Stundum þarf maður bara að fá að tala við einhvern...

Ein­hvern sem hlustar, skilur og hjálpar þér að heyra í sjálfri þér

Ég býð upp á hlýja og hagnýta ráðgjöf fyrir foreldra sem vilja fá stuðning og skýra sýn á það sem er að gerast. hvort sem það snýst um koppaþjálfun, næturþjálfun eða bara uppeldisáskoranir með litlu viljasterku barni sem þér finnst stundum vera að yfirbuga þig.

  • Erfiðleika við að byrja eða halda áfram í koppaþjálfunarferlinu
  • Áskoranir varðandi næturvætu
  • Almennar áskoranir í uppeldi (foreldramarkþjálfun)
  • Áskoranir í taubleyjuferlinu


Þú bókar viðtal þar sem við förum yfir stöðuna, skoðum markmið og finnum skref sem henta ykkar fjölskyldu. Ég býð upp á ráðgjöf í gegnum síma, netið eða heimahús (innan höfuðborgarsvæðisins).

Fyrsti tími – 50 mínútur

  • Greining, samtal og mótun næstu skrefa
    Verð: 12.500 kr

Eftirfylgni – 25 mínútur

  • Fyrir þá sem hafa fengið ráðgjöf áður og vilja speglun, stuðning eða endurmat
    Verð: 6.250 kr

Ráðgjöf í heimahúsi (innan höfuðborgarsvæðisins):

  • +2.000 kr (fast verð)

  • Aldur barns
  • Hvernig hefur þroskaferli barnsins gengið hingað til? Segðu frá ef barnið hefur verið seint til máls, hreyfingar eða annarra þroskaáfanga, eða ef þú hefur haft einhverjar áhyggjur hingað til – stórar eða smáar. Allar upplýsingar hjálpa til við að aðlaga ráðgjöfina.
  • Hver er stærsta áskorunin þín núna?
  • Hvað ertu búin að prófa? Hvaða aðferðir hefurðu notað hingað til?
  • Eru einhver líkamleg vandamál til staðar? t.d. svefnerfiðleikar, meltingarörðugleikar eða hægðatregða

Fylltu út formið hér að neðan og lýstu þínu erindi. Ég svara innan 1–3 virkra daga með tillögu að tíma og næstu skrefum.

Bóka ráðgjöf