Ég hef alltaf notað AIO bleyjur með fyrra barn en þurfti núna að endurnýja nokkrar út af því pulið var skemmt. Mér fannst því mjög sniðugt að kaupa Alva baby vasableyjurnar og svo klippti ég hamp innleggið úr gömlu AIO bleyjunum sem voru ónýtar og bæti við booster. Vasableyjurnar þola vel tvö innlegg, ég nota hamp innlegg og þykkt bambus innlegg með, og þær verða ekki bulky á barninu. Þær eru þægilega þröngar um lærin og fara hátt upp á bakið. Ég hef getað notað vasableyjurnar frá því strákurinn minn var 4,5 kg en hefði örugglega getað notað þær fyrr hefði ég átt þær. Mæli mjög með og gott að geta endurnýtt innleggin sín þótt að pulið hafi skemmst :D AWJ efnið er líka æðislegt.