Lokum tímabundið og tæmum lagerinn

þann Mar 31, 2025

Við hjá Cocobutts stöndum á tímamótum og höfum ákveðið að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að einfalda, hagræða og skapa pláss fyrir nýja sýn og nýjar vörur. Eitt af fyrstu skrefunum í þeirri vegferð er að draga úr vöruúrvali í taubleyjum og kveðja bæði Elskbar og Poppets, ásamt öllum umbúðalausum vörum sem ekki henta í dreifingu. Einnig munum við hætta með nýburaleiguna, sem hefur verið hluti af þjónustu Cocobutts frá nánast upphafi.

Í tengslum við þessar breytingar hefjum við nú stóra rýmingarsölu þar sem við bjóðum stigvaxandi afslátt af öllum nýjum rýmingarvörum – frá 15% og allt að 30% eftir því hversu mikið er verslað fyrir. Eldri útsöluvörur eru áfram í boði með 30–50% afslætti á meðan birgðir endast.


🔥 Afsláttur reiknast sjálfkrafa í körfu:

Verslað fyrir Afsláttur
0–11.999 kr. 15%
12.000–24.999 kr. 20%
25.000–39.999 kr. 25%
40.000 kr. eða meira 30%

Við vitum ekki enn nákvæmlega hvert næsta skref verður – hvort við tökum okkur tímabundið hlé eða stökkvum fljótlega í næsta kafla. En það sem við vitum er að þessi sala er stórt skref í átt að að hreinsa til, gera betur og búa til rými fyrir eitthvað nýtt og spennandi.

Takk fyrir að hafa verið með okkur í þessari vegferð. Við erum óendanlega þakklátar fyrir allan stuðninginn, hlý orð og traustið sem þið hafið sýnt okkur – og hlökkum til að segja ykkur meira um framhaldið þegar það skýrist 💛

👉 Kíktu á rýmingarsöluna hér: RÝMINGARSALA