Virðing og valdefling
Uppeldismiðuð foreldrafræðsla
Ég heiti Elín Kristjánsdóttir og er tveggja barna móðir, hef starfað við uppeldisráðgjöf og foreldrafræðslu frá árinu 2018 og stofnandi Cocobutts.
Síðan 2024 hef ég þróað Cocobutts úr taubleyjuverslun í fræðsluvettvang þar sem markmiðið mitt er að skapa vönduð netnámskeið og samfélag sem styður foreldra í uppeldishlutverkinu á fyrstu æviárum barnsins.
Ég trúi því að börn séu færari en við áttum okkur oft á. En til þess að láta reyna á færni sína þurfa þau að fá stuðning og traust til að dafna á eigin forsendum.
Markmiðið mitt er að styðja þig svo þú getir treyst þínu eigin foreldrainnsæi og skapað aðstæður og umhverfi þar sem barnið þitt fær að blómstra.

