Hvað gerist í líkamanum á nóttunni?

þann Jun 29, 2025
Púsl - vantar eitt púsl í heildina

Næturþjálfun er ekki bara spurning um vilja eða þjálfunartækni – heldur um lífeðlisfræði barnsins. Þetta er þroskaferli í líkamanum sem gerir barninu kleift að halda þvagi og vakna ef þvagblaðran er orðin full.

💧 Hvernig á barnið að vakna til að pissa?

Tvö mikilvæg ferli ættu að á eiga sér stað yfir nótt:

  1. Framleiðsla vasópressíns eykst – hormón sem dregur úr þvagframleiðslu yfir nóttina og hjálpar líkamanum að halda vökva.
  2. Tengingin milli þvagblaðru og heilans styrkist – svo heilinn geti vakið barnið þegar blaðran er full.

Ef þessi tvö ferli virka vel getur barnið haldið í sér í svefni – vaknað og pissað ef þörf er á, og svo haldið áfram að sofa.

🛌 Svefnstig og líkamsviðbrögð

Svefninn fer í gegnum mismunandi stig:

  • Djúpsvefn getur heft þvagblaðruskilaboðin til heilans
  • Léttari svefn gerir barninu kleift að vakna þegar þvagblaðran gefur merki

Sum börn vakna jafnvel á meðan þau eru að pissa – sem er mjög gott merki um að barnið sé á réttri leið.

Mundu: Barnið ræður ekki yfir þessu með viljanum einum og sér. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð í taugakerfinu sem þroskast með auknum þroska hjá barninu.  

🧠 Hvernig getum við stutt ferlið?

  • Passa að barnið sofi nægilega vel og sé með góða svefnrútínu.
  • Gera svefnumhverfið aðgengilegt (koppur, róandi náttljós, stutt væruljós)
  • Nota rólega kvöldrútúnu og passa upp á meltingu
  • Gefa rými – og trúa því að líkami barnsins getur lært þetta

⏳ Hvenær gerist þetta?

  • Sum börn eru tilbúin 2,5–3 ára
  • Önnur börn þurfa meiri tíma - mörg börn ná ekki þessum lífeðlisfræðilega þroska fyrr en um 7 ára aldur.

Það er ekki aldurinn sem skiptir máli heldur hvort forsendurnar séu til staðar: svefn, melting, öryggi og góð tengsl við foreldra.

Næst: Hvernig á að bregðast við slysum á nóttunni - með hlýju, skilningi og æfingum sem styðja barnið á þroskabrautinni.

Skildu eftir athugasemd