnanna. 4. ÞurrkunÞegar kemur að þurrkun er best að láta þjálfunarnærbuxurnar þorna á snúru. Að nota þurrkara á háum hita getur dregið úr virkni þeirra, sérstaklega ef þær eru með vatnsheldu lagi. Ef þú þarft að nota þurrkara, skaltu velja lága hitastillingu. 5. Varðveittu buxurnar velTil að tryggja að þjálfunarnærbuxurnar haldist í góðu ástandi er mikilvægt að geyma þær á hreinum og þurrum stað milli notkunar. Þetta kemur í veg fyrir að þær verði fyrir raka eða myglu og þú getur selt þær þegar þær hafa lokið tilgangi sínum hjá þinni fjölskyldu. 6. Fjarlægðu bletti með náttúrulegum leiðumÞó blettir séu oft óumflýjanlegir í koppaþjálfun, er hægt að draga úr þeim með náttúrulegum leiðum. Ef blettir eru þrálátir geturðu notað matarsóda eða edik sem blettaeyðir. Forðastu sterka efnafræðilega blettaeyða þar sem þeir geta skaðað efnið og verið óhollir fyrir barnið. Sólin gerir líka kraftaverk og fjarlægir oft ótrúlegustu bletti! NiðurstaðaRétt umhirða á þjálfunarnærbuxum getur lengt líftíma þeirra og tryggt að þær haldi virkni sinni meðan á koppaþjálfun stendur. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum geturðu haldið buxunum í topp standi og hjálpað barninu þínu að ná góðum árangri í koppaþjálfun án þess að fórna þægindum eða hreinlæti.
Þú byrjar – ekki barnið: Fyrstu skrefin í koppaþjálfun

Þú byrjar – ekki barnið: Fyrstu skrefin í koppaþjálfun

Koppaþjálfun byrjar ekki þegar barnið er tilbúið – hún byrjar þegar þú ert tilbúin(n) að leiða það áfram. Í þessari grein færðu hagnýtar ráð um undirbúning, merki sem þú getur fylgst með, hvaða búnað þarf – og hvernig þú getur skapað rólegt og tengslamyndandi ferli sem styrkir sjálfstæði barnsins. Fyrsti hluti af fræðsluseríu byggðri á hugmyndafræði Jamie Glowacki.