Það er eðlilegt að finnast taubleyjulífið vera mikið í byrjun, en mundu að þú þarft ekki að kunna allt strax. Smám saman verður þetta einfaldara, og við erum hér til að styðja þig. Þetta blogg er fyrir öll sem vilja fara af stað en þurfa aðstoð við sín fyrstu skref🤝
1. Fyrst þarftu að kynnast kerfunum sem eru í boði. Byrjaðu á því að lesa þetta blogg um mismunandi kerfi taubleyja og sjáðu hvort að eitt kerfi talar sérstaklega til þín. Almennt mælum við með að prófa flest kerfi áður en þú kaupir allt safnið þitt því annars áttu í hættu með að kaupa of mikið af því sem hentar ykkur síðan kannski ekki🤷🏻♀️ Með smá rannsóknum munt þú finna það sem hentar þér og fjölskyldunni best.
2. Þetta hefst síðan allt saman á fyrstu bleyjunum. Um leið og þið eruð komin með þær í hendurnar þá eru þið farin af stað. Við mælum hiklaust með einhverjum af taubleyjupökkunum okkar en yfir 100 fjölskyldur hafa byrjað sitt ferðalag með einhverjum þeirra og blómstrað. Hver pakki er vandlega valinn með tilliti til þæginda, notagildis og gæði, svo þú getir auðveldlega fundið það sem hentar þér og barninu þínu. Þetta er frábær lausn fyrir þá sem vilja byrja með fjölnota bleyjur og fá allt sem þau þurfa í einum pakka!👌
3. Ef þú vilt ekki kaupa taubleyjupakka þá er um að gera að útvega sér þær bleyjur sem þér líst vel á, notað eða nýtt.♻️ Markaðstorgið okkar er tilvalið ef þú vilt kaupa notað en einnig bjóðum við upp á lánspakka án endurgjalds. Lánspakkinn er frábær kostur fyrir byrjendur sem vilja prófa án fjárfestingar. Nýburableyjuleigan okkar er svo alveg tilvalin fyrir fyrstu 1-2 mánuði barnsins, því þau vaxa svo hratt í byrjun að við mælum helst alltaf með því að kaupa ekki nýburableyjur heldur frekar fá þær lánaðar eða leigja þær.
4. Ef þú hefur tök á því að þrífa annanhvern dag þá mælum við með að eiga 16-20 bleyjur. Þú getur tínt í safnið þitt smátt og smátt eða keypt allar bleyjur í einu sem þér líst vel á.🧸
5. Þegar þið eruð komin með bleyjurnar í hendurnar skulið þið lesa þetta blogg hér um hvernig á að preppa þær og nokkrar þumalputtareglur varðandi tau. Einnig skaltu horfa á þetta myndband um hvernig skal setja taubleyju á barn og síðan kanski lesa þetta blogg hér um tau og kúk.💩
6. Þegar þið eruð búin að lesa hvernig hvernig á að preppa þær og þekkið þumalputtareglurnar skulið þið einfaldlega fara af stað. Núna er að kynnast taubleyjulífinu sjálfu og tími til að spá í þvottarútínu.🧺 Hér er okkar tillaga að einfaldri þvottarútínu til viðmiðunar🌸 Góð þvottarútína er mjög mikilvæg því taubleyjan er næst húð barnsins og því skiptir miklu máli að bleyjurnar séu hreinar.✨ Einnig er gott að hafa í huga að þvottaefni og önnur aukaefni geta safnast fyrir í þvottavélinni og því gott að huga að hreinlæti þvottavélarinnar líka. Hér er tillaga að því hvernig þú djúphreinar þvottavélina.
7. Farðu af stað og hafðu í huga að í byrjun gertur þetta verið svolítið brösulegt. Verið opin gagnvart leka og almennum ruglingi. Besta ráðið hér er að hlæja bara og reyna betur. Áður en þú veist af ertu komin með skothelda rútínu sem flæðir vel með heimilislífinu þínu. Hér er tékklisti fyrir leka💦
8. Byrjaðu á því að nota bara þau innlegg sem fylgja með🤍 Kanski eru þau nóg- kanski þarftu meira eða eitthvað öðruvísi. Það er ómögulegt að vita hvað þú þarft án þess að prófa bleyjurnar fyrst. Sum börn eru ofurpissarar og þurfa extra rakadrægni á meðan önnur eru bara góð með það sem fylgir. Hér er blogg um mismunandi innlegg en einnig erum við með rosalega góða umræðu um innlegg í highligts á instagram.
9. Þegar þú ert 100% viss um að tau er eitthvað sem þú vilt halda áfram með þá mælum við með því að byrja að tína að sér aukahluti sem gerir tauið svo miklu miklu miklu auðveldara og þægilegra. Hér er okkar tjékklisti✔️
☑️ Extra stór deluxe blautpoki til að eiga heima fyrir óhreinu taubleyjurnar
☑️ Úrval blautpoka með aðskildum hólfum til þess að hafa í skiptitösku
☑️ Hríspappír til þess að setja í bleyjuna til þess að grípa kúk eða til þess að passa upp á bleyjunar ef þú þarft að nota zink krem
☑️ Fjölnota þurrkur - hvers vegna ekki bara að taka þetta alla leið?
10. Ef þú ert með einhverjar spurningar sem við höfum ekki svarað hér þá máttu endilega kíkja á þetta blogg um þær algengustu spurningar sem við fáum á borðið til okkar og sjá hvort að þú finnur ekki lausnina þar🪄 Ef ekki þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á instagram, spjallinu, Facebook eða einfaldlega hringja í okkur! Einnig mælum við með því að skrá sig á "Taubleiutjatt" eða í Cocobutts fjölskylduna - lokaða facebookhópinn okkar fyrir stuðning og hvatningu!
11. Þegar þið eruð búin að tækla daginn þá gæti verið góð hugmynd að spá í næturvaktinni líka✨💤 Hér finnur þú gott blogg um næturbleyjur. Til þess að einfalda næturkaupin enn meira höfum við sett saman þrjá skothelda næturpakka en okkar uppáhalds og uppáhald viðskiptavina okkar er klárlega ullarnæturpakkinn t.d vegna loftunareiginleika og hvað hann dregur úr þvotti. Annars elskum við líka Little Lamb og Alva Baby næturpakkana💙
Þetta eru ráðin og skrefin sem munu koma þér af stað. Allar aðrar upplýsingar eru í raun aukatriði sem þú þarft ekki að spá í nema að þú raunverulega vilt það! Mundu að taubleyjulífið er ferðalag sem vert er að taka fyrir þig, fjölskylduna og umhverfið allt. Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!
Við erum saman í þessu💖 Láttu vita hvernig gengur, við elskum að heyra frá þér og fjölskyldunni þinni!