Hjálplegt efni

Einföld þvottarútína fyrir taubleyjur - til viðmiðunar

Þvottarútína fyrir taubleyjur – lykillinn að velgengni í taubleyjulífinu

 Rétt þvottarútína er einn mikilvægasti þátturinn í að halda taubleyjunum þínum í topp standi, og hún tryggir að bleyjurnar haldist hreinar, lyktarlausar og endist sem lengst. Þó að það sé engin ein uppskrift sem hentar öllum, þar sem fjölskyldur hafa mismunandi þvottavélar, börn og þarfir, þá er alltaf hægt að byrja á grunnrútínu og aðlaga hana eftir þörfum.   Við höfum sett saman tillögu að góðum upphafspunkti fyrir þvottarútínu. Ef hún hentar þér fullkomlega, þá ertu á réttri leið! Ef ekki, er auðvelt að breyta rútínunni eftir þínum þörfum – oftast þarf bara að skoða skolunina eða þvottaefnið.   Ef þú lendir í vandræðum með þvottinn, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Við erum hér til að hjálpa þér að sigla í höfn!   Athugið: Tillögur að þvottaefnum má finna neðst í þessu bloggi.   Sjá einnig:Þvottarútína fyrir ullarbleyjur má finna hérÞvottarútína fyrir tíðavörur má finna hérÞvottarútína fyrir þjálfunarnærbuxur má finna hér   Geymsla notaðra bleyja Notaðar bleyjur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með Pail liner, en það er einnig í lagi að nota bala eða vask sem tryggir gott loftflæði. Pro tip: Gættu þess að geyma bleyjurnar þurrar – geymsla í vatni getur skemmt bleyjurnar og teygjurnar.   Ef bleyja verður fyrir kúki, skaltu skola hana að kvöldi eða strax. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skola bleyjur sem aðeins hafa verið pissað í – þær má geyma fram að þvottadegi.   Þvottarútína Við mælum heilshugar með að nota þrjá aðskilda þvottahringi (nýtt prógramm í hvert skipti), því flestar vélar skipta ekki um vatn milli hringja innan sama prógramms, sem getur valdið því að þvotturinn verði ekki nægilega hreinn.   Klassískur taubleyjuþvottur Fyrsti hringur: Kalt skol án þvottaefnis (Rinse + Spin). Annar hringur: Langur hringur á 60°C með þvottaefni (minnst 2 klst). Þriðji hringur: Kalt skol án þvottaefnis.    Ofnæmisstilling Ef þvottavélin þín er með ofnæmisstillingu sem þrífur við 60-63°C í 2,5-4 klst og skiptir um vatn á milli hringja, geturðu sleppt síðasta skolinu í lokin.   Pro tip: Eftir þvott er gott að þreifa á bleyjunum og lykta af þeim. Ef þær lykta ekki af þvottaefni eða súru ætti allt að vera í lagi. Ef þvotturinn er ekki alveg rétt skolaður, getur verið gott að setja þær í annan „Rinse + Spin“.   Þurrkun Við mælum með að þurrka bleyjurnar í lofti. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hita stillingu fyrir innleggin. Pro tip: Settu aldrei skeljar eða vasar í þurrkara þar sem hitinn getur eyðilagt teygjurnar og ytra efnið.   Algengar spurningar og svör   Hvaða þvottaefni ætti ég að nota?Á Íslandi eru til margir möguleikar þegar kemur að þvottaefnum. Þumalputtareglan er sú að nota þvottaefni sem inniheldur ekki of mikla sápu eða ensím, þar sem þau geta skaðað bleyjurnar með tímanum. Smkv könnun (2013) innan Taubleiusamfélagsins á Íslandi voru eftirfarandi vörur vinsælastar: Neutral, Nappy Lover frá Nimble, og Milt fyrir Barnið. Aðrar vinsælar vörur eru Balja, Fairy Non Bio og Biotex.   Má ég þvo eitthvað fleira með bleyjunum?Já! Sérstaklega ef þú átt ekki nægar bleyjur til að fylla vélina 4/5. Margir bæta minni hlutum í vélina eftir fyrsta skol (án þvottaefnis). Þetta sparar vatn og hjálpar til ef þú ert með litla þvottavél.Pro tip: Þjálfunarnærbuxur og fjölnota tíðavörur eru frábærar til að þvo með bleyjunum.   Má ég nota mýkingarefni?Nei, mýkingarefni skemma bleyjurnar og draga úr virkni þeirra.   Hversu oft þarf ég að þvo bleyjurnar?Þetta fer eftir því hversu margar bleyjur þú átt og hversu oft þú hefur tíma til að þvo og þurrka. Sumir þvo daglega, aðrir annan hvern dag. Mikilvægast er að geyma ekki bleyjurnar of lengi án loftflæðis, þar sem það getur valdið myglu og vondri lykt.   Ályktun Það getur tekið tíma að finna hina fullkomnu þvottarútínu, en með réttri geymslu, þvotti og þurrkun munu taubleyjurnar endast lengi og halda barninu þínu hreinu og þurru. Ef þú lendir í vandræðum með bleyjuþvottinn, skaltu ekki hika við að leita ráða, hvort sem er hjá okkur eða í netspjallhópum á Facebook eins og „Þvottaráð fyrir taubleyjur.“   Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar
Leiðbeiningar um þvott á þjálfunarnærbuxum fyrir börn í koppaþjálfun

Leiðbeiningar um þvott á þjálfunarnærbuxum fyrir börn í koppaþjálfun

Leiðbeiningar um þvott á þjálfunarnærbuxum fyrir börn í koppaþjálfun Koppaþjálfun er mikilvægur áfangi í lífi barnsins, og þjálfunarnærbuxur eru frábær hjálp á þessari vegferð. Þær gefa barninu tilfinningu fyrir því að vera í venjulegum nærbuxum, en með smá auka vörn fyrir lítil slys. Eins og með margnota bleyjur er rétt umhirða lykilatriði til að tryggja að þjálfunarnærbuxurnar haldi virkni sinni og endist lengi. Hér eru nokkur ráð um hvernig á að þvo þjálfunarnærbuxur og sjá til þess að þær séu alltaf tilbúnar fyrir daginn. 1. Skolaðu eftir notkunEf slys eiga sér stað skaltu skola þjálfunarnærbuxurnar strax eftir notkun. Þetta hjálpar til við að fjarlægja umfram þvag og kemur í veg fyrir að blettir myndist. Skolaðu buxurnar með köldu vatni áður en þær fara í þvottavélina. 2. Þvottur við rétt hitastigÞjálfunarnærbuxur má þvo í þvottavél við 40-60°C, allt eftir magni af óhreinindum. Þvottur við 60°C getur verið betri ef þú vilt tryggja að allar bakteríur séu fjarlægðar, sérstaklega ef kúkaslys hafa átt sér stað. Mikilvægt er að nota milt þvottaefni sem er laust við ilmefni og hörð efni, þar sem sterk efni geta skaðað bæði efni og húð barnsins. Forðastu einnig mýkingarefni, þar sem þau geta minnkað rakadrægni buxnanna og dregið úr virkni þeirra. 3. Ekki ofþvo eða oftar en nauðsyn krefurÞjálfunarnærbuxur þurfa ekki að vera þvegnar eftir hvert einasta skipti nema slys hafi átt sér stað. Ef barnið nær að nota þær án slysa skaltu einfaldlega þvo þær eftir nokkra daga eða samkvæmt þinni þvottarútínu. Ofþvottur getur dregið úr endingartíma buxnanna. 4. ÞurrkunÞegar kemur að þurrkun er best að láta þjálfunarnærbuxurnar þorna á snúru. Að nota þurrkara á háum hita getur dregið úr virkni þeirra, sérstaklega ef þær eru með vatnsheldu lagi. Ef þú þarft að nota þurrkara, skaltu velja lága hitastillingu. 5. Varðveittu buxurnar velTil að tryggja að þjálfunarnærbuxurnar haldist í góðu ástandi er mikilvægt að geyma þær á hreinum og þurrum stað milli notkunar. Þetta kemur í veg fyrir að þær verði fyrir raka eða myglu og þú getur selt þær þegar þær hafa lokið tilgangi sínum hjá þinni fjölskyldu. 6. Fjarlægðu bletti með náttúrulegum leiðumÞó blettir séu oft óumflýjanlegir í koppaþjálfun, er hægt að draga úr þeim með náttúrulegum leiðum. Ef blettir eru þrálátir geturðu notað matarsóda eða edik sem blettaeyðir. Forðastu sterka efnafræðilega blettaeyða þar sem þeir geta skaðað efnið og verið óhollir fyrir barnið. Sólin gerir líka kraftaverk og fjarlægir oft ótrúlegustu bletti! NiðurstaðaRétt umhirða á þjálfunarnærbuxum getur lengt líftíma þeirra og tryggt að þær haldi virkni sinni meðan á koppaþjálfun stendur. Með því að fylgja þessum einföldu ráðum geturðu haldið buxunum í topp standi og hjálpað barninu þínu að ná góðum árangri í koppaþjálfun án þess að fórna þægindum eða hreinlæti.
Umhirða og þvottur á fjölnota tíða- og lekavörum

Umhirða og þvottur á fjölnota tíða- og lekavörum

Fjölnota tíðavörur, eins og tíðabuxur, eru umhverfisvænn og hagkvæmur kostur fyrir tíðahringinn. Þær eru ekki aðeins þægilegar í notkun heldur draga þær einnig úr magni einnota rusls sem safnast upp. En rétt umhirða er lykilatriði til að tryggja að tíðavörurnar endist lengi og haldi virkni sinni. Hér eru nokkur ráð til að sjá til þess að fjölnota tíðavörurnar þínar haldist í topp standi í hvert skipti. 1. Skolaðu strax eftir notkunTil að forðast að blettir festist í efnið er gott að skola fjölnota tíðavörurnar í köldu vatni strax eftir notkun. Þetta mun einnig hjálpa til við að losna við umfram blóð áður en þú setur þær í þvottavélina. 2. Þvottur á fjölnota tíðavörumÞað er hægt að þvo fjölnota tíðavörurnar í þvottavél við 40-60°C. Veldu hitastig sem hentar þér best, en 60°C er tilvalið til að sótthreinsa vörurnar og fjarlægja bletti. Notaðu milt þvottaefni án ilmefna til að koma í veg fyrir ertingu og forðastu mýkingarefni, þar sem það getur dregið úr virkni og rakadrægni efnisins. 3. ÞurrkunTil að varðveita endingartíma fjölnota tíðavara er best að láta þær þorna á snúru. Ef þú notar þurrkara skaltu velja stillingu með lágum hita. Mikill hiti getur skemmt teygjur og efni, þannig að loftþurrkun er betri kostur. 4. Geymsla milli tíðahringaEftir að þú hefur þvegið og þurrkað fjölnota tíðavörurnar skaltu geyma þær á þurrum og hreinum stað þar til þær eru næst notaðar. Þetta tryggir að þær haldist ferskar og tilbúnar fyrir næsta notkunartímabil. 5. Hvernig á að koma í veg fyrir blettamyndunEf þú vilt draga úr hættu á blettum er mikilvægt að fylgja þessum ráðleggingum: Skolaðu strax með köldu vatni. Ef þú hefur tíma, láttu fjölnota tíðavörurnar liggja í bleyti í köldu vatni í nokkrar klukkustundir áður en þú setur þær í þvottavélina. Fyrir þráláta bletti getur verið gagnlegt að nota náttúrulega blettaeyði eins og matarsóda eða edik, eða setja út í gluggakistu í sólbað. 6. Hvenær ættir þú að skipta út fjölnota tíðavörum?Þótt fjölnota tíðavörur geti endst í mörg ár ef þær eru meðhöndlaðar rétt, er mikilvægt að fylgjast með merkjum um slit. Ef efnið er farið að missa virkni, skemmist eða verður erfitt að þrífa getur verið kominn tími til að endurnýja vörurnar. NiðurstaðaMeð því að fylgja þessum ráðleggingum um umhirðu og þvott getur þú tryggt að fjölnota tíðavörurnar haldi virkni sinni lengi og hjálpað til við að draga úr umhverfisáhrifum. Rétt umhirða eykur líftíma vörunnar og sparar bæði tíma og peninga til lengri tíma litið.   Gangi þér vel!
Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína

Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína

Með tímanum safnast fyrir ryk, sandur og þvottaefni í þvottavélinni. Því er góð þumalputtaregla að djúphreinsa þvottavélina endrum og eins. Við mælum með að það sé gert á 1-2ja mánaða fresti og sérstaklega þegar slæm lykt gerir vart við sig í taubleyjunum eða útbrot fara að birtast á barninu.  Svona djúphreinsar þú þvottavélina í fjórum einföldum skrefum 1. Þrífðu tomluna með tusku auk þess að þurrka úr gúmmíhringnum framan á vélinni og inn á milli. Gott er að nota blöndu af ediki og sítrónusafa blandað í vatn til að drepa bakteríur og fá betri lykt. Þú getur nýtt tækifærið og þurrkað af vélinni líka ;) 2. Losaðu þvottaefnisboxið og skolaðu það vel og settu aftur á sinn stað.  3. Tæmdu síuna og ekki gleyma að loka kyrfilega fyrir hana aftur þegar hún er orðin tóm. 4. Til eru ýmis húsráð um hvernig best sé að þvo vélina. Eitt er að þrífa hana tóma á 90 gráðum í minnst tvo tíma. Sömuleiðis er hægt að setja edik, sítrónusafa eða blöndu af hvorutveggja í duftboxið. Þessi blanda er afar áhrifarík þar sem bæði efnin eru gríðarlega öflug til djúphreinsunar. Vélin mun ilma af sítrónusafanum eftir hreinsunina. Leyfðu vélinni að að standa opinni yfir nótt svo hún fái tækifæri til að viðra sig. Sjá einnig: Einföld þvottarútína til viðmiðunar fyrir taubleyjur Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar
Þvottaleiðbeiningar fyrir ull

Þvottaleiðbeiningar fyrir ullarbleyjur

Ullarþvottur er ekki eins flókinn og maður heldur!  Í  þessum stutta pistli ætlum við að fara yfir tvær mismunandi lanolín meðferðir; Hefðbundin lanolín meðferð, Lanolín meðferð með Poppets lanolínmola sem báðar eru tilvaldar fyrir fyrstu notkun og í lokin förum við yfir Blettaþvott á ullarskeljum. Í grunninn þarf ekki að þvo ull svo oft. Nóg er að þvo og setja skel í lanolínmeðferð á 1-3 mánaða fresti nema það komi kúkur í hana. Ef skelin er spreyjuð með lanolín viðhaldsspreyi reglulega þá er nóg að gera lanolín meðferð á 2-4 mánaða fresti og þvo skelina með ullarsápu eftir þörfum.   En eftir hver bleyjuskipti þarf að leyfa skelinni að lofta í góðu loftflæði. Það er því hægt að nota 2-3 skeljar á viku til skiptis. Ef kúkur fer út fyrir á ullina er vel hægt að blettaþvo hana með t.d. ullarsápu ef þetta er ekki mikið en annars er best að þvo skelina alla strax. Fyrir fyrstu notkun Það getur það tekið allt að 3 skipti að ná upp góðri vatnsheldni á skelina og því þarf að leggja nýjar skeljar a.m.k. 2-3x til að byrja með án þess að leggja skelina til þerris á milli meðferða en það þarf að vinda mestu vætuna úr skelinni. Hvað þarf ég?  Lanolín eða Poppets lanolín mola (einnig er hægt að nota lansinoh brjóstakrem)  Ullarsápu eða milda sápu að eigin vali (óþarfi ef Poppets lanolín moli er notaður) Heitt vatn og volgt vatn Bolli eða krukka Skál, lítill bali eða vaskur Skeið Hefðbundin lanolín meðferð Fylltu skál, lítinn bala eða vaskinn af volgu vatni, nóg til að þekja ullarskelina þína. Passaðu að vatnið sé ekki heitara en 30 gráður. Settu 1/4 teskeð af lanolíni per ullarskel í bolla og bættu svo við dass af ullarsápu, mildri sápu eða jafnvel Poppets blautþurrkumola. Settu 150-200ml af nýsoðnu vatni ofan í bollann og hrærðu blönduna með skeið þangað til blandan verður skýjuð og lanolínið er alveg leyst upp.  Hellið blöndunni ofan í bala, stóra skál eða vask og leyfið henni að kólna. Setjið ullarskelina ofan í lanolín lögurnar og kreistið skelina varlega þannig að hún blotni alveg í gegn. Leyfið svo skelinni að liggja í bleyti í lágmark 2 tíma eða yfir nótt. Endurtakið þetta skref 1-2x ef ullarskelin er ný án þess að þerra hana.Ef verið að fríska upp á notaða skel dugar að gera þetta skref 1x og í lágmark 20 mín. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úrLeggið til þerris á flötum stað. Lanolín meðferð með lanolínmola frá Poppets Settu 1stk lanolín mola í 150-200ml af heitu vatni ofan í bolla eða krukku og hrærðu þar til molinn hefur leyst sig alveg upp og liturinn á vatninu er orðinn skýjaður. Þú getur líka soðið lanolínmolann með vatni í potti og þá tekur þetta skemmri tíma. Hellið lausninni ofan í bala, skál eða vask og látið kólna. Setjið ullarskelina ofan í lanolín lögurnar og kreistið skelina varlega þannig að hún blotni alveg í gegn. Leyfið svo skelinni að liggja í bleyti í lágmark 2klst og jafnvel yfir nótt ef það hentar. Endurtakið þetta skref 1-2x ef ullarskelin er ný án þess að þerra hana. Ef verið að fríska upp á notaða skel dugar að gera þetta skref 1x og í lágmark 20 mín. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði. Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr og leggið til þerris á flötum stað Hægt er að nota afganginn af lögunum til að fríska upp á aðra ullarskel ef það er einhver. Ullar- og blettaþvottur Ullarþvottur Fylltu skál, lítinn bala eða vaskinn af volgu vatni, nóg til að þekja ullarskelina þína. Passaðu að vatnið sé ekki heitara en 30 gráður. Bættu við dass af fljótandi ullarsápu og blandaðu vel saman eða ef þú ert með ullarsápustykkið frá Poppets þá nuddaru því á milli handanna þangað til vatnið er orðið skýjað. Setjið ullarskelina ofan í blönduna.  Fyrir blettaþvott er gott að nudda Poppets sápustykkinu beint á ullina. Annars bara að nudda vel og skola bletti alveg úr.  Leyfið skelinni að liggja í bleyti í sápulögunum í 30 mínútur. Skolið varlega. Ef það á að setja skelina í lanolínmeðferð þá hefst það ferli hér.  Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úrLeggið til þerris á flötum stað. Blettaþvottur Láttu kalt eða volgt vatn í kaldara lagi renna beint úr krananum og á blettinn sem þarf að þvo. Nuddaðu Lanolín ullarsápustykkinu frá Poppets beint á blettinn þar til hann er horfinn og það er smá freydd sápa í ullinni. Skolaðu sápuna vel úr blettnum. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úrLeggið til þerris á flötum stað. Nokkrir almennir punktar til að hafa í huga:  Það á alltaf að handþvo ullarskeljar Vatnið skal alltaf vera volgt eða um 30 gráður og forðast skal að nota mismunandi hitastig af vatni, ullin gæti þæfst og hlaupið sé það gert.  Aldrei á að nudda eða skrúbba ull, bara kreista varlega. Aldrei á að vinda ull harkalega í höndum, best er að rúlla upp í handklæði og kreista þannig mesta vökvan úr varlega.  Eftir lanolin bað er eðlilegt að skelin sé svolítið klístruð, það lagast eftir 1-2 skipti á bossa. Þvoið ull í dökkum og ljósum litum í sitthvoru lagi. Við mælum líka með að halda vatnsheldninni við með Lanolín viðhaldsspreyinu okkar frá Poppets baby! Ullarumhirðuvörur sem við mælum með  
Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar

Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar þínar

Enginn vill slæma lykt í bleyjunum sínum en við höfum öll verið þarna á einhverjum tímapunkti. Ekki örvænta kæra foreldri, dragðu djúpt andann - þú ert með þetta!   Mig langar að ítreka að taubleyjulífið er öðruvísi fyrir hvert barn og foreldri. Þú gerðir ekki endilega eitthvað rangt. Lykt er partur af leiknum.   Allir eru með öðruvísi aðferðir til þess að fyrirbyggja/vinna úr þessu alræmda vandamáli. Prófaðu þig áfram og finndu hvað virkar fyrir þínar bleyjur. Náðu tökum á vandamálinu sem fyrst ef hún er nú þegar komin hjá þér. Ef lyktin er látin vera of lengi þá getur orðið erfiðara að ná henni úr.     Hér eru nokkrir punktar sem gætu hjálpað (Punktar teknir saman af "Þvottaráð fyrir Taubleyjur" á Facebook, Cloth Diapers eftir Bailey Bowman og almennri leit á veraldarvefnum).   En fyrst....  Afhverju kemur ammóníu lykt?   Mér þykir mikilvægt að hafa ákveðna hugmynd afhverju lyktin kemur yfir höfuð. Ammóníulykt myndast þegar það er meiri úrgangur (waste) en vökvi (fluid) í pissinu. Flest börn fara í gegnum svona tímabil, sérstaklega þegar matarvenjur breytast. Passaðu að barn fær nóg af vökva yfir daginn. Sérstaklega þegar það byrjar að fá meira af fastri fæðu.     Næsta lykilatriðið er að passa að bleyjur séu ekki geymdar of lengi. Því lengur sem blautar bleyjur bíða eftir þvotti, því meiri líkur að ammónía myndast. Ef það dregst að þrífa þær - reyndu þá að hafa þær í opnu íláti eins og t.d bala. Það þarf að lofta.   En ég er með ammóníu í bleyjunum mínum- hvernig losna ég við hana?   Prófaðu nokkur aukaskol eftir þvottahringinn þinn. Ef það er ekki nóg, þá getur verið tími á djúphreinsun.   Gerðu þetta með allar bleyjur sem þú átt í einu því stundum er það bara ein bleyja sem heldur áfram að smita yfir í aðrar.   1) Þrífðu allar bleyjur eins og þú myndir gera venjulega. 2) Settu þær hreinar í baðið og láttu renna eins og heitt úr krananum og þú getur. 3) Settu þvottaefni (um 250 ml) + Eina skúbbu (um 1dl) af Vanish Oxy. Einnig má setja 1dl af washing soda en þessu má sleppa. Láttu liggja í minnst 8 klst. Gott er að hræra allt til endrum og eins. 4) Skolaðu allt saman og settu aftur í þvott en nú án þvottaefnis á 60°.   Þú ræður hvort þú viljir setja bleyjurnar í klórbað líka. Það er ekki skylda. Ef þú vilt gera það þá eru bleyjur látnar liggja í 45 mínutur í köldu vatni með klór eða rodalon (smkv "Þvottaráð fyrir taubleiur"). Þær eru síðan settar á skol og loks þvegnar aftur á 60°með þvottaefni.   Mundu að þú er öllu búin/nn til þess að takast á við hvaða lykt sem er!Gangi þér vel.  Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína Einföld þvottarútína til viðmiðunar