
Hefur þú tekið eftir því að börn virðast vera lengur í bleyjum í dag en fyrir nokkrum áratugum? Þetta er ekki ímyndun. Tölurnar tala sínu máli.
Fyrir nokkrum áratugum var meðalaldur barna þegar þau hættu með bleyju um 28 mánuðir. Í dag, í vestrænum löndum, er þessi aldur kominn nálægt 37 mánuðum.
Hvað gerðist? Breyttist líffræði barna skyndilega? Þroskast þau hægar? Svarið er nei. Skýringuna er ekki að finna í þroskasálfræði, heldur í tækninýjungum og snjallri markaðssetningu.
1. Þegar bleyjur urðu „of góðar“
Stærsta breytingin varð með tilkomu ofurgleypiefna (Super-Absorbent Polymers). Einnota bleyjur í dag eru tæknileg undur; þær geta gleypt mikið magn af vökva en haldið yfirborðinu við húð barnsins „fullkomlega þurru“.
Þetta hljómar vel, en það skapar stórt vandamál fyrir þroskaferlið: Líffræðilega endurgjöfin hverfur.
Til að barn læri að fara á koppinn þarf það að tengja innri tilfinningu (að þurfa að pissa) við ytri afleiðingu (bleytu og óþægindi). Þegar einnota bleyjan er alltaf þurr og þægileg, fær heilinn engin skilaboð um að eitthvað hafi gerst. Barnið heldur einfaldlega áfram að leika sér.
2. Af hverju taubleyjur eru betri kostur
Þarna koma taubleyjur sterkar inn sem mun betri kostur fyrir barnið.
Ólíkt einnota bleyjum, þá leyfa taubleyjur barninu að finna fyrir raka. Þetta er ekki óþægilegt á skaðlegan hátt, heldur veitir það nauðsynlega endurgjöf. Þegar barnið pissar í taubleyju fær það strax skilaboð: „Ég pissaði -> nú er blautt.“
Rannsóknir sýna að börn sem nota taubleyjur (sem fá þessa endurgjöf) eru að meðaltali koppaþjálfuð 9 mánuðum fyrr en börn í einnota bleyjum. Taubleyjur eru því ekki bara umhverfisvænni og ódýrari til lengri tíma litið, heldur eru þær mikilvægt verkfæri til að hjálpa barninu að skilja líkama sinn.
3. „Bíða þar til þau eru tilbúin“ – Hver bjó til þá reglu?
Samfara tæknibyltingunni í einnota bleyjum breyttist orðræðan. Okkur hefur verið kennt að „bíða þar til barnið er tilbúið“ og að það sé skaðlegt að byrja of snemma.
Þessi hugmyndafræði, oft kennd við Dr. T. Berry Brazelton, varð að gullnum staðli. En það sem færri vita er að Dr. Brazelton starfaði síðar sem stjórnarfomaður Pampers Parenting Institute (!!!), sem var fjármagnað af stærsta bleyjuframleiðanda heims, Procter & Gamble.
Með því að sannfæra foreldra um að fresta þjálfun, tókst iðnaðinum að lengja tímabilið sem hvert barn notar vöruna þeirra. Það er snjöll markaðsfræði, en hún er ekki endilega barninu fyrir bestu.
Yfirvöld í Bretlandi (bæði mennta- og heilbrigðiskerfið) eru nú farin að vara við þessari skaðlegu nálgun, þar sem hún er farin að valda vandamálum í skólakerfinu og auka tíðni þvagfæravandamála.
Gríptu „Gullna tímann“
Það er auðvelt að týnast í þessum upplýsingum. Kannski ertu að nota einnota, kannski tau, eða blöndu af hvoru tveggja.
En óháð því hvaða bleyjur þú notar, þá er til „Gullinn tími“ (Golden Window) fyrir koppaþjálfun sem þú vilt ekki missa af. Þetta er tímabilið þar sem barnið er móttækilegast fyrir nýjum venjum, áður en mótþrói tveggja/þriggja ára aldursins nær hámarki.
Ef þú vilt:
- Sleppa við margra mánaða (eða ára) bleyjukostnað.
- Skilja hvernig þú vinnur með barninu en ekki gegn því.
- Nýta aðferðir sem byggja á þroska barnsins en ekki markaðssetningu bleyjuframleiðenda.
...þá er námskeiðið mitt, Koppaþjálfun á Gullna tímanum, hannað fyrir þig.
Í námskeiðinu fer ég yfir hvernig þú getur stutt barnið þitt í gegnum þetta ferli á öruggan og árangursríkan hátt. Við nýtum þennan dýrmæta glugga til að kveðja bleyjurnar – hvort sem þú hefur verið í tau eða einnota.
Ekki láta bleyjuframleiðendur stjórna tímalínunni.
👉 Smelltu hér til að skoða netnámskeiðið Koppaþjálfun á Gullna tímanum

