
Það er algjörlega eðlilegt að slys eigi sér stað í næturþjálfun. Þetta er ferli – og líkaminn þrarf tíma til að læra. Hvernig við bregðumst við skiptir öllu máli fyrir upplifun barnsins og áframhaldandi árangur.
Fyrst og fremst: ró og hlýja
- Ekki refsa, skamma eða tala niður til barnsins.
- Ekki tala um að barnið „hafi gleymt sér“ eða „ser orðið of gamalt til að pissa undir“ .
- Ekki tala við barnið eins og það hafi stjórn á þessu – það myndi halda næturþurrð ef það gæti.
- „Æ, þú pissaðir í rúmiið. Við skiptum bara á og reynum aftur í næst.“
- Þetta er hluti af lærdómsferlinu. Líkaminn þrarf að æfa sig – og barnið þrarf á þínum stuðningi að halda.
🚫 Forðastu að normalísera slysin
- Það er munur á því að vera skilningsrík/ur og að samþykkja slysin sem nýja normið.
- „Æ, þetta gerist“, og „Þetta er allt í lagi“ má virka róandi – en ef barnið pissar á sig nótt eftir nótt án aðhalds, þá getur þetta orðið hluti af nýrri venju.
- Jamie Glowacki mælir með:
- Að spegla: "Úff, nú er allt blautt – við skiptum á og reynum aftur."
- Ekki hafa yfiborðslega jákvæðni heldur hlýtt og raunverulegt viðmót.
🧺 Gerðu viðbrögin einföld, örugg og fyrirsjáanleg
- Haltu rútínu: Skipta á rúmini/taka eitt lag af rúminu, þrífa barnið, ný náttföt.
- Forðastu pirring eða að tala of mikið. Þú vilt alls ekki vekja barnið meira en þrarf.
- Hafðu alltaf aukalök og náttföt við hendina.
- Notaðu þvottabala eða fötu til að geyma blaut rúmföt og föt.
🧘 Hugarfar foreldris skiptir öllu máli
- Þú mátt alveg vera þreytt(ur) – en reyndu að vera róleg(ur).
- Mundu: Þetta er bara tímabundið, ekkert persónulegt og segir ekkert um hæfni þína sem foreldri.
- Barnið hefur pissað í hlýju góðu bleyjuna sína frá fæðingu. Það er það eina sem líkami þess þekkir. Þú ert að hjálpa barninu að læra eitthvað alveg nýtt - þetta tekur tíma.
Barnið vaknar ekki bara og ákveður að pissa í rúmið – þetta gerist einfaldlega á meðan það sefur.
Í næstu færslu skoðum við: Hvernig á að velja réttu bleyjuna, nærbuxurnar eða undirlagið fyrir næturþjálfunina – svo bæði barnið og svefninn fái að njóta sín.