21 vörur
21 vörur
Flokka eftir:
One size vasableyjurnar frá Alva baby eru á meðal vinsælustu vasableyja í heiminum og ekki af ástæðulausu. Þær eru vel sniðnar, ódýrar, endingargóðar og koma stöðugt á óvart hvað mynstur og litadýrð varðar!
Nældu þér í vasableyju frá Alva baby ásamt tveimur bambus innleggjum á betra verði - Mjúkt og rakadrækt combo fyrir börn frá 3,5 til 15 kg eða frá fæðingu að koppaþjálfun.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Bleyjur án riflásar fást HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Skeljarnar frá Little Lamb koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Þessar skeljar eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá Little Lamb en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur eins og Bamboozle bleyjurnar frá Totsbots og/eða pre-folds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
"Pull-Up" ullarbuxur er algjör skyldueign fyrir fjölskyldur sem nota fitted, gas eða prefolds bleyjur því þær bjóða upp á hina fullkomnu vatnsheldu "skel" eða þekjun yfir bleyjusvæði. Buxurnar eru úr 100% lífrænni merino ull.
Nánari upplýsingar
Ullarbuxurnar frá Disana draga ekki í sig bakteríur, anda vel, halda hita þó þær blotni, og eru rakadrægar og teygjanlegar. Þær eru úr tvöföldu lagi af ofinni ull með stroffi utan um maga og um læri svo þær passi betur. Þær koma í 5 stærðum til þess að passa sem best og í fallegum litum.
Þær henta fullkomlega sem næturbleyjur utan um rakadrægar fitted bleyjur vegna þess hve vel þær anda en eru jafnframt rakadrægar. Þær henta ofurpissurum, heitfengnum sem og kaldfengnum börnum þar sem ullin heldur hita á köldum vetrarnóttum og kælir á heitum sumardögum. Góð þumalputtaregla er að þrífa bleyjuna á tveggja vikna fresti með lanólínlögum, en ef barnið kúkar í hana þá þarf að þvo hana.
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 dagskeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins og nóg er að eiga eina næturskel í réttri stærð.
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti.
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolíni sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL. Hún gæti í raun endað á barnabörnunum!
Myndband
Þvottur og umhirða
Mikilvægt að hafa í huga
- Það þarf ekki að preppa þessa bleyju serstaklega- hún er tilbuin eins og hún kemur.
- Passa að vinda aldrei ull né setja í þurrkara. Best er að pressa vætuna úr í t.d. handklæði.
- Þurrkist á flötum stað.
Þvottaleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður.
2. Settu 1/4 úr teskeið af lanolíni fyrir hverja skel í venjulegan bolla, bættu svo Poppet ilmmola út í eða einni sprautu af barna- eða ullarsápu.
3. Bættu við nýsoðnu vatn og fylltu á bollann, hrærðu lausnina þar til lanolínið og sápan hefur leystst upp fyllilega - þegar lausnin verður mjólkurhvít er hún tilbúin.
4. Helltu vatninu úr bollanum ofan í vasann (Gakktu alltaf úr skugga um að lausnin sé ekki heitari en 30gráður - annars getur ullin þæfst)
5. Settu ullarskelina ofan í lausnina og leyfðu henni að liggja í minnst 4 tíma.
Ef verið er að lanolínsera nýjar ullarskeljar skaltu endurtaka ferlið a.m.k. tvisvar í viðbót og óþarfi að þerra skelina á milli - bara gera nýjar lanolínlögur. Ef verið er að fríska upp á ullarskelina er nóg að setja einu sinni í lanolín lög.
6. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Efni: 100% merino wool
Vottanir: GOTS (Global Organic Textile Standard)
Um merkið
Disana er þýskt gæðamerki sem leggur áherslu á að framleiða vörur úr eins náttúrulegum efnum og hugsast getur. Disana var stofnað fyrir 40 árum og hóf vegferð sína sem frumkvöðull í náttúrulegum taubleyjum en hefur í gegnum árin fært út kvíarnar og framleiðir einnig ullarfatnað og ullarvörur á alla fjölskylduna.
Virkilega léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum.
Sundbleyjurnar eru með stillingum fyrir þyngd frá 4.5kg-18kg.
Efni:
- Innra lag: AWJ
- Ytra lag: 100% Polyester
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Bambus innleggin frá Alva baby henta í nánast allar taubleyjur og eru með þeim allra vinsælustu innleggjum frá okkur!
Dásamlega mjúk og rakadræg innlegg sem krumpast ekki í þvotti.
Innihaldsefni:
- 2 lög of bambus
- 1 lög af microfiber
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Uppgötvaðu fjölbreytni og þægindi með miðlungs blautpokanum frá Alva baby, hannaður til að auðvelda lífið á ferðinni! Þessi poki er ekki aðeins stílhreinn, heldur einnig einstaklega praktískur. Hann er tilvalinn fyrir:
- Heimilið
- Skiptitöskuna
- Leikskólann
Með hliðarsmellu og hönkum er auðvelt að bera hann með sér sem mini skiptitösku fyrir taubleyjurnar eða fyrir hrein og pissublaut föt fyrir börn í koppaþjálfun. Eftir bleyju og koppatímabilið nýtist pokinn áfram t.d. sem sundpoki, snyrtitaska eða óhreinatau á ferðalagi. Pokinn er sérstaklega hannaður til að aðskilja fatnað.
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur og auka föt.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera aðskilin frá öðru.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Magnað hvað litlir einfaldir aukahlutir gefa gæfumun!
Net-þvottapokarnir frá Little Lamb er einir af þeim hlutum.
Þú einfaldlega hengir stóra pokann upp eða setur í bala og safnar bleyjunum í hann. Þegar hann er fullur skaltu taka pokann allann og henda honum í þvott! frábært fyrir þá sem eru hræddir við skítugar bleyjur. Einnig algjör snilld fyrir hvaða viðkvæma þvott sem er.
Litlu pokarnir eru tilvaldir fyrir litla hluti sem þvottavélin á það til að ræna, t.d litla sokka eða lekahlífar.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru einstaklega fallegar og þæginlegar tíðanærbuxur sem hver kona ætti að eiga í nærfataskúffunni. Regular Flow tíðanærbuxurnar henta konum sem fara á meðalmiklar eða litlar blæðingar og halda allt að 30ml af vökva sem jafngildir t.d. fullum álfabikar. Nærbuxurnar má einnig nota til að halda leka í skefjum fyrir þær konur sem eiga erfitt með að halda í sér af einhverjum ástæðum.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru háar í mittið, einfaldar og fallegar. Hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
- Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
- Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
- Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
- Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
- Þvoðu þær á 40-60 gráðum
- Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
- Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
Vörulýsing
Einstaklega vel sniðnar og ofureinfaldar vasableyjur frá Little Lamb sem passa börnum frá 15kg og upp úr. Þessar bleyjur koma í þremur stærðum og þeim fylgir gífurlega rakadrægt og öflugt bambus trifold úr 100% hreinum bambus.
Stærðir
Stærð 1: 4,5-9kg
Stærð 2: 8-16kg
Stærð 3: 15+kg
Eiginleikar
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Við kynnum til leiks nýjustu viðbótina úr smiðjum Little Lamb, einu af okkar uppáhalds vörumerkjum - Þjálfunarnærbuxur!
Þessar nýstárlegu þjálfunarnærbuxur eru með innra lag úr bómullar- og hamp blöndu, sem gerir þær alveg extra rakadrægar. Það er extra auðvelt fyrir barnið að toga þær upp og niður en einnig mjög auðvelt fyrir foreldri að kippa þeim af því þær smellast á annarri hlið. Þessar þjálfunarnærbuxur eru með vatnsþéttu ytra lagi þannig þær henta vel í löngu lúrana og bíltúruna - eða þegar fötin mega alls ekki blotna.
Small 9-12kg
Medium 12-16kg
Large 15-20kg
XL 19-25kg
XXL 23-28kg
Nánar
Við bjóðum upp á þessar þjálfunarnærbuxur til 28kg þannig þær gætu einnig hentað börnum með dag- og næturvætuvandamál.
Með því að velja að nota þjálfunarnærbuxur í koppaþjálfuninni í stað einnota buxnableyja hjálpar þú barninu þínu að kveikja á skynvitund sinni þegar kemur að því að gera stykkin sín. Það finnur fyrir vætunni án þess að eiga á hættu á að væta í buxurnar sínar (með tilheyrandi tilfinningum fyrir eldri börn, sérstaklega). Little Lamb notar eingöngu náttúruleg og eiturefnalaus efni sem eru m.a. OEKO-TEX® vottaðar, og eru algjörlega skaðlausar barninu þínu.
Segðu skilið við rándýru einnota buxnableyjurnar sem gera nákvæmlega ekkert fyrir koppaþjálfunina og bjóddu þessar fallegu, eiturefnalausu og fjölnota þjálfunarnærbuxur velkomnar í þessi mikilvægu tímamót í lífi barnsins þíns.
Kynntu þér nánar um koppaþjálfun í skrefum HÉR.
Eiginleikar
Þvottaleiðbeiningar
Gott er að skola þjálfunarnærbuxur með köldu vatni og geyma í blautpoka áður en þær fara í þvott eða hengja til þerris áður en þær fara í þvottakörfuna. Það má þvo þær á 60 gráðum en það dugar alveg að þvo þær á 40 gráðum hafa þær verið skolaðar áður. Við mælum með að henda þjálfunarnærbuxum í þvott með handklæðunum eða bara með fötum barnsins þíns.
Vottanir
OEKO-TEX
Merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Lífrænt og loftþétt blautþurrkubox sem er fullkomið til að geyma fjölnota þurrkur. Lokið er með tvöföldum lás sem gerir það 100% vatnshelt.
Lokið er hannað þannig að þú getur leyft þurrkunum þínum að kólna á öruggan hátt í boxinu með lokinu og það er meira að segja í lagi að setja það í örbylgjuofn til að hita upp þurrkurnar! Svo nýtast þau í svo margt annað en að geyma fjölnota þurrkur þegar það tímabil er liðið hjá.
Það er einstaklega auðvelt að þrífa boxið þar sem það má fara í uppþvottavélina. Það má einnig fara í frystinn.
Stærðir
Grande 19,5 x 19,5 x hæð 9,3 cm - 1900ml - Rúmar 20stk 20x20cm þurrkur
Poco: 20 x 12 x hæð 7cm - 900 ml - rúmar um 10stk 20x20 þurrkur brotnar í tvennt
Efni
100% lífrænt bio-plast.
Þvottur og umhirða
Má fara í uppþvottavél, þolir allt að 100gráðu hita, má setja í örbylgjuofn, auðvelt að þrífa.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Fullkomin pumpa til að hafa á ferðinni eða til að hafa heima ef þig langar að bleyta fjölnota þurrkurnar jafnóðum frekar en að bleyta allar í einu og geyma í boxi eða blautpoka.
Þessi pumpa rúmar 125 ml af ilmmolalausn, tilvalinn í skiptitöskuna fyrir umhverfisvænar fjölskyldur á ferðinni.
Í brúsann er þægilegt að hafa soðið vatn eitt og sér eða ilmmolalausn.
Þrif
Hreinsaðu flöskuna með sápuvatni á milli áfyllinga.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Er barnið þitt búið að ná tökum á kopp eða klósetti en er enn að mastera að halda sér þurru í lúrum, í bílnum eða í nýjum kringumstæðum og þú vilt smá extra „peace of mind“?
Þá eru þessar sætu þjálfunarnærbuxur frá Alva Baby fullkomnar í verkefnið. Þessar ofurnettu þjálfunarbrækur líta út eins og venjulegar nærbuxur en eru með leynilega ofurkrafta!
Innra og ytra lagið er úr bómull en í milli laginu er einfalt microfiber og vatnshelt PUL sem gerir það að verkum að þær grípa eitt pissuslys en geta smitað aðeins út í fötin meðfram lærasaumunum þannig þú getur strax gripið í taumana ef barnið lætur ekki vita. Það er mikilvægur partur af þjálfunarferlinu 🧡
Auðveldari leiðin til þess að lanólínsera ull!
Einn moli er fullkomið magn til þess að lanólínsera ullina þína - bombaðu einum mola í volgt vatn og lausnin er tilbúin... easy peasy! Molarnir eru hreinir og einfaldir, gerðir úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og eru lausir við ilm- og litarefni. Þú getur keypt lanolínmolana frá Poppets í dollu, í áfyllingarformi og svo geturu líka skellt prufu sem er einn moli með í körfuna ef þú vilt prófa fyrst.
Afhverju?
Til þess að ullarbleyjur virki þarf að "preppa" hana fyrir fyrstu notkun og aftur eftir þörfum eftir það. Lanólín er í raun vaxið sem gerir ullina vatnshelda og þegar ullin er unnin af kindinni þá er lanólínið hreinsað burt. Því er mikilvægt að setja lanólín aftur í bleyjuna svo hún virki og það er gert með lanólí"baði".
Lanólínbað þarf aðeins að framkvæma á nokkurra mánaðar fresti eða eftir þörfum.
Hvernig?
Lestu þvottaleiðbeiningar fyrir ull hér.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Auktu rakadrægnina í taubleyjunum til muna þessum þunnu en rakadrægu bambus innleggjum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.
Þessi innlegg eru hönnuð þannig að þau draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
Stærð 1: 10 x 30cm (gott að brjóta saman í tvennt og nota sem mini-búster)
Stærð 2: 13 x 33cm (passar í OS bleyjur og hægt að nota sem búster með öðru innleggi eða tvö innlegg saman)
90% bambus viscose
10% polyester
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Ullarsápustykkið frá Poppets er fullkomið fyrir ull því það er milt og nærandi og eru einstaklega ríkt af olífusmjöri og lanolíni sem bæði nærir og lengir líf ullarinnar. Hentar einstaklega vel fyrir blettaþvott því nudda má sápustykkinu beint á skítugan blett.
Hreina ullarsápustykkið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm. Stykkið er 80gr hjartalaga sápustykki fyrir ull í áldollu sem er endurvinnanleg endurnýtanleg og laus við plast.
Notkunarleiðbeiningar
1. Byrjaðu á því að fylla fötu eða vaskinn af ilvolgu vatni, nóg til að umkringja ullarskelina. Ekki heitara en 30 gráður - annars getur ullin þæfst.
2. Nuddaðu sápustykkið á milli handanna þinna ofan í vatninu þangað til vatnið er orðið fallega mjólkurlitað.
3. Settu ullina ofan í lausnina.
4. Þú mátt nudda sápustykkinu beint á erfiða bletti. Skolaðu svo sápuna vel úr álagssvæðinu.
5. Láttu ullina liggja í bleyti í 30 mín.
6. Skolaðu létt og varlega.
7. Ef þú þarft að lanolísera ullarskeljar, þá myndiru hefja það ferli hér.
8. Til að þerra skelina er gott að vinda hana í handklæði. Þú leggur skeilina á handklæði og rúllar upp handklæðinu og vindur passlega vel upp á þannig að vökvinn færist úr skelinni og í handklæðið.
Svo skaltu leggja skelina á flatan stað fyrir þurrkun.
Efni
Glycerin, Aqua, Lanolin, Sodium Stearate, Sorbitol, Sodium Oleate, Sodium Shea Butterate, Olea Europaea Fruit Oil, Sodium Laurate, Sodium Myristate, Citric Acid, Sodium Chloride, Sodium Citrate, CI7789
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Ullarskeljarnar frá Pisi eru dásamlega mjúkar og einnig teygjanlegar, en aðaleinkenni þeirra er að innan eru skeljarnar með efnisborða sem heldur innleggi eða flat bleyju þægilega skorðuðu á sínum stað. Eftir því sem við komumst næst eru bleyjurnar frá Pisi þær fyrstu sem bjóða upp á þennan eiginleika í ullarskeljum, en þetta hefur verið vinsælt í annars konar skeljum. Bleyjurnar frá Pisi eru sérlega fallegar en á sama tíma mjög notendavænar og einfaldar í notkun.
Ullarskelin er ytra lag bleyjunnar og notast því yfir innri hluta bleyjunnar sem er rakadrægur. Vegna þess að skelin er með efnisborða að innan, þ.e. að framan og aftanverðu, er mjög þægilegt að nota innlegg eða flat bleyjur sem rakadrægni. Ekki er þörf á flóknum brotum, bara brjóta flat bleyjuna í ferhyrningslaga form sem passar inn í skelina. Einnig hægt að nota skelina yfir preflat og fitted bleyjur.
Ef nota á skelina lengi, til dæmis yfir nótt, gæti verið sniðugt að leggja ullarliner inn í skelina (á milli skeljarinnar og rakadræga hlutans). Ullarlinerinn er þá lagður í lanólín líkt og ullarskelin, en linerinn eykur talsvert við vatnsfráhrindandi eiginleika skeljarinnar.
Efni
Skelin er gerð úr tveimur lögum af ull. Innra lagið er GOTS vottuð lífræn merino ull og ytra lagið er OEKO-TEX® vottuð ull sem er ofin á þann hátt að hún er teygjanleg og býður þannig upp á að lagast betur að líkama barnsins. Mikið er lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
- Stærð 3/Large | 8-19 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina yfir næturbleyju gæti verið gott að taka frekar stærri frekar en minni stærð.