Skilmálar fyrir leigu á taubleyjupökkum og næturþjálfa
Með því að bóka taubleyjupakka eða næturþjálfa samþykkir leigutaki skilmála þessa.
Efnisyfirlit
- 1. Almennt
- 2. Verð, skattar og greiðsla
- 3. Afhending og skil
- 4. Leigutímabil
- 5. Endurgreiðslur og breytingar
- 6. Skyldur leigusala
- 7. Skyldur leigutaka
- 8. Skemmdir eða tap
- 9. Heilsa og ofnæmi
- 10. Trúnaður
- 11. Lög og varnarþing
1. Almennt
Cocobutts ehf.
Kt. 5407210410
VSK númer 141839
Ljósheimar 10, 104 Reykjavík
info@cocobutts.is
Leigutaki tekur þær vörur á leigu sem koma fram í viðkomandi innihaldslýsingu, s.s.:
- Nýburaleigupakkar (taubleyjur)
- Þráðlaus næturþjálfi sem tengist appi
2. Verð, skattar og greiðsla
Öll verð eru með virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara.
Greiðsla fer fram við bókun samkvæmt upplýsingum í vefverslun eða í gegnum greiðsluhlekk eftir bókun í Google Formi.
Leigutaki hefur rétt á endurgreiðslu í allt að 14 daga frá bókun. Eftir það býðst inneignarnóta.
3. Afhending og skil
Afhendingarmöguleikar:
- Sækja í HN Gallery, Faxafeni 10, 108 Reykjavík.
- Heimsending með Dropp (afhending 1–3 virkir dagar).
- Endursendingarmiði fylgir með.
Skil:
- Allar leiguvörur skal skila í HN Gallery, Faxafeni 10, 108 Reykjavík, innan útleigutímabils.
- Pakki er endursendur með Dropp hafi leigjandi valið þann valmöguleika við bókun með endursendingarmiðanum sem fylgdi með.
- Leigutaki ber ábyrgð á að skila öllum hlutum hreinum, heilum og í réttum umbúðum.
4. Leigutímabil
- Nýburapakkar eru leigðir í 30 eða 60 daga.
- Næturþjálfi er leigður í 2 eða 6 vikur.
- Leigutími hefst við afhendingu og lýkur við skil.
5. Endurgreiðslur og breytingar
- Leigutaki getur breytt tímabili með að minnsta kosti 3 daga fyrirvara.
- Fyrir 60 daga nýburableyjuleigu eftir 30 daga og 6. vikna næturþjálfaleigu eftir 2 vikur – ef skilað er fyrr en áætlað er, má endurgreiða ónýtta daga í formi inneignarnótu.
- Ónýttir dagar á 30 daga nýburableyjuleigu og 2. vikna næturþjálfaleigu fást ekki endurgreiddir.
- Ekki er boðið upp á hlutfallslega endurgreiðslu ef tæki eða bleyjur eru ekki notuð.
6. Skyldur leigusala
Sjá til þess að innihald leigupakka sé hreint og nothæft við afhendingu.
7. Skyldur leigutaka
- Þrífa taubleyjur skv. leiðbeiningum.
- Skila öllum hlutum hreinum og heilum.
- Ekki deila næturþjálfa eða lána áfram.
- Þrífa skal næturþjálfann fyrir skil eftir leiðbeiningum.
8. Skemmdir, seinkun eða tap
Nýburableyjuleiga
Leigutaki ber ekki ábyrgð á eðlilegu sliti við notkun. Hins vegar áskilur Cocobutts sér rétt til bótagreiðslu ef pakkanum er skilað seint, hlutur skemmist umfram venjulegt slit eða týnist, eða ef pakkanum er ekki skilað yfir höfuð:
- Dagsektir upp á 500 kr. á dag í allt að 7 daga.
- 45.000 kr. ef heildarpakki skilar sér ekki og ekki næst í leigutaka innan 7 daga eftir að leigufresti lýkur.
- Allt að 3.500 kr. fyrir einstaka hluti.
Reikningur verður þá sendur í heimabanka.
Leiga á þráðlausum næturþjálfa
Leigutaki ber ábyrgð á að skila tækinu á réttum degi samkvæmt dagsetningu í Google Calendar.
Ef tækinu er ekki skilað innan tímamarka gilda eftirfarandi viðurlög:
- Dagsektir upp á 500 kr. á dag í allt að 7 daga.
- Eftir 7 daga verður sendur reikningur upp á 20.000 kr., sem samsvarar kaupverði tækisins og meðfylgjandi búnaðar.
Cocobutts áskilur sér rétt til að innheimta þessa fjárhæð með formlegum hætti ef tækið er ekki skilað innan þessa frests.
9. Heilsa og ofnæmi
Cocobutts ber ekki ábyrgð á húðertingum eða öðrum kvillum sem kunna að koma upp. Við mælum með að taubleyjur séu þvegnar fyrir fyrstu notkun þrátt fyrir að þær séu hreinar við afhendingu.
10. Trúnaður
Allar upplýsingar sem leigutaki veitir eru trúnaðarmál og verða ekki afhentar þriðja aðila.
11. Lög og varnarþing
Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Mál vegna samnings skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Námskeiðin okkar
Námskeið og fræðsla frá Cocobutts fyrir foreldra sem vilja leiða börnin sín með virðingu í gegnum koppa- og næturþjálfun. Byggt á Solihull og Oh Crap aðferðafræðinni.