Efnisyfirlit

1. Inngangur

Þessir skilmálar gilda fyrir námskeið og tengda þjónustu hjá Cocobutts, hvort sem um er að ræða staðnámskeið, rafræn námskeið eða aðgang að Cocobutts klúbbnum. Markmið okkar er að bjóða foreldrum fræðslu, stuðning og valdeflingu á traustum grunni og á þeirra forsendum.

2. Staðnámskeið

Skráning og greiðsla
Skráning á námskeið telst gild þegar greiðsla hefur borist í gegnum vefverslun Cocobutts. Sætafjöldi er takmarkaður og því hvetjum við þátttakendur til að skrá sig tímanlega.

Afbókanir og endurgreiðslur

  • Ef afbókun berst meira en 48 klst. fyrir námskeið: Full endurgreiðsla.
  • Ef afbókun berst með 24–48 klst. fyrirvara: Hægt að færa skráningu yfir á annað námskeið, ef pláss leyfir.
  • Ef afbókun berst innan við 24 klst. fyrir námskeið: Engin endurgreiðsla eða færsla.

Börn og mæting
Ung börn eru velkomin ef þau þurfa á nærveru að halda, en þátttakendur eru beðnir um að virða námskeiðið sem rólegan vettvang fyrir fræðslu og samtal.

Breytingar af hálfu Cocobutts
Við áskiljum okkur rétt til að fresta eða fella niður námskeið vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða of fárra skráninga. Ef námskeið fellur niður, býðst full endurgreiðsla eða færsla yfir á annað námskeið.

3. Rafræn námskeið

Aðgangur og notkun
Aðgangur að námskeiði er persónulegur og má ekki deila. Allt efni er höfundarréttarvarið og einungis ætlað skráðum þátttakendum.

Endurgreiðslur og færsla

  • Ekki er boðið upp á endurgreiðslu eftir að aðgangur hefur verið veittur.
  • Hins vegar er hægt að óska eftir því innan 3 daga frá kaupum að:
    • færa skráningu yfir á annað námskeið, eða
    • fá inneignarnótu til að nýta síðar.
      Skilyrði: Efnið hefur ekki verið nýtt í verulegum mæli (t.d. >50% lokið).

Við áskiljum okkur rétt til að afvirkja fyrri aðgang ef færsla á sér stað.

4. Cocobutts klúbburinn

Aðgangur og skilmálar
Cocobutts klúbburinn er lokað samfélag ætlað þátttakendum í námskeiðum eða öðrum viðskiptavinum Cocobutts. Þar gilda skýrar reglur um virðingu, trúnað og uppbyggileg samskipti.

Réttur til að fjarlægja aðgang
Cocobutts áskilur sér rétt til að fjarlægja aðgang þátttakanda ef gróf brot eiga sér stað á siðareglum samfélagsins, án endurgreiðslu.

5. Samskipti og fyrirspurnir

Öll samskipti varðandi afbókanir, færslur eða aðgang að námskeiðum skulu fara fram í tölvupósti á info@cocobutts.is.

Námskeið