Allt um koppaþjálfun

child in bathroom

Koppaþjálfun getur verið krefjandi en á sama tíma mjög skemmtilegt ferli.  Með réttri nálgun og hugarfari getur ferlið verið árangursríkt bæði fyrir þig og barnið þitt.

Hér eru nokkur ráð frá okkur! 

Mundu að öll börn eru misjöfn...

... og það er hægt að kenna börnum á kopp á ýmsan hátt. Við hjá Cocobutts mælum með EC (Elimination Comunnication) sem gengur útá það að lesa merki barnsins og að skapa sambönd á milli orða og þarfa. Þetta blogg er þó ekki alfarið um EC þar sem það eru klárlega heil fræði útaf fyrir sig. En hér höfum við blandað saman ráðum úr EC og hefðbundinni koppaþjálfun!

Koppaþjálfun í skrefum (til viðmiðunar)

1. Lesa eftir fyrstu ummerkjum að barnið sé tilbúið á kopp/klósett. Þú getur líka tekið skrefið teljir þú að barnið sé tilbúið þó það sýni engin merki um áhuga.
2. Fjárfesta í viðeigandi búnaði
3. Leyfa bleyjulausan tíma heima, tengja orð við athafnir, endurtaka leikinn.
4. Þegar barnið er farið að gera stykkin sín í kopp/klósett á bleyjulausum tíma er gott að prófa bleyjulausan tíma heima í venjulegum nærbuxum til að vekja skynvitundina að það sé ekki í bleyju og verði því að láta vita.
5. Þegar barnið er farið að láta vita að það þurfi að pissa hvort sem það er bert að neðan eða í nærbuxum/buxum að þá er flott að nota þjálfunarnærbuxur til vara til að grípa slys þegar farið er út að leika, eða í bílinn og slíkt. 
6. Þegar búið er að mastera ferlið heima að þá ætti barnið að vera tilbúið til að taka þetta skref á leikskólanum. 

My carry potty klósettþjálfun 

Áður en þú byrjar á koppaþjálfun skaltu ganga úr skugga um að barnið þitt sé tilbúið í þetta skref. Flest börn eru tilbúin á aldrinum 18 mánaða til 3 ára, en hvert barn er misjafnt. Leitaðu að merkjum um að barnið sé tilbúið, eins og að sýna áhuga á baðherberginu eða eru þurr í lengri tíma. Einnig er sterkt merki þegar barnið þitt streytir mikið á móti á meðan það er verið að skipta á því. Börn þurfa ekki alltaf að vera tilbúin. Oftast nægir að þú sért tilbúin að taka þetta skref sem foreldri ef barnið þitt er heilbrigt og ekki með nein frávik sem tengjast þroska þess. Þá þarftu bara að ákveða hvenær þú ætlar að tækla þetta verkefni og gefa þér þrjá heila daga í koppaþjálfun og guggna ekki á verkefninu. 

Mundu að börn læra best með því að fylgjast með! Við mælum með að taka börnin snemma með inná  klósettið þegar við förum sjálf. Þannig læra þau að þetta sé hluti af okkar eðlilega lífi og að allir nota klósettið! Ef þau hafa engan áhuga á þessu af fyrra bragði þá notaru jákvæða hvatningu, talar um klósettið, piss og kúk á jákvæðu nótunum í aðdraganda þjálfunar og lætur það vita að nú sé bleyjutímabilið að taka enda og barnið sé að fara að takast á við nýtt og spennandi verkefni sem er að læra að nota klósettið eins og mamma og pabbi eða stóru krakkarnir.

Hvað þarf?

Það sem þú þarft er koppur (helst í öllum baðherbergjum ef það eru nokkur á heimilinu) og/eða klósettseta og kollur, og góðar þjálfunarnærbuxur/æfingabuxur. Við hvetjum þig til þess að venja barnið strax á klósettið svo þú sleppir við að afvenja barnið af kopp seinna meir. Einnig er mjög gott að eiga blautpoka með tveimur hólfum svo þú getir geymt hrein aukaföt og pissublaut föt í eina og sama pokanum sem er bæði vatnsheldur og heldur lykt í skefjum. Einnig þarftu þolinmæði og hugarfar sem er litað af jákvæðni og stuðning. Við mælum eindregið með þjálfunarpakkanum okkar!


Búðu til jákvæða upplifun

Gerðu koppaþjálfun að jákvæðri upplifun fyrir barnið þitt. Búðu til þægilegt og aðlaðandi rými á baðherberginu og hrósaðu barninu þínu fyrir viðleitni þeirra. Notaðu jákvæða styrkingu, helst í formi orða, til þess að hvetja barnið þitt til að nota klósettið. Þegar barninu tekst svo að gera stykkin sín í klósettið í fyrsta skipti skiptir máli að hrósa því vel og gera því ljóst að það stóð sig vel. Þá er líklegra að barnið leitist við að endurtaka leikinn þegar því er næst mál. 

Það er mjög mikilvægt að skamma ekki barnið ef það verður slys. Það á ekki að skammast sín fyrir það að vera að læra. Því jákvæðari sem upplifunin er því líklegra er að barnið vilji halda þessu ferli áfram. Ef þú ert með barnið í stífri þriggja daga þjálfun þá skiptir máli að þú sýnir barninu að nú er bleyjutímabilið búið. Við hvetjum ykkur til að pakka þeim í kassa og setja hann út og láta barnið vita að eitthvað annað barn sem þarf bleyjur ætli núna að fá bleyjurnar og það verði ekki lengur bleyjur í boði nema fyrir háttinn. Þannig veit barnið að það er ekki í boði að fara til baka. 

Nokkur atriði til að hafa í huga í stífri koppaþjálfun

1. Ekkert sjónvarp eða iPad
- Börn breytast í litla uppvakninga þegar þau horfa. Þau slökkva á heilanum og kveikja bara á slökunartakkanum. Þá verða langoftast slys. Við mælum því með að sleppa glápi ef þú ert í stífri koppaþjálfun.

2. Ekki fara út fyrr en á degi tvö
- Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega að þú vilt hafa koppinn eða klósettið sem næst barninu þínu fyrsta daginn í þjálfun annars er eiginlega borðliggjandi að barnið pissar á sig. Hér gera þjálfunarnærbuxur ekkert gagn því barnið mun nota það sem bleyju ef það er sett í slíkar þegar það hefur ekki náð grunntökunum og það er ekki tilgangur þjálfunarnærbuxna.

Samræmi er lykilatriði

Samræmi er lykilatriði þegar kemur að koppaþjálfun. Haltu þig við rútínu og farðu með barnið þitt á koppinn, en ekki þvinga það. Það er mikilvægt að vera þolinmóður og skilningsríkur í gegnum ferlið. Mikilvægt er að fylgjast með atferli barnsins allan tímann og hafa augun á því á öllum vökutímum. Ef þú ert í þriggja daga koppaþjálfun þá er ekki í boði fyrir þig að fara í símann eða taka þér pásu því þá er mjög líklegt að þú náir ekki að grípa barnið þegar það er að pissa. Þjálfunin snýst um að taka eftir því að barnið þarf að pissa og koma því á klósettið áður en það pissar á gólfið eða í buxurnar. Á þessu stigi málum við með að barnið sé bert að neðan heimafyrir eða þá í venjulegum nærbuxum. Það er mikilvægur partur af ferlinu að barnið sjái hvert pissið og kúkurinn fer ef barnið fer ekki á klósettið. Þeim bregður oft í fyrstu og þá er mikilvægt að sýna skilning og útskýra fyrir barninu að nú eigi pissið og/eða kúkurinn heima í klósettinu, ekki í nærbuxunum eða á gólfinu. Svo hjálpist þið að að þrífa þetta (eða þú og barnið horfir á) og endurtakið leikinn! 

Ef þú ert með barnið í stífri þriggja daga þjálfun þá er líka mjög sterkur leikur að láta barnið drekka mikinn vökva á meðan þjálfuninni stendur. Þá hámarkaru möguleikana á sem flestum klósettferðum og þar með lærdómstímum. Þú hefur bara eitt tækifæri til að grípa barnið þitt þegar því er mál í hverjum „pissuglugga“. Ef þú sofnar á verðinum og barnið pissar á meðan þá er sá gluggi farinn og þú getur lítið gert en að bíða eftir næsta lærdómstækifæri fyrir barnið.

Það er mikilvægt að þú talir við barnið í boðhætti þegar þú séð að barninu er mál. Ef þú spyrð barnið hvað það þurfi að pissa þá eru 99% líkur á því að það svari neitandi þó það sé á iði og þurfi að pissa. Mundu að barnið er að læra nýja lífskúnst og þjálfa nýtt skynfæri. Það er vant því að láta vaða, hvar sem er og hvenær sem er. Það mun gerast að það gleymi sér, sérstaklega þegar það er í dundi. Það er þitt verkefni að einbeita þér að verkefninu, ekki barnins. Þú átt að grípa barnið þegar því er mál og segja „Ég sé að þú þarft að pissa, förum á klósettið núna“. 

 

Í hvert skipti sem barnið tekst að pissa í kopp eða klósett er mikilvægt að þú hrósir því vel. Sum börn þurfa einhverja meiri umbun eins og stimpil, límmiða eða jafnvel nammi. Láttu það eftir þér. Verðlaunin þurfa að vera nógu hvetjandi svo barnið nenni þessu. 

Þið eigið mjög líklega eftir að lenda í því að barnið taki bræðiskast á einhverjum tímapunkti. Þarna reynir á hvernig þið setjið barninu ykkar mörk og hefur miklu meira með ykkur að gera sem foreldra heldur en barnið og koppaþjálfunina. Það er mjög mikilvægt að þið standið við það að bleyjutímabilið sé búið og það er ekki í boði að fá bleyju, sama hvað barnið lætur illum látum. 

Gerðu ferlið skemmtilegt

Gerðu koppaþjálfun skemmtilega fyrir barnið þitt! Notaðu bækur eða myndbönd til að kenna þeim að nota koppinn eða búðu til kjánaleg lög eða rím til að syngja á meðan þau sitja á koppnum. Þú getur líka leyft barninu þínu að velja sér kopp sjálf eða þjálfunarnærbuxur til að gera ferlið meira spennandi. 

Fyrir þessi yngri, hafðu augun opin gagnvart merkjum og búðu til tengingar 

Það er öflugt að hjálpa barninu að tengja tilfinningar við orð, þannig að þau geta  notað orðin seinna meir til þess að láta vita að þau þurfa að fara á klósettið. 

Sem dæmi er hægt að halda barna yfir klósettinu (eða hafa það á koppnum) og nota orðið "Kúka!" þegar það kúkar.

Það er t.d. gott fyrsta skref að leyfa barninu að vera bleyjulaust heima og gefa því slaka þó að það sé að pissa og jafnvel kúka á gólfið. Mörg verða mjög hissa að sjá poll eða kúkinn sinn á gólfinu því þau eru vön því að það fari bara í bleyjuna.

Hvort sem barnið er að gera stykkin sín eða er búið að því að þá er mikilvægt að hafa orð á því og segja „pissa“ eða „kúka“ og taka það upp, fara með það á koppinn eða á klósettið og skeina því á koppnum/eða klósettinu. Þegar barnið er farið að tengja orðin við athafnirnar og segja þau upphátt er hægt að minna það á að láta vita áður en það lætur vaða þegar það verða slys.

Koppaþjálfun

Næstu skref...

Þegar barnið er farið að láta vita áður en það lætur vaða og er byrjað að gera stykkin sín nokkuð reglulega í koppinn/klósettið á bleyjulausum tíma, þá er það tilbúið í prófa að vera í venjulegum nærbuxum eða buxum heima. Börn halda oft að þau séu í bleyju þegar þau skynja að þau séu í einhverju að neðan og láta ekkert endilega vita þó þau séu orðin vön að láta vita á bleyjulausum tíma. Því er mikilvægt að byrja á þessu skrefi í öruggu umhverfi. Flest börn verða mjög hissa þegar þau pissa á sig og verða pissublaut og átta sig fljótlega á því að þau séu ekki í bleyju og þurfi líka að láta vita í þessu tilfelli. 

Nú fyrst er tímabært að huga að þjálfunarnærbuxur eða æfingarnærbuxum. Við viljum ekki að börnin tengi þjálfunarnærbuxurnar við bleyju. Þær eiga bara að grípa slys og því er mikilvægt að börnin séu komin visst langt í þessu ferli áður en þjálfunarnærbuxurnar eru notaðar. Ekki nema þeim finnist mjög óþægilegt að finna fyrir vætunni og láti vita strax þegar þau hafa pissað.

Þjálfunarnærbuxur sem Cocobutts býður upp á

 

Þá gæti gengið að nota þjálfunarnærbuxur snemma í ferlinu. Gott er að miða við að nota þjálfunarnærbuxur þegar þið viljið vernda fötin: eins og þegar er farið í bíltúra, út að leika og slíkt. Ef barnið er að pissa í þjálfunarnærbuxurnar og er ekki að láta vita að þá er mikilvægt að bakka og nota venjulegar nærbuxur eða óvatnsheldar þjálfunarnærbuxur svo þið getið gripið inn í þegar þið sjáið að það hefur orðið slys. 

 

Gerðu ráð fyrir óvæntum slysum

Slys gerast og því er mikilvægt að vera viðbúinn. Hafðu auka föt og annað við höndina, sérstaklega þegar þið eruð ekki heima. Ekki láta hugfallast ef það verða slys, því það er eðlilegur og mikilvægur hluti af ferlinu.  

Koppaþjálfun tekur tíma og þolinmæði, en með réttri nálgun og hugarfari getið þið saman náð árangri!  

Viltu bæta einhverju við? Skildu eftir komment!

Góða þjálfun!

 

Skildu eftir athugasemd