91 vörur
91 vörur
Flokka eftir:
Við kynnum margnota OEKO-TEX vottuðu bleyjuinnleggin frá Bare and Boho – snjöll lausn sem gerir bleyjuskiptingar eins þægilegar og hægt er.
Innleggjakerfið okkar er einfalt með smellum! Skítug innlegg eru smellt af skelinni og hrein innlegg eru smellt á.
Engir vasar sem þarf að fylla og engar frekari fyllingar til að smella saman. Rakadrægu innleggin frá Bare and Boho eru hönnuð með hámarksþægindi í huga!
One Size innlegg okkar henta vel fyrir börn frá fæðingu til klósettþjálfunar – og lengur! Þau eru fullkomin fyrir börn sem vega á bilinu 2,5-18 kg, þó að nýbura innleggin okkar séu betur til þess fallin fyrir litil nýburakríli.
Innleggin eru löguð til að tryggja að bleyjurnar verði ekki fyrirferðarmiklar á litla líkama barnsins, svo þau geti hreyft sig og leikið sér!
Innleggin okkar eru með breiðari enda og mjórri enda – sem gefur umönnunaraðilanum möguleika á snúa innlegginu eftir því hvar barnið þarf meiri rakadrægni.
Samsetning: 3ja-laga nýburableyjuinnlegg – Bambus með „stay-dry“ bómullarflís uppvið húð (OEKO-Tex vottað).
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Þetta ofurmjúka og vel rakadræga bambus prefold innlegg er auðvelt að smella í AIO bleyju eða Ai2 Cover All skel skeljarnar frá Elskbar.
Ofurmjukt bambusinnlegg
Þú munt elska þetta ofurmjúka bambus prefold því það er rosalega mjúkt, ofurakadrægt og náttúrulegt. Prefold innleggið frá Elskbar má brjóta á marga mismunandi vegu til að ná fram þeirri rakadrægni sem þú þarft fyrir barnið þitt. Þú getur brotið það bæði í styttri og lengri átt.
Innleggið er úr mjúku bambusfrotté sem er saumað í þrjú brot. Það hefur 3 x 4 x 3 lög af rakadrægni. Þetta þýðir að þegar þú brýtur það saman getur þú náð allt að 10 lögum af rakadrægni. Ef þú brýtur það á hinn veginn getur þú fengið 9 lög á rassinum, 12 lög í miðjunni og 9 lög að framan. Það er fullkomið fyrir börn sem pissa mikið eða til að nota í næturbleyjuinnlegg.
Prefold innleggið hefur tvær smellur og hægt er að festa það bæði í Cover All og Natural Snap-In skeljarnar. En þú þarft ekki að nota smellurnar neitt frekar en þú vilt og getur hreinlega bara lagt innleggið inn í ullarskeljar eða ofan í vasableyjur ef það þóknast þér frekar.
Ef þú vilt nota þetta bambus prefold í Cover All skelina mælum við með að þú hafir 3 innlegg fyrir hverja skel. Þú getur einnig notað auka innlegg til að auka rakadrægni bleyjunnar fyrir langar bílferðir eða næturnotkun.
Innra byrði prefoldsins er með pólýester „mesh“ sem bambuslykkjur eru saumaðar á. Þess vegna verður ekkert pólýester við húð barnsins, en efnið á innra byrðinu veitir stöðugleika, eykur endingu innleggsins og kemur í veg fyrir að prefoldið dragist saman.
Ertu óviss um hvaða innlegg þú átt að velja? Heimsæktu leiðbeininguna okkar um mismunandi innlegg hér.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 30 cm
Lengd: 39 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Vörulýsing
Gríðarlega rakadrægt, þétt ofið og þunnt bambus innlegg frá Little Lamb - þrisvar sinnum öflugra en hinn venjulegi bambus búster! Fullkomið fyrir ofurpissara og á leikskólann.
Stærðir
Stærð 2: Hægt að brjóta saman í tvennt í OS vasableyjur og skeljar með panel en í þrennt í bleyjur í minni stærðum. Frábært innlegg með aukabúster.
Stærð 3: Hægt að brjóta saman í þrennt í OS vasableyjur og skeljar með panel. Er mjög öflugt eitt og sér.
Efni
100% bambus
Oeko Tex Vottað.
Minnkar um 10% eftir nokkra þvotta sem kemur ekki niður á innlegginu sjálfu eða notkunargildi þess.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Frá 1.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Natural púðrið inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Um púðrið
Poppets barnapúðrið var búin til af foreldrum fyrir foreldra sem var náttúrulegt, umhverfisvænt og laust við öll aukaefni. Púðrið er silkimjúkt með marga jákvæða eiginleika.
Barnapúðrið frá Poppets verndar, nærir, heilar og græðir viðkvæma húð barnsins. Það er nógu milt til að bæði fyrirbyggja og heila roða og útbrot.
Tilgangur barnapúðursins er að hjálpa til við að þerra húð barnsins við bleyjuskipti eða eftir bað. Það þarf aðeins örlítinn skammt til þess að þerra húðina svo ekki þurfi að bíða eftir því að rakinn fari úr húðinni eða þurrka henni harkalega til að þerra hana nægilega vel.
Hægt er að nýta barnapúðrið í ýmislegt annað tengt heimilislífinu. Eftir sund, eftir strandarferðina, þurrka svita og raka af húðinni á sumrin eða þegar maður er úti í útlöndum, eða jafnvel sem þurrsjampó!
Notkunarleiðbeiningar
Þerrið húðina létt áður en púðrið er sett á, dustaði litlu magni í lófann og settu beint á húðina. Gættu þess að púðrið fari ekki í andlit barnsins.
Innihald og pakkningar
Fáanlegar í 60gr ferðaflösku og 100gr álflösku í fullri stærð. Báðar flöskurnar eru endurnýtanlegar og eru með smellutappa með skrúfgangi þannig auðvelt er að dusta og bæta púðrinu úr eða í flöskuna.
Áfyllingarnar eru í 100gr kraft bréfapoka sem búinn er til úr endurnýtanlegum efnum og er lokað með límrönd. Pokarnir eru 100% niðurbrjótanlegir og brotna niður á 10 vikum.
Innihaldsefni
Bentonite, Kaolin, Zea Mays Starch, Calendula Officinalis Flower Extract, Ulmus Fulva Bark Extract
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Flísrenningur / Fjölnota liner frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
ATH að þó myndinn sýni marga renninga eru þessir seldir stakir en með magnafslætti ef keyptir eru 5 eða fleiri!
Viltu hafa stjórn á óreiðunni í leikskólanum, á ferðalagi eða heima? Miðlungs blautpokinn frá Cocobutts með tveimur hólfum er fullkomin lausn fyrir þig! Hér eru nokkur atriði sem gera þennan poka að frábærum valkosti:
- Tvö hólf: Eitt hólf fyrir þurrt og hreint og annað fyrir blautt og/eða óhreint, sem gerir skipulagninguna svo miklu auðveldari.
- Rúmgóð: Tekur allt að 6 bleyjur, fullkomið fyrir bleyjuskipti og þjálfunarnærbuxur.
- Margbreytileiki: Hentar einnig fyrir sundferðir, blaut föt og aðra hluti sem þurfa að vera í einangrun.
- Umhverfisvænt: Engin BPA, falöt eða blý; þú getur verið viss um að vörurnar séu öruggar fyrir þig og börnin þín.
- PCP vottun: Gæði tryggð með vottun sem veitir þér hugarró
Stærð: 30cm x 36cm – hentar vel í skiptitöskuna eða dagspokann.
Haltu barninu þínu þurru í 12+ tíma með einföldu riflásarkerfi. Næturkerfið frá Little Lamb er rakadrægt, dúnmjúkt og mjög einfalt til notkunar.
Afhverju næturbleyjur?
Börn eru yfirleitt lengur í næturbleyjunum, eða hátt upp í 12 tíma. Þær þurfa því að halda vel svo þær dugi nóttina. Fæstar dagbleyjur eru með slíka rakadrægni. Því mælum við með því að fjölskyldur eigi næturbleyjur sem eru alltaf tilbúnar í slaginn fyrir nóttina. Enginn höfuðverkur og ekkert vesen um miðja nótt!
Fitted bleyjur með riflás
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í þremur mismunandi stærðum og eru einstaklega rakadrægar. Sniðið á þeim er þægilegt til þess að vinna með og henta því næturvaktinni vel.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Skeljar með riflás
Skeljarnar frá Little Lamb eru hannaðar til að passa fullkomlega utan um Fitted bleyjurnar frá sama merki en þær passa einnig vel yfir aðrar fitted bleyjur og prefolds.
Þar sem bæði fitted bleyjurnar og skeljarnar frá Little Lamb hafa teygjur við bak og læri þá heyra svokallaðar kúkasprengjur nánast sögunni til.
Skeljarnar koma í þremur stærðum og eru úr náttúrulega teygjanlegum bambus og mjúkofnu pólýefni. Í innanverðri bleyjunni er himna sem andar og hámarkar þannig loftflæði í gegnum efnið og heldur hitastiginu í lágmarki svo að barninu líði vel.
Skelin er einstaklega vel sniðin sem gerir það að verkum að hún heldur vætu og kúk þar sem það á að vera.
Efni
- Skeljarnar eru ofnæmisprófaðar og eiturefnalausar og falla undir ströngustu reglugerðir ReACH á vegum Evrópusambandsins um litarefni.
- Öll efnin sem notuð eru í skeljunum eru Oeko-tex Standard 100 vottuð.
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota bambus renningum. Þeir hleypa vökva í gegnum sig inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum í ruslið ásamt kúknum.
Auðveldir í notkun: Settu renninginn ofan á bleyjuna og þegar þú skiptir um bleyju, notar þú renninginn til að taka upp kúkinn og hendir honum í klósettið (ef hægt er). Renningarnir passa fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Mjúkir viðkomu: Ofurmjúkt bambus PLA sem gefur mesta þægindin fyrir litla engabossann.
Umhverfisvænn valkostur: Stóri kosturinn við Bambus PLA, sem er lífplast úr bambus, er að það brotnar náttúrulega niður í umhverfinu. PLA renningar brotna niður á milli tveggja og tólf mánaða í urðunarskilyrðum.
Notkunarleiðbeiningar: Settu renninginn ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun, settu renninginn í poka og hentu honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Þessir renningar kurlast upp í þvotti og er því ekki hægt að þvo og nýta aftur þó það hafi eingöngu verið pissað í bleyjuna.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni fyrir þægindin, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið og notað aftur og aftur.
Auðveldaðu bleiuskiptin með einnota renningunum frá Little Lamb úr umhverfisvænu lífplasti (PLA). Þeir hleypa vökva í gegnum sig og inn í bleyjuna en grípa kúkinn, þannig að þegar kemur að bleiuskiptum getur þú einfaldlega tekið renninginn og hent honum (ásamt kúknum) í ruslið.
Auðveldur í notkun: Settu renning ofan á innra lag bleyjunnar, og þegar kemur að bleiuskiptum, tekur þú einfaldlega upp renninginn með kúknum í, hristir kúknum í klósettið (ef það er hægt) og hendir svo renningnum í ruslið. Passar fyrir allar tegundir af fjölnota bleyjum.
Stærð: 19 x 27 cm
Notkunarleiðbeiningar: Settu innlegg ofan á bleyjuna næst við húð barnsins. Eftir notkun skaltu setja renninginn í poka og henda honum í ruslið. Ekki sturta honum niður í klósettið! Ef það hefur ekki komið kúkur í renninginn þá máttu þrífa þessa týpu að renning með bleyjunum og nota hann aftur.
Við mælum með að nota einnota renninga þegar þú ert á ferðinni, þar sem það er þægilegra, en þegar þú ert heima er umhverfisvænna að nota fjölnota flís- eða awj renninga sem þú getur þvegið aftur og aftur og notað ár eftir ár.
Einnota renningarnar frá Little Lamb eru stórir í sniði og hægt er að klippa þá í tvennt fyrir smærri börn, en vinsamlegast forðastu að brjóta renningana í tvennt eða hafa fleira en eitt lag, þar sem það getur hindrað frásogið bleyjunnar.
Kynntu þér nýjustu útgáfu af Fitted bleyjunni 2.0 frá Alva baby, sem er hönnuð til að veita þér ótrúlega rakadrægni og þægindi fyrir barnið þitt þar sem hún er með innra lag úr Athletic Wicking Jersey. Þessi bleyja er ekki bara falleg í sínum tveimur litum heldur er hún einnig ákaflega létt og lipur!
Helstu eiginleikar:
- Framúrskarandi rakadrægni: Bleyjan sjálf er úr rakadrægum bambus og innra lagið úr Athletic Wicking Jersey tryggir að barnið haldist þurrt, án þess að flísrenningur trufli leikinn.
- Rúmgóð og aðlögunarhæf: Bleyjan hentar börnum frá fæðingu til allt að 14 kg, með teygjum sem aðlagast bæði læragóðum og smágerðum börnum.
- Þægilegt og lipurt bambus innra lag: Þriggja laga bambus innra lag veitir mjög góða rakadrægni, sérstaklega hannað fyrir ofurpissara.
- Vasi fyrir viðbótar rakadrægni: Vasi að framan gerir þér kleift að bæta við meiri rakadrægni þegar þörf krefur.
- Fjölhæf notkun: Hentar bæði sem dagbleyja og næturbleyja, eftir þörfum.
- Stay-dry efni sem andar: Húðin á barninu er varin gegn vætu, sem gerir þetta að frábærum valkost dagsdaglega
Fyrirkomulag:
Til að tryggja að bleyjan virki sem best, þarf að notast við vatnshelda skel, hvort sem er úr ull eða PUL. Skoðaðu úrvalið okkar af skeljum til að finna þá sem hentar best.
Efni:
80% bambus, 20% polyester
Vottanir: PCP vottun. Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Ef valdar eru bleyjur án riflásar þá þarf að eiga taubleyjuklemmu líka. Skoða bleyjur með riflás HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Bleyjur án riflásar fást HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Fyrst maður er í tauinu, afhverju ekki að skipta út blautþurrkunum líka? Fjölnota þurrkur úr bambus sem hægt er að nota á bossan, nebbann, munninn, litlar hendur eða bara hvað sem er. Þurrkurnar eru gerðar úr bambus sem er náttúrlega sveppa- og bakteríudrepandi. Ómissandi í skiptitöskuna! Þær eru mjög mjúkar fyrst en stífna með tímanum og þá líkist áferðin þurru handklæðinu en þó aðeins mýkra, en mýkjast um leið og þær blotna. Þurrka óhreinindi mjög vel og sér í lagi kúk. Svo hendir þú þeim bara í þvott með bleyjunum!
Efni
90% viscose sem unnið er úr bambus
10% endurunnið polyester
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Vandaðar fjölnota þurrkur í fullkominni stærð úr mjúku bambus terry. Koma 10 saman í pakka. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit og til að bústa bleyjur!
Bleyttu þurrkurnar með ilmmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvílaga. 80% bambus, 20% pólýester. Stærð – 18 cm x 18 cm.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Muslin flat bleyjur eru sérlega einfaldar og notendavæn lausn. Auðvelt að þvo og þorna sérlega hratt á snúru sem gera þær að frábærum kosti fyrir fjölskyldur sem eiga ekki þurrkara eða á ferðalagi. Gerðar úr 100% lífrænni bómull. Þessi muslin bleyja er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi (bleyjuskel) sem er vatnsverjandi lag, til dæmis ullarskeljarnar frá Pisi og Pulli og Ai2 skeljarnar frá Elskbar og Bare and Boho. Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Bleyjuna má nota samanbrotna inn í hvers kyns skel og einnig sem innleg í vasableyju. Einnig er hægt að brjóta bleyjuna í mismunandi brot sem hægt er að vefja utan um barnið og festa með bleyjufestingu. Þó skal tekið fram að bleyjan er ekki ferningslaga, þ.e. ekki allar hliðar jafn langar, sjá mál hér að ofan.
Hægt er að nota muslin bleyjuna til ýmissa annarra verka, tilvalið að nota sem ropklút, til að þurrka bleyjusvæðið, sem lítið handklæði, viskustykki eða þvottastykki.
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á. Efnið er 150 GSM.
Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | Frá 2,5 kg | 44x52 cm
- Stærð 2 | Frá 5 kg | 54x63 cm
- Stærð 3 | Frá 9 kg | 58x77 cm
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærðina fyrir ofan frekar en fyrir neðan. Ef nota á ullarskelina frá Pisi, þá mælum við með að taka sömu stærð eða næstu stærð fyrir ofan af muslin bleyjunni, miðað við stærðina sem tekin er af ullarskelinni.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að flat bleyjur eru sérlega snöggar að þora á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur á borð við flat bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi.
Flexiskeljarnar eru fyrir nútímafjölskyldur sem vilja gæða dekurbleyjur sem eru bæði umhverfisvænar og hagkvæmar. Þær eru hannaðar með mikilli nákvæmni og með áherslu á virkni og stíl.
Bleyjukerfið frá Bare and Boho
Bleyjukerfið frá Bare and Boho er eitt það einfaldasta á markaðnum! Þú þarft bara að smella innlegginu í bleyjuskelina þína - og setja hana á barnið þitt. Bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho hafa enga flókna eiginleika eða margra laga innlegg sem þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, sem gerir þetta kerfi hagnýtt fyrir alla sem annast barnið, þar á meðal dagforeldra, ömmur, afa og vini!
Stærðir
One Size bleyjuskeljarnar frá Bare and Boho eru hannaðar fyrir þyngdir 2,5 - 18 kg, eða frá fæðingu til koppaþjálfunar.
Athugið að innlegg eru seld sér hér og einnig hægt að versla skeljarnar með innleggi og búster hér
Endurbætur á Flexi Cover bleyjuskel
Nýja og endurbætta útgáfan af Flexi Cover bleyjuskelinni (2.0) hefur eftirfarandi eiginleika:
- Tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
- NÝ magateygja til að forðast op á maganum þegar bleyjan er notuð.
- NÝR panell á aftari hluta bleyjunnar sem veitir innri vörn til að forðast kúkasprengingar upp að aftan.
- NÝ, breiðari og mýkri bakteygja og innri mjaðmateygja, til að tryggja hámarks þægindi fyrir barnið þitt.
Þetta Flexi Cover bleyjusett inniheldur:
- 1x Flexi Cover skel (PFAS frí)
- 3x 5-laga innlegg úr bambus-bómullarfleece með Stay-Dry lagi (OEKO-Tex vottað)
Bambusinnleggin
Nýju 2.0 bambusinnleggin innihalda nú 5 lög af rakadrægu efni, þar á meðal bambus-bómullarfleece og efra lag úr microfleece. Microfleece lagið dregur raka frá húð barnsins, þannig að það heldur barninu þurru í lengri tíma.
Bleyjuskeljar
Hver bleyjuskel er úr vatnsheldu efni sem er gert úr endurunnu pólýester, unnið úr plaströrum sem bjargað hefur verið úr sjónum. Flexi Cover skeljarnar innihalda tvö lag af TPU laminate og hægt er að nýta skelina allt að 3x svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana og skipta bara um innlegg. Skeljarnar hafa tvöfaldar teygjur í mjaðmagrófinni til að tryggja hámarksvörn gegn leka.
Aftast í hverri skel er innbyggð vörn sem verndar gegn leka upp að baki barnsins. Innleggið getur annað hvort verið sett undir þessa vörn eða lagst ofan á, það er valfrjálst. Framan á hverri skel er teygja sem heldur skelinni þétt að maga barnsins.
Bleyjuinnleggin
Hvert bleyjuinnlegg er hannað til að smella eða liggja inni í bleyjuskelinni. Innleggin frá Bare and Boho geta einnig verið sett undir bakvörnina fyrir aukna vörn gegn leka. Hvert innlegg hefur teygjur á hliðunum sem umlykja mjaðmirnar til að draga best úr raka og vernda gegn leka.
Bústerar
Hver búster er mótaður í stundaglaslaga form til að passa vel að líkama barnsins. Bústerarnir frá Bare and Boho hafa innbyggt efni sem er rakadrægt og mjúkt. Þeir eru hannaðir til að auka rakadrægni bleyjunnar og eru valfrjálsir í notkun, fer eftir því hversu mikla rakadrægni barnið þitt þarf.
Til að nota bústerinn skaltu einfaldlega leggja hann ofan á innleggið, eða brjóta hann í tvennt og leggja að framan, sérstaklega fyrir drengi, þar sem álagið er mest.
Efni
- Ytra efni skeljar: 100% pólýester rPET
- Ytra efni innleggs: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efra lag innleggs: 100% pólýester microfleece
- Búster: 70% bambus og 30% bómullarfleece
- Efri lag bústera: 100% pólýester microfleece
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Nimble Germ Zapper sótthreinsirinn þornar fljótt og skilur ekki eftir sig filmu á höndunum. Hann er bragðlaus, með milda og góða lykt og þurrkar ekki hendurnar. Hentar ekki síður fullorðnum með viðkvæma húð.
- Eingöngu náttúruleg innihaldsefni unnin úr plöntum.
- Laus við öll ertandi efni, súlföt, ilmefni og ensím
- Dreppur 99.9 % baktería