29 vörur
29 vörur
Flokka eftir:
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota renningunum frá Little Lamb úr umhverfisvænu lífplasti (PLA). Þeir hleypa vökva í gegnum sig og inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum (ásamt kúknum) í ruslið.
Auðveldur í notkun: Settu renning ofan á innra lag bleyjunnar, og þegar kemur að bleiuskiptum, tekur þú einfaldlega upp renninginn með kúknum í, hristir kúknum í klósettið (ef það er hægt) og hendir svo renningnum í ruslið. Passar fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Stærð: 19 x 27 cm
Notkunarleiðbeiningar: Settu innlegg ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun skaltu setja renninginn í poka og henda honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Ef það hefur ekki komið kúkur í renninginn þá máttu þrífa þessa týpu að renning með bleyjunum og nota hann aftur.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni, þar sem það er þægilegra, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið aftur og aftur og notað ár eftir ár.
Einnota renningarnar frá Little Lamb eru stórir í sniði og hægt er að klippa þá í tvennt fyrir smærri börn, en vinsamlegast forðastu að brjóta renningana í tvennt eða hafa fleira en eitt lag, þar sem það getur hindrað frásogið bleyjunnar.
Vörulýsing
Einstaklega þunnur, og alveg ótrúlega rakadrægur stundaglaslaga hemp búster frá Little lamb. Geggjaður búster í vasableyjuna eða sem súper mini/búster í í hvaða bleyju sem er með því að brjóta í þrennt og setja þar sem álagssvæðið er.
Eiginleikar
Efni
60% bómull
40% hemp
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Bleyjur án riflásar fást HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Little Lamb vasableyjan er einföld í notkun, fljótleg að skipta um og með frábæra rakadrægni. Hún er hönnuð til að vaxa með barninu og hentar frá 4–16 kg.
Helstu eiginleikar:
- One-size hönnun: Stærð stillanleg með smellum, svo bleyjan vex með barninu.
- Vatnsheld skel: Úr endurunnu PUL efni sem kemur í veg fyrir leka.
- Mjúkt innra lag: Flís sem heldur húð barnsins þurrri og þægilegri.
- Vasi fyrir innlegg: Stór vasi sem er auðveldur í notkun.
- Tvö bambusinnlegg fylgja: Þétt og rakadræg innlegg sem má fjarlægja fyrir fljótari þurrkun.
Umhverfisvæn og vönduð framleiðsla:
- Framleidd úr endurunnum plastefnum til að minnka vistspor.
- OEKO-TEX vottað fyrir örugga og siðferðilega framleiðslu.
- Einstök mynstur og litir sem gleðja bæði foreldra og börn.
Sérsniðin rakadrægni:
- Léttir pissarar: Notaðu eitt innlegg.
- Venjulegir pissarar: Notaðu tvö innlegg.
- Ofurpissarar: Bættu við hamp- og bómullarblönduðum bústerum fyrir enn meiri rakadrægni.
Little Lamb vasableyjan er lipur og þægileg í sniði, tryggir barninu þínu þurrk og vellíðan, og sparar þér bæði tíma og peninga. Mælt er sérstaklega með henni af sérfræðingum fyrir endingu, áreiðanleika og hagkvæmni. 🌿
Notkunarleiðbeiningar
Myndband
Um merkið
Little Lamb er breskt merki sem er þekkt fyrir að vera með háa gæðastaðla og mikla umhverfisvitund. Með hverri bleyju koma tvö rakadræg bambus innlegg. Þessar vönduðu vörur eru saumaðar í Tyrklandi.
Skeljarnar frá Little Lamb koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Þessar skeljar eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá Little Lamb en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur eins og Bamboozle bleyjurnar frá Totsbots og/eða pre-folds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Fyrst maður er í tauinu, afhverju ekki að skipta út blautþurrkunum líka? Fjölnota þurrkur úr bambus sem hægt er að nota á bossan, nebbann, munninn, litlar hendur eða bara hvað sem er. Þurrkurnar eru gerðar úr bambus sem er náttúrlega sveppa- og bakteríudrepandi. Ómissandi í skiptitöskuna! Þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna með tímanum og þá líkist áferðin þurru handklæðinu en þó aðeins mýkra, en mýkjast um leið og þær blotna. Þurrka óhreinindi mjög vel og sér í lagi kúk. Svo hendir þú þeim bara í þvott með bleyjunum!
Efni
90% viscose sem unnið er úr bambus
10% endurunnið polyester
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Flísrenningur / Fjölnota liner frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
ATH að þó myndinn sýni marga renninga eru þessir seldir stakir en með magnafslætti ef keyptir eru 5 eða fleiri!