Fimmtudaginn 17. október hélt Cocobutts kynningu á Fyrirtækjakynningu hjá Atvinnurekenda Auði, þar sem rúmlega 40 konur í eigin atvinnurekstri voru viðstaddar. Elín hélt 10 mínútna fyrirlestur þar sem fjallað var um mikilvægi umhverfisvæns og eiturefnalauss lífsstíls, og fékk kynningin frábærar viðtökur.
Eftir fyrirlesturinn var Cocobutts með vörur til sölu ásamt Andrá Reykjavík, og heppnaðist viðburðurinn afar vel. Við hjá Cocobutts erum spenntar fyrir því að halda fleiri svona kynningar og viljum hvetja þá sem hafa áhuga til að hafa samband og bóka okkur fyrir næsta viðburð.