4 vörur
4 vörur
Flokka eftir:
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Small 9-12kg
Medium 12-16kg
Large 15-20kg
XL 19-25kg
XXL 23-28kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
2.690 kr
Verð per eininguEr barnið þitt búið að ná tökum á kopp eða klósetti en er enn að mastera að halda sér þurru í lúrum, í bílnum eða í nýjum kringumstæðum og þú vilt smá extra „peace of mind“?
Þá eru þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva Baby fullkomnar í verkefnið. Þessar ofurnettu þjálfunarbrækur líta út eins og venjulegar nærbuxur en eru með leynilega ofurkrafta!
Innra og ytra lagið er úr bómull en í milli laginu er einfalt microfiber og vatnshelt PUL sem gerir það að verkum að þær grípa eitt pissuslys en geta smitað aðeins út í fötin meðfram lærasaumunum þannig þú getur strax gripið í taumana ef barnið lætur ekki vita. Það er mikilvægur partur af þjálfunarferlinu 🧡
2.990 kr
Verð per eininguUppgötvaðu fjölbreytni og þægindi með miðlungs blautpokanum frá Alva baby, hannaður til að auðvelda lífið á ferðinni! Þessi poki er ekki aðeins stílhreinn, heldur einnig einstaklega praktískur. Hann er tilvalinn fyrir:
- Heimilið
- Skiptitöskuna
- Leikskólann
Með hliðarsmellu og hönkum er auðvelt að bera hann með sér sem mini skiptitösku fyrir taubleyjurnar eða fyrir hrein og pissublaut föt fyrir börn í koppaþjálfun. Eftir bleyju og koppatímabilið nýtist pokinn áfram t.d. sem sundpoki, snyrtitaska eða óhreinatau á ferðalagi. Pokinn er sérstaklega hannaður til að aðskilja fatnað.
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur og auka föt.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera aðskilin frá öðru.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Frábærir blautpokar fyrir heimilið, skiptitöskuna og leikskólann! Þessir litlu blautpokar með einu hólfi eru fullkomnir fyrir að geyma allt sem þú þarft, hvort sem er:
- Bleyjur
- Blautar buxur og sokka
- Blaut sundföt
- Undir snyrtidót
- Sem pennaveski
Með þægilegri stærð að 20cm x 25cm er pokinn góð lausn fyrir margar af þínum daglegu þörfum. Auk þess er blautpokinn:
- PCP vottaður
- Engin BPA, falöt, eða blý