Kveddu bleyjurnar fyrir fullt og allt

Hagnýt aðferð til að klára bleyjutímabilið á nokkrum dögum, ekki mánuðum. Sparaðu pening og tíma strax í dag.

Tengiru við þetta?

Misvísandi upplýsingar

Þú lest eina grein sem segir „byrjaðu strax“ og aðra sem segir „bíddu aðeins lengur“. Þú endar á að gera ekki neitt vegna óvissu.

Allir hafa skoðun

Amma og mamma miða við gamla tíma, frænka er með sín ráð og Facebook hóparnir segja eitt í dag og annað á morgun. Hvern áttu eiginlega að hlusta á?

Púsluspilið

Þú ert að reyna að púsla saman þinni eigin aðferð úr slitróttum ráðum héðan og þaðan, en heildarmyndina vantar.

Netnámskeiðið

Koppaþjálfun á Gullna tímanum

Allt sem þú þarft til að kenna barninu þínu að nota koppinn á fáeinum dögum. Engin flókin kenning, bara praktísk skref.

Hvað er innifalið?

✅ Aðgangur að stuttum og hnitmiðuðum myndböndum.

✅ Útprentanlegir gátlisti og hjálpleg skjöl

✅ Svör við algengum vandamálum (slysin, næturnar, leikskólinn).

Verð: Aðeins 12.900kr. ( sem er minna en tveir mánuðir af bleyjum!)

Umsagnir úr Pilot námskeiði

Hæ! Ég heiti Elín

Eftir að hafa rekið taubleyjuverslun í fjögur ár áttaði ég mig á því að foreldrum vantar ekki bara betri bleyjur, heldur vantar þeim aðstoð við að hætta með þær. Ég hef kynnt mér bestu aðferðirnar svo þú þurfir ekki að finna upp hjólið.

Besti tíminn er á Gullna tímanum, sem er frá 18 mánaða til 30 mánaða. Á þessu tímabili er barnið líkamlega fært (getur gengið sjálfstætt) og mótþrói er í lágmarki. Því eldra sem barnið er (sérstaklega eftir 36 mánaða), því erfiðara verður ferlið vegna aukins sjálfstæðisvilja og mótþróa. Auk þess aukast líkur á hægðahaldi og þvagvandamálum eftir því sem barnið verður eldra.

Kjarni áköfu aðferðarinnar felst í 3–4 dögum af fullri einbeitingu heima (Þrep 1 og 2). Flest börn ná tökum á grunntækninni innan þess tíma. Eftir það tekur yfirfærslan út úr húsi og kynning á nærbuxum venjulega 2–4 vikur. Ferlið er ólínulegt, en varanleg færni næst mun hraðar en með hægfara nálgun.

Nærbuxur eru bannaðar í upphafi vegna þess að þær eru of líkar bleyju í tilfinningu. Þær draga í sig vökva, sem veitir barninu falskt öryggi og dregur úr líkamlegri vitund um bleytu. Þetta er lykilatriði í aðferðinni. Við kynnum aðeins nærbuxur til leiks (Þrep 4) sem verðlaun eftir að barnið hefur náð fullu sjálfstæði heima og úti í þunnum buxum.

Bakslag er eðlilegt og er alltaf merki um að eitthvað sé í gangi. Námskeiðið kennir þér að greina hvort vandinn er líkamlegur (t.d. hægðatregða

Ertu tilbúin að kveðja bleyjurnar?