Frá taubleyjum til valdeflingar

Ég heiti Elín og er eigandi Cocobutts, móðir, uppeldisráðgjafi og markþjálfi. Upphaf Cocobutts var einfalt: Ég og besta vinkona mín, Apríl, vorum nýbakaðar mæður sem vildum bæta aðgengi að taubleyjum og upplýsingum. Við stofnuðum Cocobutts árið 2021 og árið 2024 tók ég við rekstrinum. Síðan hef ég þróað fyrirtækið í fræðsluvettvang með námskeiðum, ráðgjöf og lausnum fyrir foreldra.

Ég trúi því að börn séu færari en við oft áttum okkur á. En til þess að láta reyna á færni sína þurfa þau að fá stuðning og traust til að dafna á eigin forsendum.

Markmiðið mitt er að styðja þig með svo þú getir treyst þínu eigin foreldrainnsæi og skapað umhverfi þar sem barnið blómstrar.

Fræðslusetur Cocobutts