Nýjustu fréttir

cocobutts annáll 2024

Annáll 2024

Árið 2024 hefur verið sérstakt og krefjandi ár hjá Cocobutts, ár sem hefur einkennst af ígrundun, áskorunum og mikilvægum breytingum. Þetta var ekki ár hagvaxtar, heldur ár þar sem við lögðum áherslu á að finna jafnvægi, bæði í rekstri og persónulegu lífi, og lærðum ómetanlega mikið um það hvað skiptir mestu máli.💖Tvískipt eigendaskipti og lærdómurinn af þeim Á árinu urðu tvö mikilvæg eigendaskipti hjá Cocobutts. Fyrst keypti tengdafaðir minn, Gunnar Bachmann, Apríl út. Með því hófst nýr kafli fyrir Cocobutts, en einnig mjög krefjandi tímabil fyrir mig persónulega, þar sem ég tók á mig allt vinnuframlagið sem Apríl hafði áður sinnt. Þetta tímabil kenndi mér mikilvægi þess að setja skýr mörk og leita aðstoðar þegar á þarf að halda. Seinna á árinu keypti Eva svo Gunnar út, og með henni kom ný orka og ný sýn inn í fyrirtækið. Þessi reynsla hefur kennt mér hversu mikilvægt er að finna réttan meðeiganda – einhvern sem deilir gildum fyrirtækisins og hefur sömu framtíðarsýn. Ég er þakklát fyrir þá lærdóma sem þessi breytingarferli færðu mér og fyrir það traust sem bæði Gunnar og Eva sýndu mér á þessu ferðalagi. Fæðing Gunnars Loga Á persónulegum nótum var árið líka afar sérstakt, þar sem ég eignaðist soninn Gunnar Loga. Að halda utan um fjölskyldulífið samhliða rekstri fyrirtækis hefur verið bæði gefandi og krefjandi. Þetta hefur kennt mér að hlúa að jafnvægi í lífi og starfi, því bæði fjölskyldan og Cocobutts eiga skilið mitt besta. María Rún – styrkur í teymið Á haustmánuðum bættist María Rún í okkar frábæra teymi og tók við sem verslunarstjóri. Það hefur verið ómetanlegt að hafa Maríu með okkur; hún hefur kennt mér mikið um það hvað það er mikilvægt að útdeila verkefnum og hversu miklu starfsmenn geta breytt. Að hafa Maríu um borð hefur létt á álagi og gefið okkur svigrúm til að einblína á stærri verkefni. Horft til framtíðar Með Evu og Maríu um borð veit ég að við getum látið svo marga drauma rætast á nýju ári. Við erum að undirbúa að taka inn nokkur spennandi vörumerki og bæta þjónustuna okkar enn frekar, til að mæta þörfum og óskum viðskiptavina okkar á sem besta hátt. Áskoranir og ný stefna Þó árið hafi ekki verið ár mikils tekjuvextar, höfum við byggt sterkari grunn fyrir framtíðina. Við höfum einföldað vörulínuna, styrkt fræðslu og lagt áherslu á að skapa sterkara samfélag í kringum Cocobutts. Þetta hefur verið ár sem hefur minnt mig á að vöxtur er ekki aðeins mældur í tölum – heldur í þroska, sjálfsþekkingu og stefnumörkun. Framtíðarsýn og þakklæti Þegar við lítum fram á árið 2025, hlökkum við til að halda áfram að þróa Cocobutts með ykkur, okkar dýrmæta samfélagi. Við erum þakklát fyrir stuðninginn og traustið sem þið sýnið okkur. Við stefnum á að halda áfram að vera leiðandi í fræðslu og aðstoða fjölskyldur á þeirra ferðalagi að hreinni lífsstíl – fyrir ykkur, börnin ykkar og jörðina. Takk fyrir að vera hluti af Cocobutts!💖Við hlökkum til að halda áfram þessu ferðalagi með ykkur á nýju ári.
Nýr meðeigandi Cocobutts!

Nýr meðeigandi Cocobutts!

Þann 16. desember varð Eva Suto formlega meðeigandi Cocobutts og skrifaði undir kaupsamning.👏 Við erum ótrúlega spenntar að fá hana í teymið okkar og hlökkum til að sjá hvernig hennar reynsla og ástríða mun styrkja Cocobutts enn frekar. Um EvuEva Suto er 37 ára stolt móðir 5 ára drengs og með mikla ástríðu fyrir gæðavörum sem einfalda lífið og stuðla að betri lífsgæðum. Hún hefur margra ára reynslu af heildsölu og er einstaklega meðvituð um umhverfisvænar lausnir og mikilvægi hreins lífsstíls.🌿 Hún kynntist Cocobutts sem viðskiptavinur og varð heilluð af vörunum og gildunum sem fyrirtækið stendur fyrir. Þegar tækifærið bauðst til að ganga inn í hlutverk meðeiganda sagði hún einfaldlega: "HELL YES!" 🙌 Eva segir:"Cocobutts endurspeglar allt sem ég stend fyrir: vörur sem einfalda móðurhlutverkið, stuðla að betri heilsu og eru umhverfisvænar. Ég er spennt fyrir því að hjálpa fyrirtækinu að vaxa og bjóða upp á frábært vöruúrval sem hentar öllum." Fylgstu með Evu á samfélagsmiðlum: Instagram: @evasuto Fréttabréf/Blogg: evasuto.substack.com Facebook: facebook.com/evaiceland Við bjóðum Evu hjartanlega velkomna og hlökkum til spennandi tíma framundan! 💚
Nýr verslunarstjóri og við opnum í Cocobutts stúdíóinu á þriðjudögum!

Nýr verslunarstjóri og við opnum í Cocobutts stúdíóinu á þriðjudögum!

Við erum mjög spennt að kynna nýjan liðsmann hjá Cocobutts – Maríu Rún Baldursdóttur! María er mikill Cocobutts aðdáandi og hefur notað taubleyjur frá fyrstu dögum Baldurs Mána, sonar síns, sem er nú 15 mánaða. María kemur til okkar með ríkulega reynslu úr umhverfisvænni verslun, þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri hjá Vistveru. Við erum einstaklega stolt að fá hana til liðs við okkur! Frá og með þriðjudeginum 29. október verður María í Cocobutts stúdíóinu á opnunartíma frá kl. 10:00 til 15:00 á þriðjudögum. Við hlökkum til að taka á móti ykkur, hvort sem þið viljið skoða vörurnar, fá persónulega ráðgjöf eða bara eiga notalega stund með okkur.
Cocobutts hélt vel heppnaða kynningu á Fyrirtækjakynningu Atvinnurekenda Auðar

Cocobutts hélt vel heppnaða kynningu á Fyrirtækjakynningu Atvinnurekenda Auðar

Fimmtudaginn 17. október hélt Cocobutts kynningu á Fyrirtækjakynningu hjá Atvinnurekenda Auði, þar sem rúmlega 40 konur í eigin atvinnurekstri voru viðstaddar. Elín hélt 10 mínútna fyrirlestur þar sem fjallað var um mikilvægi umhverfisvæns og eiturefnalauss lífsstíls, og fékk kynningin frábærar viðtökur. Eftir fyrirlesturinn var Cocobutts með vörur til sölu ásamt Andrá Reykjavík, og heppnaðist viðburðurinn afar vel. Við hjá Cocobutts erum spenntar fyrir því að halda fleiri svona kynningar og viljum hvetja þá sem hafa áhuga til að hafa samband og bóka okkur fyrir næsta viðburð.
Apríl kveður Cocobutts

Apríl kveður Cocobutts

Við kynnum með trega þær fréttir að Apríl hefur stigið til hliðar í Cocobutts og Elín hefur tekið alfarið við fyrirtækinu. Þetta eru mikil tímamót í lífum okkar beggja sem og í sögu Cocobutts. Flestir taubleyjuforeldrar á Íslandi kannast við Apríl, því hún hefur verið rödd Cocobutts og mótað ímynd fyrirtækisins frá upphafi. Apríl stofnaði Cocobutts með einn sérstakan tilgang í huga: að veita foreldrum heilnæmari og umhverfisvænni valkosti fyrir börnin sín. Hugmyndin að Cocobutts kviknaði hjá henni þegar hún var nýbökuð móðir með tæplega sjö mánaða gamla dóttur sína, Lúnu. Hún vildi hafa hana í taubleyjum, því að hennar mati var það besti mögulegi kosturinn fyrir dóttur hennar. En henni fannst erfitt að leita sér upplýsinga um taubleyjur á íslensku og hún upplifði sig eina á báti, þar sem hún þekkti enga sem var í taubleyjum á þeim tíma og henni þótti úrvalið á Íslandi bæði lítið og dýrt. Þá kvikvaði hugmyndin að Cocobutts: netverslun með taubleyjur á öllum verðskala og fræðslusetur fyrir foreldra sem eru að feta sín fyrstu skref í taui. Eftir hálft ár í rekstri fékk Apríl Elínu æskuvinkonu sína og nýbakaða móður til liðs við sig, sem deildi sömu ástríðu fyrir fjölnota vörum og umhverfisvernd. Saman bjuggu þær til það sterka Cocobutts samfélag sem er til í dag, þar sem foreldrar geta fengið fræðslu, stuðning og aðgang að fjölbreyttu úrvali af taubleyjum á öllum verðskala. Með tímanum hefur vöruúrvalið þróast og stækkað, og eins og staðan er í dag þá býður Cocobutts einnig upp á frábært úrval þjálfunarnærbuxna fyrir koppaþjálfun ásamt fjölnota tíða- og lekavörum fyrir konur og nýbakaðar mæður. Hugsjónin okkar beggja var alltaf sú að Cocobutts væri ekki bara verslun – Cocobutts væri einnig fræðslusetur og samfélag þar sem þið gætuð treyst því að finna heilnæmar og umhverfisvænar lausnir fyrir bæði ykkur og börnin ykkar, ásamt allri þeirri fræðslu og stuðningi sem þarf til að ná árangri.Á næstu mánuðum mun Cocobutts taka nokkrum breytingum. Við munum kveðja einhver vörumerki og bjóða önnur velkomin, og við munum bæta við nýjum vöruflokkum og minnka eða hætta með einhverja aðra... en hugsjónin verður alltaf sú sama - að bjóða upp á heilnæmar og umhverfisvænar lausnir fyrir fjölskylduna og heimilið.   ...   Elsku Apríl, þú fæddir Cocobutts og við höfum hugsað um þetta litla barn okkar saman í þessi ár. Ég lofa að hugsa vel um það og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hjálpa því að vaxa og dafna! Takk elsku vinkona fyrir allt ♡ Þín vinkona,Elín
Velkomin í Cocobutts stúdíóið

Velkomin í Cocobutts stúdíóið

Kæru vinir - Gleðilegt nýtt ár! Við höfum loksins fundið plássið sem við höfum verið að leita að í marga mánuði. Það gleður okkur að tilkynna að nú sé hægt að sækja allar pantanir til okkar í Cocobuttsstúdíóíð alla virka daga frá kl 09:00-15:30. Stúdíóið er staðsett í Engihjalla 8 í Kópavogi fyrir ofan Nettó, eða í E8 fyrirtækjasetri. Okkar stúdíó er staðsett í "Stockholm" en ef enginn er við þá bankið þið í "París" og munu feðgarnir taka vel á móti ykkur þar og afhenda.  Stúdíóið er hugsað alflarið til þess að geyma lager og leigupakka, taka upp auglýsingaefni, taka á móti vörum og afhenda pakka. Við stöndum enn á því að vera ekki með almenna búð en fyrir þá sem langar endilega að kíkja á vörur í persónu þá skulið þið ekki hika við að senda okkur línu og við mælum okkur mót.  Af því sögðu að þ´á erum við stöllur að öllum líkindum við uppúr hádegi og til 15:30 á föstudögum.  Því er best að heimsækja okkur þá ef það kallar að skoða vörur. Fríi afhendingaþröskuldurinn verið hækkaður aftur upp í 15.000kr úr því að nú sé hægt að sækja.     
Við fögnum 3 árum í rekstri!
Lægri afhendingaþröskuldur - gjaldfrjáls prufupakki!

Lægri afhendingaþröskuldur - gjaldfrjáls prufupakki!

Kæru vinir! Um helgina gerðum við smávægilegar breytingar á þjónustum okkar sem við vonum að geri upplifun ykkar með okkur enn betri.    Fyrsta tilkynningin er sú að nú er hægt að nálgast prufupakkann okkar gjaldfrjálst í tvær vikur. Það eina sem þarf að greiða fyrir er sendingakostnaður! Við vonum að þessi breyting veiti fleirum innblástur til þess að prófa taubleyjur.  Hægt er að skoða prufupakkann hér.  Hitt er að við höfum ákveðið að minnka fría afhendingaþröskuldinn með Dropp úr 15.000 í 10.000kr! Þetta er gert í takti við þá staðreynd að ekki sé hægt að ná í pantanir til okkar í augnablikinu og vonum við að þetta komi til móts við það.  Í lokin hvetjum við fylgjendur til þess að fylgjast með á miðlunum okkar alla sunnudaga fram að jólum þar sem við erum með skemmtilegan aðventu-Instagram leik í gangi. Vikulega geta tvær heppnar fjölskyldur unnið hjá okkur lítinn glaðning. Við erum í jólaskapi! Ekki hika að spyrja ef einhverjar spurningar vakna!  
Bless, Fjölskylduland!

Bless, Fjölskylduland!

Já... þið lásuð rétt!   Við erum að loka... ekki „loka-LOKA“...   Heldur höfum við ákveðið að gera nauðsynlegar breytingar til þess að....   VAXA ENN MEIRA   Og til þess að gera það þá ætlum við að loka verslun okkar í Fjölskyldulandi.    „Ha? í alvöru?“   Í alvöru.    *Mynd af fyrstu uppsettningunni okkar í verslunarkjarna í Kópavogi. Okkar fyrsta skref ÚR netheiminum og í raunheiminn!*   Afhverju?   Langflestir viðskiptavinir okkar panta í gegnum netið og því þykir okkur liggja beinast við að beina orkunni okkar akkúrat þaðan sem pantanirnar koma...   Á netið!   *Mynd af fyrstu alvöru verslun okkar í Aríu þegar við vorum enn að koma okkur fyrir. Ó hvernig þetta horn stækkaði!*   Við höfum rekið verslun með ágætis árangri í þrjú ár og á þeim tíma höfum við verið í fjórum húsnæðum.   Þessi tími hefur verið magnaður. Að reka verslun hefur verið ótrúlega GAMAN en á sama tíma mjög krefjandi. Við höfum lært það að verslunarrekstur er tímafrekt og kostnaðarsamt verkefni sem við stöllur höfum hvorugar nægilega mikinn tíma fyrir einmitt núna í lífinu okkar.    Í staðinn viljum við losa þennan tíma og eyða dýrmætu fjármagni sem annars fer í leigu og rekstur verslunar í að bæta lagerinn og þjónustuna okkar til muna *pssst við erum að taka inn nýtt merki... endilega fylgist með*.   Með meiri tíma fáum við svigrúm til að sinna því sem við höfum botnlausa ástríðu fyrir:   Að breiða út boðskapinn um ágæti taubleyja og skapa markaðsefni sem upplýsir og veitir innblástur til þess að velja fjölnota.   Við lokum versluninni okkar í Fjölskyldulandi en verðum margfalt sýnilegri með bættari námskeiðum, öflugri markaðssetningu, reglulegri viðburðum og „pop-ups“ um land allt með hjálp taubleyjusérfræðinganna okkar - sem eru 10 talsins staðsettir víðsvegar um landið.   *Mynd af stoltum verslunareiganda í fínu búðinni okkar í fjölskyldulandi*         Allar stórar breytingar eru ógnvekjandi. Við höfum farið fram og tilbaka í marga mánuði og velt þessu vandlega fyrir okkur, fundað og átt samtöl við ýmsa aðila sem hafa gefið okkur frábær ráð og endurgjafir.   Niðurstaðan er sú, að fyrir okkur er betra að færa reksturinn alfarið yfir á netið og berum við fullt traust til þeirrar ákvörðunar!    Við höfum fundið vinnurými þar sem við munum halda lager og pakka pöntunum tímabundið áður en við færum okkur endanlega í vöruhús. Þetta skref er risastórt en við erum ekkert smá spenntar að taka það loksins.    Verslun okkar mun loka 31.oktober en þangað til verður hægt að heimsækja okkur í Fjölskyldulandi! Eftir það verður einungis hægt að kaupa af netinu og á viðburðum.   Þökkum fyrir allar heimsóknirnar og minningarnar sem við höfum skapað með ykkur í búðunum okkar fjórum á 3 árum! Nú er tími til þess að takast á við næsta vaxtarkypp! Við léttum á lager fyrir flutninga úr Fjölskyldulandi   Valdar vörur verða á sérstöku rýmingarafslætti út mánuðinn. Hjálpaðu okkur við flutninganna og gerðu góð kaup! Skoðaðu lagersöluna hér - hún verður gangi til 31.okt
"Pop Up" í Fjarðabásum, Reyðarfirði frá 19.-31.okt

"Pop Up" í Fjarðabásum, Reyðarfirði frá 19.-31.okt

Kæru vinir, Í fyrsta sinn höfum við sett upp bás fyrir austan! Básinn er staðsettur í Fjarðabásum á Reyðarfirði og verður básinn aðgengilegur út oktobermánuð á opnunartíma Fjarðabása. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að velta taubleyjum fyrir sér en langar að fá að skoða vörurnar fyrst til þess að fá "fíling" fyrir þeim. Og enn betra tækifæri fyrir þá sem eru byrjaðir í taui og langar að fjárfesta í nýjum gersemum! Á staðnum verða líka sundgallar, tíðarvörur og annað góðgæti sem við bjóðum hjá Cocobutts. Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref þá minnum við á næsta taubleyjunámskeið á netinu sem hægt er að skrá sig í. Laugardaginn 21. oktober verður síðan taubleyjusérfræðingur á staðnum fyrir þá sem vantar handleiðslu. Fyrir utan þá daga þá er Berglind, snillingurinn sem er að hjálpa okkur með básinn fyrir austan, MJÖG sjóuð í taubleyjum og getur alltaf hjálpað forvitnum fjölskyldum! Ekki missa af þessu!  Smelltu á myndina til þess að fara á Facebook Eventinn
Við höfum slegist í för með Dropp

Við höfum slegist í för með Dropp

Nú kostar mun minna að fá pakkann þinn sendann á næstu afhendingastöð með Dropp. Við bjóðum þó áfram upp á afhendingar með Póstinum fyrir þá sem vilja pakkann heim að dyrum eða á stöðum sem Dropp eru ekki með afhendingastöð.Hér finnur þú lista yfir þá afhendingastaði sem dropp bíður upp á.