Einnota vörur eins og barnableyjur, tíðavörur og lekavörur fyrir fullorðna skapa mikið magn úrgangs á hverju ári. Í raun er áætlað að á Íslandi einar og sér fari yfir 29 milljónir einnota barnableyja og nær 24 milljónir tíðavara í urðun árlega. Þetta magn hefur mikil umhverfisáhrif og eykur álagið á landfyllingar. En það eru til valkostir sem draga úr þessum áhrifum: margnota nauðsynjavörur.
Ávinningur af því að velja margnota nauðsynjavörur:
1. Úrgangsminnkun:Margnota bleyjur, tíðavörur, þjálfunarnærbuxur og lekarvörur koma í stað þúsunda einnota vara yfir líftíma þeirra. Til dæmis getur eitt barn notað yfir 6.000 einnota bleyjur á fyrstu árunum, á meðan 30-40 fjölnota bleyjur munu endast allt það tímabil og jafnvel lengur.
2. Náttúruleg efni og betri fyrir heilsu:Margnota vörur eru oft gerðar úr náttúrulegum efnum eins og lífrænni bómull eða bambus, sem eru mildari fyrir húðina. Þetta á ekki aðeins við um bleyjur, heldur einnig um tíðavörur og lekarvörur fyrir fullorðna. Með því að forðast kemísk efni og plast minnkar hættan á húðertingu, útbrotum og óþægindum.
3. Minni kostnaður til lengri tíma:Þó að margnota vörur séu dýrari í upphafi, eru þær hagkvæmari til lengri tíma þar sem þær endast í mörg ár og má jafnvel selja þær áfram. Þú getur sparað þúsundir króna með því að velja margnota vörur í stað einnota.
4. Hægt að aðlaga að þörfum:Margnota bleyjur, tíðavörur og þjálfunarnærbuxur bjóða oft upp á fjölbreytta möguleika. Þær eru stillanlegar og hannaðar til að henta mismunandi aldri og þörfum, sem gerir þær sveigjanlegar í notkun.
Tölur sem sýna umfang einnota vara á Íslandi:
Barnableyjur: Um það bil 29.200.000 bleyjur notaðar árlega.
Tíðavörur: Um það bil 23.943.600 tíðavörur notaðar á hverju ári.
Lekavörur: Mikill fjöldi fullorðinna einstaklinga notar einnota lekarvörur, en það er erfitt að áætla nákvæma tölu.
Niðurstaða:
Margnota nauðsynjavörur eru umhverfisvænni og hagkvæmari valkostur sem hjálpar til við að draga úr úrgangi og umhverfisáhrifum. Þessar vörur bjóða upp á betri möguleika fyrir bæði heilsu og fjárhag, en um leið minnka þær magn einnota úrgangs sem annars myndi fara í urðun. Veldu margnota og leggðu þitt af mörkum til hreinna umhverfis!
Vissir þú að það er ekki skilyrði fyrir bleyjufyrirtæki að gefa upp innihaldsefnin í vörunum sínum?
Það sama gildir um dömubindi, túrtappa og jafnvel lekavörur. Þetta þýðir að það getur verið mjög erfitt að finna upplýsingar um hvaða efni eru notuð í þessum vörum, þar sem framleiðendur deila þeim sjaldan opinberlega.
Þó að einnota bleyjur séu hannaðar til að auðvelda líf nútímaforeldra með því að geyma mikinn vökva án þess að taka of mikið pláss eða valda óþægindum fyrir börnin, þurfa þær að innihalda ýmis efni til að ná þessari virkni. Þessi efni, ásamt ferlunum sem notaðir eru við framleiðslu bleyjanna, geta reynst skaðleg börnum og umhverfi.
Einnota bleyjur eru í grunninn byggðar upp þannig:
Innra lag: Yfirleitt úr polypropylene eða öðru plasti.
Þyrsti kjarninn: Inniheldur oft efnið Sodium Polyacrylate, sem er umvafið viðarmassa sem oft er hvíttað með klór. Sodium Polyacrylate var eitt sinn notað í túrtappa en var tekið úr þeim vegna áhyggja af hættulegum aukaverkunum eins og sýkingum og hormónaójafnvægi.
Ytra lag: Úr polypropylene filmu eða öðru plasti.
Þegar börn eru í bleyjum allan daginn, allan ársins hring, getur það leitt til langtímaáhrifa sem eru ekki öllum kunn. Dioxin, sem myndast við klórferlið, er eiturefni sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur metið sem eitt af skaðlegustu eiturefnum fyrir fólk. Langtímaáhrifin geta verið meðal annars ófrjósemi og krabbamein.
Svipað gildir um dömubindi og túrtappa sem margir nota daglega í mörg ár. Þessar vörur, rétt eins og bleyjur, geta innihaldið skaðleg efni eins og dioxin og Sodium Polyacrylate, sem getur haft áhrif á viðkvæma slímhúð kynfæra. Fjöldi kvenna hefur kvartað undan sýkingum, óþægindum og jafnvel hormónaójafnvægi vegna notkunar á hefðbundnum tíðarvörum. Það er mikilvægt að skoða aðrar valkostir eins og endurnýtanlegar tíðarvörur, þar á meðal taubindi eða túrsvamp, sem eru öruggari og umhverfisvænni valkostir.
Lekavörur fyrir fullorðna eru einnig oft hannaðar með sömu aðferðum og einnota bleyjur. Margir hafa þurft að glíma við húðvandamál eða ofnæmisviðbrögð vegna efna sem notuð eru í þessum vörum. Þeir sem kjósa umhverfisvænni valkosti hafa því verið að leita í endurnýtanlegar lekavörur sem eru laus við skaðleg efni.
Til að tryggja heilsusamlega og umhverfisvæna valkosti, hvetjum við foreldra og einstaklinga til að íhuga notkun á tauvörum og öðrum endurnýtanlegum vörum, hvort sem það eru taubleyjur, taubindi eða lekavörur. Ef þú þarft að nota einnota vörur, reyndu þá að velja merki sem leggja áherslu á náttúruleg og eiturefnafrí efni, þó að þau geti verið dýrari.
Hversu mikinn pening spörum við við taubleyjunotkun?
Það er ekki hægt að vera 100% nákvæmur á sparnaðnum þar sem notkun hverrar fjölskyldu er misjöfn
En hér höfum við sett upp eitt dæmi ykkur til viðmiðunar.
Reiknum eitt dæmi saman...
„Libero Comfort nr 5“ í Krónunni með 76 bréfbleyjum kostar 3.469 kr þegar þetta dæmi er reiknað (júní 2024).
Bleyjan kostar þá 45,5 kr stykkið
Börn fara að meðaltali í gegnum 8 bleyjuskipti á sólarhring
45,5 kr x 8 = 356 kr í bleyjukostnað á sólarhring
365 dagar x 356 kr = 129.940 kr á ári
Börn eru að meðaltali í 2,5 ár í bleyjum
129.940 kr x 2,5 ár = 324.850 kr
➡ 324.850 kr beint í ruslið
Ef barn notar 6 bleyjur á sólarhring þá eru það...
249.113 kr sem fara í ruslið
Ef 10 bleyjur eru notaðar á dag þá eru það 415.188 kr
Gott að hafa í huga...
✔ Verð á einnota bleyjum fer undantekningarlaust hækkandi ár frá ári!✔ Meðalaldur smábarna sem læra að gera stykkin sín í kopp eða klósett fer hækkandi!
Þessi útreikningur sýnir hversu mikinn sparnað er hægt að ná með því að velja endurnýtanlegar lausnir eins og taubleyjur.
Staðgreiðsla taubleyja getur verið þung í upphafi, en við sjáum hér að það margborgar sig að nota tau ef maður vill spara. Tölum ekki um ef foreldar eignast fleiri börn. Svo er gott að muna að hægt er að fá hluta af þessari fjárfestingu tilbaka þegar bleyjurnar eru seldar áfram. Öll vinna!