Elskbar

Tíðanærbuxur - Regular Flow

5.990 kr

Áætlaður afhendingartími milli janúar 08 og janúar 10.

Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru einstaklega fallegar og þæginlegar tíðanærbuxur sem hver kona ætti að eiga í nærfataskúffunni. Regular Flow tíðanærbuxurnar henta konum sem fara á meðalmiklar eða litlar blæðingar og halda allt að 30ml af vökva sem jafngildir t.d. fullum álfabikar. Nærbuxurnar má einnig nota til að halda leka í skefjum fyrir þær konur sem eiga erfitt með að halda í sér af einhverjum ástæðum.

Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru háar í mittið, einfaldar og fallegar. Hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.

Stærðartafla

Elskbar túrnærbuxur stærðartafla

Elskbar túrnærbuxur stærðartafla

Afhverju að velja fjölnota?

Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.

Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.

Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt! 


 

Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?

Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð. 

 

Innihaldsefni

Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku  TENCEL™  sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!

 

Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum? 

Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.

 

Stuttar notkunarleiðbeiningar

  • Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum. 
  • Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
  • Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í. 
  • Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
  • Þvoðu þær á 40-60 gráðum
  • Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
  • Notaðu þær aftur!

 

Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum! 

 

 

Við mælum með að þvo flestar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.

Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.

Þumalputtareglur

  • Tíða- og lekavörur má þvo á 40-60°
  • Hengið upp til þerris (þurrkunartími 16-24klst)
  • Ekki er mælst til þess að þurrka tíða- og lekavörur í þurrkara nema á lágum hita.
  • Notið mild þvottaefni án ensíma.
  • Engin mýkingarefni.

Geymsla notaðra tíða- og lekavara

Við mælum með því að skola allar tíða- og lekavörur með köldu vatni og vinda mest úr áður en þær settar í geymslu fyrir þvott. Þannig má koma í veg fyrir að blettir festist í innra efninu.

Notaðar lekavörur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með litlum blautpoka og hafa rennilásinn opinn, eða netaþvottapoka, en það er einnig í lagi að nota bala sem tryggir gott loftflæði. 

Pro tip: Það er í góðu lagi að að geyma og þvo tíða- og lekavörurnar þínar með taubleyjunum eða handklæðunum.

Þvottarútína

Ef þú skolar tíða- og lekavörurnar þínar vel með köldu vatni strax eftir notkun þá dugar oftast að þvo vörurnar á 40-60°C með þeim þvotti sem hentar þér.

Sjá nánar um þvott á tíða- og lekavörum hér

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Tíðanærbuxur - Regular Flow

5.990 kr

5.990 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.