Hversu mikinn pening spörum við við taubleyjunotkun?
Reiknum eitt dæmi saman...
„Libero Comfort nr 5“ í Krónunni með 76 bréfbleyjum kostar 3.469 kr þegar þetta dæmi er reiknað (júní 2024).
- Bleyjan kostar þá 45,5 kr stykkið
- Börn fara að meðaltali í gegnum 8 bleyjuskipti á sólarhring
- 45,5 kr x 8 = 356 kr í bleyjukostnað á sólarhring
- 365 dagar x 356 kr = 129.940 kr á ári
- Börn eru að meðaltali í 2,5 ár í bleyjum
- 129.940 kr x 2,5 ár = 324.850 kr
➡ 324.850 kr beint í ruslið
Ef barn notar 6 bleyjur á sólarhring þá eru það...
- 249.113 kr sem fara í ruslið
- Ef 10 bleyjur eru notaðar á dag þá eru það 415.188 kr
Gott að hafa í huga...
✔ Meðalaldur smábarna sem læra að gera stykkin sín í kopp eða klósett fer hækkandi!
Staðgreiðsla taubleyja getur verið þung í upphafi, en við sjáum hér að það margborgar sig að nota tau ef maður vill spara. Tölum ekki um ef foreldar eignast fleiri börn.
Svo er gott að muna að hægt er að fá hluta af þessari fjárfestingu tilbaka þegar bleyjurnar eru seldar áfram. Öll vinna!