Sleppa og skoða efni

Þarftu stuðning í uppeldi, koppa- eða næturþjálfun?

Frí afhending með Dropp þegar verslað er fyrir meira en 15.000 kr

CocobuttsCocobutts
  • Allir flokkar

  • Diapers Ai2

  • Diapers Ai2 wool

  • Diapers fitted

  • Diapers pocket

  • Gift Cards

  • Inserts

  • period underwear

  • Swimwear

  • Training undies

  • Washing

  • Wetbags

  • Wipes

  • Wool care

0
  • Fyrir fjölskylduna
  • Fræðslusetur
  • Um Cocobutts

Karfan þín

Karfan þín er tóm

Halda áfram að versla

Ertu með aðgang?

Skráðu þig inn til að klára fyrr afgreiðslu.

Skildu eftir skilaboð

Áætlaður sendingarkostnaður

  • Verslun og leiga

      Verslun og leiga
    • Skoða allar vörur
    • Taubleyjur
    • Koppaþjálfun
    • Leigja nýburableyjupakka
    • Leigja næturþjálfa
    • Gjafakort

    Fræðsla og þjónusta

      Fræðsla og þjónusta
    • Námskeið
    • Fræðslublogg
    • Bóka ráðgjöf
    • Algengar spurningar
    Um Cocobutts

Fræðsluefni um taubleyjur

Skoða allar færslur
Veldu taubleyjur

10 góðar ástæður til að velja taubleyjur

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Mar 11, 2025
Taubleyjur eru hagkvæmari en einnota bleyjur og geta sparað fjölskyldum hundruði þúsunda á bleyjutímabilinu. Þær endast í mörg ár, henta fyrir fleiri börn og draga úr úrgangi. Lestu meira um hvernig þú getur sparað með fjölnota bleyjum!
  • #Afhverju taubleyjur?
Taubleyjur byrjun

Svona byrjar þú í taubleyjum!

eftir María Rún Baldursdóttir þann Nov 18, 2024
  Það er eðlilegt að finnast taubleyjulífið vera mikið í byrjun, en mundu að þú þarft ekki að kunna allt strax. Smám saman verður þetta einfaldara, og við erum hér til að styðja þig. Þetta blogg er fyrir öll sem vilja fara af stað en þurfa aðstoð við sín fyrstu skref🤝 1. Fyrst þarftu að kynnast kerfunum sem eru í boði. Byrjaðu á því að lesa þetta blogg um mismunandi kerfi taubleyja og sjáðu hvort að eitt kerfi talar sérstaklega til þín. Almennt mælum við með að prófa flest kerfi áður en þú kaupir allt safnið þitt því annars áttu í hættu með að kaupa of mikið af því sem hentar ykkur síðan kannski ekki🤷🏻♀️ Með smá rannsóknum munt þú finna það sem hentar þér og fjölskyldunni best. 2. Þetta hefst síðan allt saman á fyrstu bleyjunum. Um leið og þið eruð komin með þær í hendurnar þá eru þið farin af stað. Við mælum með að byrja á nógu mörgum bleyjum til að dekka einn dag í taubleyjum, eða a.m.k. tvo hálfa daga. Það eru yfirleitt 5-6 taubleyjur og blautpoki. Gott er að prófa einnota eða fjölnota renninga líka (e. disposable liners) sem grípa kúk og gerir þrifin töluvert einfaldari. 3. Ef þú vilt ekki kaupa tilbúna pakka þá er um að gera að útvega sér þær bleyjur sem þér líst vel á, notaðar eða nýjar. Oft er hægt að finna vel með farnar notaðar bleyjur í Barnaloppunni og á Taubleiutorginu á Facebook. Við mælum ekki með að sanka að sér allskonar taubleyjum af mismunandi tegundum og taubleyjumerkjum því það getur bara ruglað þig í rýminu og gert þetta töluvert flóknara en þetta þarf að vera. Ef þú vilt prófa allar gerðirnar, reyndu þá bara að kaupa eina af hverri gerð til að prófa og svo kaupirðu meira að því sem þú fílar. Einnig er gott að kynna sér hvað þarf að hafa í huga þegar keyptar eru notaðar bleyjur, þú getur lesið þér betur til um það hér. Nýburableyjuleigan okkar er svo alveg tilvalin til að prófa taubleyjur fyrstu 1-2 mánuði barnsins en þar færðu í raun fullt safn af taubleyjum og alla aukahluti sem þú þarft til að nota eingöngu taubleyjur fyrstu mánuðina. Þar sem nýburar vaxa svo hratt í byrjun mælum helst alltaf með því að kaupa ekki nýburableyjur heldur frekar fá þær lánaðar eða leigja þær.4. Ef þú hefur tök á því að þrífa annanhvern dag þá mælum við með að eiga 16-20 bleyjur. Þú getur tínt í safnið þitt smátt og smátt eða keypt allar bleyjur í einu sem þér líst vel á.🧸5. Þegar þið eruð komin með bleyjurnar í hendurnar skulið þið lesa þetta blogg hér um hvernig á að preppa þær og nokkrar þumalputtareglur varðandi tau. Einnig skaltu horfa á þetta myndband um hvernig skal setja taubleyju á barn og síðan kanski lesa þetta blogg hér um tau og kúk.💩6. Þegar þið eruð búin að lesa hvernig hvernig á að preppa þær og þekkið þumalputtareglurnar skulið þið einfaldlega fara af stað. Núna er að kynnast taubleyjulífinu sjálfu og tími til að spá í þvottarútínu.🧺 Hér er okkar tillaga að einfaldri þvottarútínu til viðmiðunar🌸 Góð þvottarútína er mjög mikilvæg því taubleyjan er næst húð barnsins og því skiptir miklu máli að bleyjurnar séu hreinar.✨ Einnig er gott að hafa í huga að þvottaefni og önnur aukaefni geta safnast fyrir í þvottavélinni og því gott að huga að hreinlæti þvottavélarinnar líka. Hér er tillaga að því hvernig þú djúphreinar þvottavélina. 7. Farðu af stað og hafðu í huga að í byrjun gertur þetta verið svolítið brösulegt. Verið opin gagnvart leka og almennum ruglingi. Besta ráðið hér er að hlæja bara og reyna betur. Áður en þú veist af ertu komin með skothelda rútínu sem flæðir vel með heimilislífinu þínu. Hér er tékklisti fyrir leka💦 8. Byrjaðu á því að nota bara þau innlegg sem fylgja með🤍 Kanski eru þau nóg- kanski þarftu meira eða eitthvað öðruvísi. Það er ómögulegt að vita hvað þú þarft án þess að prófa bleyjurnar fyrst. Sum börn eru ofurpissarar og þurfa extra rakadrægni á meðan önnur eru bara góð með það sem fylgir. Hér er blogg um mismunandi innlegg. 9. Þegar þú ert 100% viss um að tau er eitthvað sem þú vilt halda áfram með þá mælum við með því að byrja að tína að sér aukahluti sem gerir tauið svo miklu miklu miklu auðveldara og þægilegra. Hér er okkar tjékklisti✔️☑️  Extra stór deluxe blautpoki til að eiga heima fyrir óhreinu taubleyjurnar☑️  Úrval blautpoka með aðskildum hólfum til þess að hafa í skiptitösku☑️  Hríspappír til þess að setja í bleyjuna til þess að grípa kúk eða til þess að passa upp á bleyjunar ef þú þarft að nota zink krem☑️  Fjölnota þurrkur - hvers vegna ekki bara að taka þetta alla leið? 10. Ef þú ert með einhverjar spurningar sem við höfum ekki svarað hér þá máttu endilega kíkja á þetta blogg um þær algengustu spurningar sem við fáum á borðið til okkar og sjá hvort að þú finnur ekki lausnina þar🪄 Ef ekki þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á instagram, spjallinu, Facebook eða einfaldlega hringja í okkur! Einnig mælum við með því að skrá sig á "Taubleiutjatt" eða í Cocobutts fjölskylduna - lokaða facebookhópinn okkar fyrir stuðning og hvatningu!11. Þegar þið eruð búin að tækla daginn þá gæti verið góð hugmynd að spá í næturvaktinni líka✨💤 Hér finnur þú gott blogg um næturbleyjur. Ef þú ert með ofurpissara mælum við eindregið með ullarbuxum yfir næturbleyjur.Þetta eru ráðin og skrefin sem munu koma þér af stað. Allar aðrar upplýsingar eru í raun aukatriði sem þú þarft ekki að spá í nema að þú raunverulega vilt það! Mundu að taubleyjulífið er ferðalag sem vert er að taka fyrir þig, fjölskylduna og umhverfið allt. Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna! Við erum saman í þessu💖 Láttu vita hvernig gengur, við elskum að heyra frá þér og fjölskyldunni þinni!
  • #Að byrja í taubleyjur
  • #ráðleggingar um taubleyjur
  • #Taubleyjur
Þvottarútína taubleyjur

Þvottarútína fyrir taubleyjur – lykillinn að velgengni í taubleyjulífinu

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Sep 21, 2024
Rétt þvottarútína er einn mikilvægasti þátturinn í að halda taubleyjunum þínum í topp standi, og hún tryggir að bleyjurnar haldist hreinar, lyktarlausar og endist sem lengst. Þó að það sé engin ein uppskrift sem hentar öllum, þar sem fjölskyldur hafa mismunandi þvottavélar, börn og þarfir, þá er alltaf hægt að byrja á grunnrútínu og aðlaga hana eftir þörfum.   Við höfum sett saman tillögu að góðum upphafspunkti fyrir þvottarútínu. Ef hún hentar þér fullkomlega, þá ertu á réttri leið! Ef ekki, er auðvelt að breyta rútínunni eftir þínum þörfum – oftast þarf bara að skoða skolunina eða þvottaefnið.   Ef þú lendir í vandræðum með þvottinn, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Við erum hér til að hjálpa þér að sigla í höfn!   Athugið: Tillögur að þvottaefnum má finna neðst í þessu bloggi.   Sjá einnig:Þvottarútína fyrir ullarbleyjur má finna hérÞvottarútína fyrir tíðavörur má finna hérÞvottarútína fyrir þjálfunarnærbuxur má finna hér   Geymsla notaðra bleyja Notaðar bleyjur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með Pail liner, en það er einnig í lagi að nota bala eða vask sem tryggir gott loftflæði. Pro tip: Gættu þess að geyma bleyjurnar þurrar – geymsla í vatni getur skemmt bleyjurnar og teygjurnar.   Ef bleyja verður fyrir kúki, skaltu skola hana að kvöldi eða strax. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skola bleyjur sem aðeins hafa verið pissað í – þær má geyma fram að þvottadegi.   Þvottarútína Við mælum heilshugar með að nota þrjá aðskilda þvottahringi (nýtt prógramm í hvert skipti), því flestar vélar skipta ekki um vatn milli hringja innan sama prógramms, sem getur valdið því að þvotturinn verði ekki nægilega hreinn.   Klassískur taubleyjuþvottur Fyrsti hringur: Kalt skol án þvottaefnis (Rinse + Spin). Annar hringur: Langur hringur á 60°C með þvottaefni (minnst 2 klst). Þriðji hringur: Kalt skol án þvottaefnis.    Ofnæmisstilling Ef þvottavélin þín er með ofnæmisstillingu sem þrífur við 60-63°C í 2,5-4 klst og skiptir um vatn á milli hringja, geturðu sleppt síðasta skolinu í lokin.   Pro tip: Eftir þvott er gott að þreifa á bleyjunum og lykta af þeim. Ef þær lykta ekki af þvottaefni eða súru ætti allt að vera í lagi. Ef þvotturinn er ekki alveg rétt skolaður, getur verið gott að setja þær í annan „Rinse + Spin“.   Þurrkun Við mælum með að þurrka bleyjurnar í lofti. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hita stillingu fyrir innleggin. Pro tip: Settu aldrei skeljar eða vasar í þurrkara þar sem hitinn getur eyðilagt teygjurnar og ytra efnið.   Algengar spurningar og svör   Hvaða þvottaefni ætti ég að nota?Á Íslandi eru til margir möguleikar þegar kemur að þvottaefnum. Þumalputtareglan er sú að nota þvottaefni sem inniheldur ekki of mikla sápu eða ensím, þar sem þau geta skaðað bleyjurnar með tímanum. Smkv könnun (2013) innan Taubleiusamfélagsins á Íslandi voru eftirfarandi vörur vinsælastar: Neutral, Nappy Lover frá Nimble, og Milt fyrir Barnið. Aðrar vinsælar vörur eru Balja, Fairy Non Bio og Biotex.   Má ég þvo eitthvað fleira með bleyjunum?Já! Sérstaklega ef þú átt ekki nægar bleyjur til að fylla vélina 4/5. Margir bæta minni hlutum í vélina eftir fyrsta skol (án þvottaefnis). Þetta sparar vatn og hjálpar til ef þú ert með litla þvottavél.Pro tip: Þjálfunarnærbuxur og fjölnota tíðavörur eru frábærar til að þvo með bleyjunum.   Má ég nota mýkingarefni?Nei, mýkingarefni skemma bleyjurnar og draga úr virkni þeirra.   Hversu oft þarf ég að þvo bleyjurnar?Þetta fer eftir því hversu margar bleyjur þú átt og hversu oft þú hefur tíma til að þvo og þurrka. Sumir þvo daglega, aðrir annan hvern dag. Mikilvægast er að geyma ekki bleyjurnar of lengi án loftflæðis, þar sem það getur valdið myglu og vondri lykt.   Ályktun Það getur tekið tíma að finna hina fullkomnu þvottarútínu, en með réttri geymslu, þvotti og þurrkun munu taubleyjurnar endast lengi og halda barninu þínu hreinu og þurru. Ef þú lendir í vandræðum með bleyjuþvottinn, skaltu ekki hika við að leita ráða, hvort sem er hjá okkur eða í netspjallhópum á Facebook eins og „Þvottaráð fyrir taubleyjur.“   Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar
  • #Taubleyjur
  • #Þvottaráð

Fræðsluefni fyrir koppaþjálfun

Skoða allar færslur
Stúlkubarn kennir bangsa á kopp

Fjögur stig meðvitundar í koppaþjálfun

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Jun 20, 2025
Barnið þitt fer í gegnum fjögur stig meðvitundar í koppaþjálfun: frá því að vera alveg ómeðvitað um piss og kúkaprins – yfir í að þekkja merkin og bregðast við áður en slysin gerast. Hér lærir þú að þekkja þessi stig og hvernig þú getur stutt barnið í hverju þeirra.
  • #bleyjulaust
  • #dagþjálfun
  • #foreldraráðgjöf
  • #Jamie Glowacki
  • #Koppaþjálfun
  • #meðvitund barna
  • #potty training
  • #sjálfsstæði barns
  • #tengsl og uppeldi
  • #þroski barna
Barn í uppnámi sem heldur fyrir andlit sitt

Hvernig á að bregðast við slysum í koppaþjálfun – og þegar hlutirnir ganga ekki eftir áætlun

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Jun 20, 2025
Slys eru óhjákvæmilegur hluti af koppaþjálfun. Í þessari færslu færðu hagnýt ráð um hvernig bregðast má við með jákvæðum hætti og styðja barnið áfram á sinni vegferð – jafnvel þegar hlutirnir ganga ekki alveg eftir áætlun.
  • #foreldraráðgjöf
  • #innri hvatning
  • #Jamie Glowacki
  • #klósettþjálfun
  • #Koppaþjálfun
  • #potty training
  • #slys og viðbrögð
  • #tengsl og uppeldi
  • #uppeldi ungbarna
  • #þroski barna
Brosandi smábarn á hvolfi

Er barnið mitt tilbúið í koppaþjálfun?

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Jun 20, 2025
Þarf barnið mitt að vera „tilbúið“? Í þessari færslu skoðum við algenga mýtu um að bíða – og útskýrum hvers vegna færni og stuðningur foreldra skipta meira máli en aldur eða merki frá barninu sjálfu.
  • #bleyjulaust líf
  • #er barnið tilbúið
  • #foreldraráðgjöf
  • #Koppaþjálfun
  • #meðvitað uppeldi
  • #tengsl og traust
  • #upphaf koppaþjálfunar
  • #þroski og færni barna

Næturþjálfun

Skoða allar færslur
Sofandi stúlka

Hvað er næturþjálfi og hvernig getur hann hjálpað barninu þínu?

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Jul 02, 2025
Næturþjálfar eru tæki sem geta stutt við næturþjálfun barna eldri en fjögurra ára. Tækin skynja raka og gefa merki (oftast hljóðmerki og stundum óma þau í gegnum app) um leið og barnið pissar undir. Tækin hafa skýran tilgang: Þau vekja barnið við fyrstu dropa svo barnið vaknar smám saman áður en fullt þvaglát verður. Barnið byrjar fljóttlega að finna betur tenginguna milli skynjunar og líkamlegrar þarfar. Hægt er að stilla umhverfið upp þannig að appið vekji foreldrið í gegnum snjalltæki svo þau geti aðstoðað barnið fyrst um sinn. Hverju má búast við? Fyrstu næturnar vænta flestir þess að barnið vakni við slys. Eftir nokkrar vikur fara flest börn að vakna áður en þau byrja að pissa – sum jafnvel ráða við að halda í sér fram undir morgun.  Mikilvægt er að hvetja, vera róleg og skamma ekki þegar slys gerast. Hvenær er hægt að prófa næturþjálfann? Barnið á að vera í góðu jafnvægi, í góðri rútínu og ekki undir miklu álagi í ytra eða innra umhverfi. Gættu þess að engar meltingartruflanir séu til staðar. Hægðastífla getur þrýst á þvagblöðruna og ýtt undir næturvætu. Foreldrar eiga að vera tilbúinir að gefa ferlinu a.m.k. 4–6 vikur. Ekki nota næturþjálfa nema bleyjan fari algjörlega af í leiðinni. Þú vilt ekki rugla í nýjum tengingum með gömlum ávana. Best er að hafa barnið nærbuxnalaust og í víðum náttbuxum eða stuttbuxum. Undirbúðu svefnumhverfið þannig það valdi sem minnstu raski - lestu þetta blogg hér um „Hvað á barnið að vera í í næturþjálfun“? Hvar færðu næturþjálfa? Hjá Cocobutts er hægt að leigja þráðlausa næturþjálfa sem tengjast appi. Þeir eru litlir, límast auðveldlega á náttbuxurnar og henta vel fyrir börn sem hreyfa sig mikið í svefni. Hægt er að leigja tækið í 2 vikur (til að kortleggja pissumynstur) og 6 vikur (til að næturþjálfa). Hægt er að framlengja ef þarf þykir.
  • #börn sem pissa undir
  • #næturvæta
  • #næturþjálfar
  • #næturþjálfun
  • #þvagblaðra
  • #þvagblöðrustjórn
Hvað á barnið að vera í í næturþjálfun?

Hvað á barnið að vera í í næturþjálfun?

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Jul 01, 2025
Einnota bleyjur eru meginorsök þess að börn pissa undir lengur. Hér lærir þú hvað barnið á að vera í til að líkurnar á að næturþjálfunin takist: taubleyjur, þjálfunarnærbuxur og næturþjálfar.
Sofandi drengur með náttljós

Næturþjálfun – hvernig byrjar maður?

eftir Elín Kristjánsdóttir þann Jul 01, 2025
Næturþjálfun er ferli – ekki formúla. Hér færðu skýrar leiðbeiningar um hvernig þú getur stillt upp fyrstu dögunum, undirbúið umhverfið, nýtt draumapiss, valið rúm og brugðist við slysum með hlýju og raunsæi.
  • #barnasvefn
  • #börn sem pissa undir
  • #foreldraráð
  • #meðvitund og líkamsstjórn
  • #næturþjálfun
  • #svefn og þroski
  • #þroskamerki barna
  • #þurrar nætur
  • #þvagblöðruþjálfun

Let customers speak for us

from 368 reviews
Æðislegt námskeið og nýburapakki

Við vildum fara á taubleyjuvagninn á einn eða annan hátt en vorum alveg seld eftir námskeiðið hjá Elínu og Apríl sem fór vel yfir hlutina og var líka virkilega skemmtilegt. Eftir námskeiðið þá leigðum við nýburapakkann og vorum með hann í nokkrar vikur. Af öllu í leigupakkanum voru Elskbar bleyjurnar okkar uppáhald ásamt blautþurrkunum. Við vorum líka hrifin af Bare&Boho bleyjunum en þær pössuðu okkar sem fæddist 17 merkur ekki nema í tæpar 2 vikur en Elsbar pössuðu lengur. Mæli með þessu tvennu fyrir öll sem vilja prófa taubleyjur, bæði mjög þægilegt, fallegt og skemmtilegt.

Inger Erla Thomsen
Cocobutts
02/03/2024
Góð & persónuleg þjónusta

Apríl og Elín eru yndislegar og veita svo góða og persónulega þjónustu. Alltaf svo vinalegt að versla við Cocobutts🤍

Alexandra Einarsdóttir
Cocobutts
02/03/2024
Vinaleg og góð þjónusta

Það er alltaf hægt að treysta á vingjarnlega þjónustu í Cocobutts. Þær leiðbeina afskaplega vel ef taubleiulífið er eitthvað að klikka og augljóslega vinna hörðum höndum að framúrskarandi þjónustu og vöruúrvali. Alltaf hægt að finna eitthvað sem hentar.

I.D.H.M.
Cocobutts
10/05/2023
Dásamlegt

Stelpurnar í cocobutts eru dásamlegar og taka alltaf vel á móti manni og veita manni úrvals þjónustu, ég fékk prívat kennslu á taubleyjur inní búð þegar ég koma og keypti :)

K.R.S.
Cocobutts
06/21/2023
Nýburaleigupakkinn

Tók nýburapakkann á leigu sem hefur reynst okkur mjög vel. Úrvalið í pakkanum er fjölbreytt og hefur hjálpað við að skýra hvaða týpur af bleyjum henta við ólíkar aðstæður.
Þjónustan og viðmótið hjá Apríl og Elínu er til fyrirmyndar, en þær eru svo jákvæðar og hjálpsamar að það smitar út frá sér.

Sigrun Kristjans
Cocobutts
05/31/2023

Vertu með! 💌

Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu 10% afslátt + fræðslu og tilboð beint í pósthólfið.

Um Cocobutts

  • Um Elínu og Cocobutts
  • Fræðslusetur
  • Bóka ráðgjöf
  • Námskeið
  • Algengar spurningar

Verslun

  • Skoða allar vörur
  • Taubleyjur
  • Koppaþjálfun
  • Leiga á nýburableyjuleigupakka
  • Leiga á næturþjálfa

Stuðningur og skilmálar

  • Skil og skipti
  • Almennir skilmálar
  • Námskeiðsskilmálar
  • Leiguskilmálar
  • Hafa samband

Sækja pantanir og skil á leiguvörum

Hægt er að sækja pantanir og skila leiguvörum í versluninni HN Gallery á Faxatorgi, Faxafeni 10.

Virka daga milli kl 12:00-18:00
laugardaga milli kl 12:00-16:00

© 2025,

Cocobutts.

Powered by Shopify

Við notum vefkökur og svipaða tækni til að veita bestu mögulegu upplifun á vefsíðunni okkar.

  • Uppfæra síðu
  • Opnast í nýjum glugga.