Cocobutts

Netnámskeið: Taubleyjur fyrir byrjendur

Ert þú og fjölskyldan að íhuga að skipta yfir í taubleyjur en eruð ekki viss hvar og hvernig eigi að byrja? Eða kannski eruð þið þegar byrjuð en viljið fá dýpri innsýn og læra meira? Þá er þetta námskeið fyrir ykkur!

Hvað lærið þið?
Á þessu hnitmiðaða 50 mínútna netnámskeiði förum við yfir allt sem þið þurfið til að geta byrjað af öryggi með fjölnota bleyjur fyrir barnið ykkar. Við förum yfir:

  • Ávinning taubleyja fyrir umhverfi, heilsu og sparnað.
  • Mismunandi bleyjutýpur og efni, þar á meðal vasableyjur, AI2, AIO og næturkerfi.
  • Hvernig á að setja upp og viðhalda þvottarútínu sem tryggir hreinar og öruggar bleyjur.
  • Heilræði fyrir byrjendur og svör við algengum spurningum.

Fyrir hvern er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir öll sem vilja fræðast um taubleyjur og fá innsýn í hvernig það er að nota þær í íslenskum heimilisaðstæðum. Hvort sem þið eruð byrjendur eða reynslumikil, þá er markmið okkar að gera ykkur kleift að nota fjölnota bleyjur af öryggi og ánægju.

Þið fáið einnig:

  • Aðgang að fræðsluefni og persónulegri ráðgjöf í gegnum Cocobutts.
  • Afslátt af byrjendapökkum
  • Tækifæri til að vera hluti af samfélagi foreldra sem hafa valið taubleyjur, þar sem þið getið deilt reynslu og fengið stuðning.

Fáið sjálfstraust og þekkingu til að taka þátt í grænu byltingunni með fjölnota bleyjum! Skráið ykkur núna og njótið þess að taka fyrsta skrefið í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari lífsstíl.

0 kr

Áætlaður afhendingartími milli júlí 14 og júlí 16.

Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Based on 19 reviews
100%
(19)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
J
Jóhanna Margrét Gunnarsdóttir
Frábært byrjendanámskeið

Ég var mjög ánægð með taubleyjur fyrir byrjendur netnámskeiðið. Það voru ýmsir hlutir sem ég lærði og lærði aftur þrátt fyrir að vera búin með heilt taubleyjutímabil með eitt barn. Ég myndi klárlega mæla með þessari fræðslu til allra sem eru að íhuga taubleyjulífstílinn :)

H
Hera María Hönnudóttir
Geggjað

Mjööög fræðandi og er svoooo spennt að fara nota þær þegar baby kemur, var smá efins fyrst hvort ég myndi fara alla leið í tauj en eftir námskeiðið þá meikaði allt svo mikinn sense og er að deyja úr spenning

E
Elísabet Eva Ottósdóttir
Algjör snilld!

Þetta námskeið var svo frábært! Lærði heilan helling og keypti startpakkann um leið og námskeiðið var búið. Mæli með fyrir alla foreldra sem eru að hugsa um að fara yfir í taubleyjur!

R
Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir
Gagnlegt!

Mæli með þessu námskeiði! Vorum að velta fyrir okkur taubleiulífstíl og þær fóru vel yfir hvað felst í þessu og gáfu sér tíma til að útskýra vel og svara spurningum

E
E.R.
Mikil hvatning!

Virkilega fræðandi og skemmtilegt námskeið! Er enn staðfastari á tauinu nú en ég var fyrir. Ekki eins yfirþyrmandi að heyra hvernig öll system virka og hvernig það er hægt að útfæra þetta eftir sinni áherslu! Mæli með fyrir alla sem eru að íhuga taubleyjjf

Um leiðbeinandann

Elín Kristjáns

Ég heiti Elín og er eigandi Cocobutts – móðir, uppeldisráðgjafi og markþjálfi með áralanga reynslu af því að styðja foreldra í gegnum mikilvægar umbreytingar í lífi barna þeirra. Ég starfa einnig sem uppeldisráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og vinn eftir Solihull-aðferðafræðinni sem hefur vaxið ört hér á Íslandi á síðustu árum.

Í koppa- og næturþjálfun fylgi ég aðferðafræði uppeldis- og koppaþjálfunarráðgjafans Jamie Glowacki, höfund bókanna Oh Crap Potty Training og Oh Crap, I Have a Toddler. Ég hef lokið viðurkenndu fagnámskeiði hjá henni fyrir bæði dag- og næturþjálfun og byggi öll námskeið og ráðgjöf á þessari gagnreyndu og virðingarríku nálgun.

Upphaf Cocobutts var einfalt: Ég og besta vinkona mín, Apríl, vorum nýbakaðar mæður sem vildum bæta aðgengi að taubleyjum og upplýsingum. Við stofnuðum Cocobutts árið 2021. Árið 2024 tók ég við rekstrinum og hef síðan þróað fyrirtækið yfir í fræðslu- og valdeflingarvettvang – með námskeiðum, ráðgjöf og lausnum sem styðja foreldra í gegnum ferli eins og að hætta með bleyju, að takast á við næturvætu og aðgengi og fræðsla að umhverfisvænum og valdeflandi lausnum.

Ég trúi því að börn séu færari en við gerum okkur oft grein fyrir – ef þau fá umhverfi sem styður, hlustar og treystir á þau. Í Cocobutts finnurðu ekki bara vörur, heldur fræðslu og verkfæri sem hjálpa þér að taka meðvitaðar ákvarðanir. Markmið mitt er að styðja þig með hlýju og þekkingu – þannig að þú getir treyst eigin innsæi og skapað umhverfi þar sem barnið þitt dafnar.

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.