Almennir skilmálar - afhending, skil og skipti

Cocobutts ehf.
Kt. 540721-0410 • VSK-númer 141839
Lögheimili: Ljósheimar 10, 104 Reykjavík
Aðsetur: E8 fyrirtækjasetur, Engihjalla 8, Kópavogi
Netfang: info@cocobutts.is

Cocobutts ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð- eða lagerupplýsinga, misnotkunar á afsláttarkóðum, eða breytinga á vöruúrvali án fyrirvara.

Verð, skattar og greiðslur

Öll verð í netverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um breytingar. Reikningar eru gefnir út með VSK. Verð í netverslun og í verslun getur verið mismunandi og getur breyst án fyrirvara.

Afhending og afhendingartími

Viðskiptavinir geta valið milli:

  • Heimsendingar með Dropp
  • Sækja pöntun í HN Gallery, Faxafeni 10, 108 Reykjavík, virka daga kl. 12:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar innan 2-4 daga þegar greiðsla hefur verið staðfest. Þú getur fengið vörurnar sendar en ef þú kýst að sækja getur þú gert það án endurgjalds í verslun okkar, þitt er valið. 

Þær vörur sem fara í póst er dreift af Dropp og gilda afhendingar- og ábyrgðar og Dropp um afhendingu vörunnar. Cocobutts ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá vöruhúsi okkar til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda eða póstþjónustunni sem um ræðir.

Kemur það upp að vara sé ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar og í sumum tilfellum býður starfsmaður kaupanda að velja aðra vöru í staðinn eða þiggja endurgreiðslu.

Að skipta eða skila vöru

14 daga skilaréttur - endurgreiðsla
Kaupandi hefur rétt á að hætta við kaupin og fá endurgreitt innan 14 daga frá afhendingu samkvæmt lögum um neytendakaup.
Skilyrði fyrir endurgreiðslu:

  • Varan má ekki hafa verið notuð
  • Hún skal vera í góðu ástandi
  • Ef umbúðir eru til staðar skulu þær vera óuppteknar og óskemmdar

Vinsamlegast hafðu samband við okkur á info@cocobutts.is áður en þú skilar vörunni og óskar eftir endurgreiðslu.

6 vikna skil eða skipti - inneign eða önnur vara
Við bjóðum einnig upp á lengdan skilarétt upp að 6 vikum, þar sem þú getur:

  • Skipt vöru fyrir aðra vöru
  • Fengið inneignarnótu

Þetta gildir með þeim skilyrðum að varan sé:

  • Ónotuð
  • Óþvegin
  • Í sömu ástandi og við afhendingu

Vinsamlegast hafðu samband við okkur á info@cocobutts.is áður en þú skilar vörunni eða óskar eftir skilum í skipti fyrir aðra vöru eða inneignarnótu.

*Ath! Ekki er hægt að skila eða skipta útsöluvörum.

 

Skil með afhendingu eða sendingu

Skil á vöru í HN Gallery

  • Þú getur skilað vörunni til okkar í HN Gallery á Faxatorgi, 2. hæð í Faxafeni 10, 108 Reykjavík eftir samkomulagi og kostar það 0 kr. Vinsamlegast hafðu samband við okkur á info@cocobutts.is áður en þú skilar.

Skil á vöru í gegnum Dropp

  • Ef þú vilt skila vöru með sendingu, getur þú auðveldlega gert það í gegnum Dropp.
  • Fylltu út skilabeiðni á dropp.is/voruskil.
  • Þú færð skilamiða í tölvupósti og greiðir fyrir sendingarkostnað samkvæmt verðskrá Dropp.
  • Pakkar skulu vera vel merktir og vel pakkaðir – við ábyrgjumst ekki skemmdir sem verða í flutningi vegna lélegra umbúða.
  • Þegar pakkinn berst og við höfum staðfest að skilyrði séu uppfyllt (ónotuð vara o.s.frv.), verður skipt, inneign gefin út eða endurgreitt – allt eftir því sem samið var um.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.

Trúnaður og persónuvernd

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)

Námskeið