Algengar spurningar og svör

Pantanir og afhending

Pantanir eru sóttar í HN Gallery á Faxatorgi, Faxafeni 10, 108 Reykjavík.

Opið virka daga 12:00–18:00 og
laugardaga 12:00–16:00

Já, við sendum með Dropp innanlands.

Við afgreiðum pantanir innan 2–4 virkra daga eða fyrr frá greiðslu.

Taubleyjur

Ai2 kerfi eða vasableyjur eru vinsæl hjá byrjendum. Þú getur lesið þér nánar til um upphaf í taubleyjum hér og svo bjóðum við netnámskeiðið Taubleyjur fyrir byrjendur. Við bjóðum líka upp á nýburableyjuleigupakka ef þú vilt byrja að nota taubleyjur frá upphafi.

Flest innlegg má setja í þurrkara á lágum hita, en ekki bleyjuskeljarnar. Við mælum með loftþurrkun fyrir lengri endingu. Þú getur lesið þér nánar til um þvottarútínu á taubleyjum hér.

Leki getur stafað af rangri stærð, of lítilli rakadrægni eða rangri stillingu. Þú getur lesið þér til um leka á taubleyjum hér. Einnig getur þú horft á þetta myndband til að sjá hvernig á að setja taubleyju á barn.

Koppa- og næturþjálfun

Flest börn eru tilbúin á aldrinum 20–30 mánaða fyrir koppaþjálfun og huga ætti að næturþjálfun í síðasta lagi um 3,5 ára ef barnið er ekki orðið þurrt á nóttunni af sjálfsdáðum. Ef ekkert er gert varðandi næturvætu fyrir 4ra ára aldur aukast líkur á langvarandi næturvætu.

Við bjóðum upp á fræðslu og námskeið til að hjálpa þér að meta stöðuna. Einnig bjóðum við upp á ráðgjöf fyrir koppa- og næturþjálfun og foreldramarkþjálfun.

Næturþjálfinn límist á fatnað barnsins og skynjar vætu um leið og barnið pissar. Þá gefur tækið hjóðmerki og sendir einnig hljóðmerki í snjalltæki í gegnum app (valkvætt). Þannig getur foreldri einnig fengið vakningu þegar slys verður á nóttunni.

Þú getur lesið þér meira til um næturþjálfann hér.

Umhirða og þvottur á fjölnota nauðsynjavörum

Fjölnota nauðsynjavörur með PUL-i má þvo á 40–60°C og við mælum með að nota milt þvottaefni án ensíma og ilmefna. Þú getur lesið þér til um þvottarútínu á taubleyjum hér, þjálfunarnærbuxum hér og tíðavörum hér.

Já, svo lengi sem það er án mýkingarefna og ilmefna. Við mælum með þvottaefnum sem styðja við endinguna og eru Svans- eða Evrópublómsvottuð. Einnig mælum við með Facebook grúppunni Þvottaráð fyrir taubleiur sem er eingöngu um þvott á taubleyjum.

Ullarskeljar þarf að handþvo og meðhöndla með lanolínlögum. Þú getur lesið þér til um þvott og lanolín meðferð á ullarskeljum hér.

Fræðsla og námskeið

Nei, við hjálpum öllum foreldrum sem vilja stíga meðvitað skref í uppeldi og vellíðan barns.

Já! Þú getur bókað tíma með Elínu hér: Bóka ráðgjöf.

Leiga

Þú færð dagsektir í allt að 7 daga og að lokum reikning ef búnaður skilar sér ekki (nánar í leiguskilmálum).

Nei, við hjálpum öllum foreldrum sem vilja stíga meðvitað skref í uppeldi og vellíðan barns.

Já! Þú getur bókað tíma með Elínu hér: Bóka ráðgjöf.

Skil og skilmálar

Þú hefur 14 daga til að fá endurgreitt og allt að 6 vikur til að skipta eða fá inneign (sjá skilmála).

Ekki er endurgreitt eftir að þú hefur fengið aðgang, en þú getur fengið að skipta um námskeið eða fengið inneign í netverslun (sjá nánar í námskeiðsskilmálum)

Ertu með spurningu?

Ef þú finnur ekki svarið við spurningunni þinni í spurt & svarað, geturðu sent okkur skilaboð með því að fylla út formið hér að neðan