Námskeiðin okkar

Við trúum því að börn læri best þegar þau fá að upplifa heiminn á eigin forsendum. Hlutverk okkar sem foreldra er að skapa öruggt umhverfi með skýrum mörkum, þar sem barnið byggir upp sjálfstraust og trú á eigin getu. Þjálfun eins og koppa- og næturþjálfun snýst ekki um umbun og kennslu, heldur hlustun, samhygð og stuðning sem byggir upp innri hvatningu barnsins.

Þarftu frekari ráðgjöf?

Við bjóðum upp á foreldramarkþjálfun, koppaþjálfun og næturþjálfun fyrir foreldra sem þurfa sértækari ráðgjöf sérsniðna að sínu barni. Oftast snýst þetta ekki bara um þjálfun, heldur einnig um uppeldisfærni yfir höfuð og viðhorf foreldra til uppeldisins og foreldrahlutverksins.