Nýjustu fréttir

Velkomin í Cocobutts stúdíóið

Velkomin í Cocobutts stúdíóið

Kæru vinir - Gleðilegt nýtt ár! Við höfum loksins fundið plássið sem við höfum verið að leita að í marga mánuði. Það gleður okkur að tilkynna að nú sé hægt að sækja allar pantanir til okkar í Cocobuttsstúdíóíð alla virka daga frá kl 09:00-15:30. Stúdíóið er staðsett í Engihjalla 8 í Kópavogi fyrir ofan Nettó, eða í E8 fyrirtækjasetri. Okkar stúdíó er staðsett í "Stockholm" en ef enginn er við þá bankið þið í "París" og munu feðgarnir taka vel á móti ykkur þar og afhenda.  Stúdíóið er hugsað alflarið til þess að geyma lager og leigupakka, taka upp auglýsingaefni, taka á móti vörum og afhenda pakka. Við stöndum enn á því að vera ekki með almenna búð en fyrir þá sem langar endilega að kíkja á vörur í persónu þá skulið þið ekki hika við að senda okkur línu og við mælum okkur mót.  Af því sögðu að þ´á erum við stöllur að öllum líkindum við uppúr hádegi og til 15:30 á föstudögum.  Því er best að heimsækja okkur þá ef það kallar að skoða vörur. Fríi afhendingaþröskuldurinn verið hækkaður aftur upp í 15.000kr úr því að nú sé hægt að sækja.     
Við fögnum 3 árum í rekstri!
Lægri afhendingaþröskuldur - gjaldfrjáls prufupakki!

Lægri afhendingaþröskuldur - gjaldfrjáls prufupakki!

Kæru vinir! Um helgina gerðum við smávægilegar breytingar á þjónustum okkar sem við vonum að geri upplifun ykkar með okkur enn betri.    Fyrsta tilkynningin er sú að nú er hægt að nálgast prufupakkann okkar gjaldfrjálst í tvær vikur. Það eina sem þarf að greiða fyrir er sendingakostnaður! Við vonum að þessi breyting veiti fleirum innblástur til þess að prófa taubleyjur.  Hægt er að skoða prufupakkann hér.  Hitt er að við höfum ákveðið að minnka fría afhendingaþröskuldinn með Dropp úr 15.000 í 10.000kr! Þetta er gert í takti við þá staðreynd að ekki sé hægt að ná í pantanir til okkar í augnablikinu og vonum við að þetta komi til móts við það.  Í lokin hvetjum við fylgjendur til þess að fylgjast með á miðlunum okkar alla sunnudaga fram að jólum þar sem við erum með skemmtilegan aðventu-Instagram leik í gangi. Vikulega geta tvær heppnar fjölskyldur unnið hjá okkur lítinn glaðning. Við erum í jólaskapi! Ekki hika að spyrja ef einhverjar spurningar vakna!  
Bless, Fjölskylduland!

Bless, Fjölskylduland!

Já... þið lásuð rétt!   Við erum að loka... ekki „loka-LOKA“...   Heldur höfum við ákveðið að gera nauðsynlegar breytingar til þess að....   VAXA ENN MEIRA   Og til þess að gera það þá ætlum við að loka verslun okkar í Fjölskyldulandi.    „Ha? í alvöru?“   Í alvöru.    *Mynd af fyrstu uppsettningunni okkar í verslunarkjarna í Kópavogi. Okkar fyrsta skref ÚR netheiminum og í raunheiminn!*   Afhverju?   Langflestir viðskiptavinir okkar panta í gegnum netið og því þykir okkur liggja beinast við að beina orkunni okkar akkúrat þaðan sem pantanirnar koma...   Á netið!   *Mynd af fyrstu alvöru verslun okkar í Aríu þegar við vorum enn að koma okkur fyrir. Ó hvernig þetta horn stækkaði!*   Við höfum rekið verslun með ágætis árangri í þrjú ár og á þeim tíma höfum við verið í fjórum húsnæðum.   Þessi tími hefur verið magnaður. Að reka verslun hefur verið ótrúlega GAMAN en á sama tíma mjög krefjandi. Við höfum lært það að verslunarrekstur er tímafrekt og kostnaðarsamt verkefni sem við stöllur höfum hvorugar nægilega mikinn tíma fyrir einmitt núna í lífinu okkar.    Í staðinn viljum við losa þennan tíma og eyða dýrmætu fjármagni sem annars fer í leigu og rekstur verslunar í að bæta lagerinn og þjónustuna okkar til muna *pssst við erum að taka inn nýtt merki... endilega fylgist með*.   Með meiri tíma fáum við svigrúm til að sinna því sem við höfum botnlausa ástríðu fyrir:   Að breiða út boðskapinn um ágæti taubleyja og skapa markaðsefni sem upplýsir og veitir innblástur til þess að velja fjölnota.   Við lokum versluninni okkar í Fjölskyldulandi en verðum margfalt sýnilegri með bættari námskeiðum, öflugri markaðssetningu, reglulegri viðburðum og „pop-ups“ um land allt með hjálp taubleyjusérfræðinganna okkar - sem eru 10 talsins staðsettir víðsvegar um landið.   *Mynd af stoltum verslunareiganda í fínu búðinni okkar í fjölskyldulandi*         Allar stórar breytingar eru ógnvekjandi. Við höfum farið fram og tilbaka í marga mánuði og velt þessu vandlega fyrir okkur, fundað og átt samtöl við ýmsa aðila sem hafa gefið okkur frábær ráð og endurgjafir.   Niðurstaðan er sú, að fyrir okkur er betra að færa reksturinn alfarið yfir á netið og berum við fullt traust til þeirrar ákvörðunar!    Við höfum fundið vinnurými þar sem við munum halda lager og pakka pöntunum tímabundið áður en við færum okkur endanlega í vöruhús. Þetta skref er risastórt en við erum ekkert smá spenntar að taka það loksins.    Verslun okkar mun loka 31.oktober en þangað til verður hægt að heimsækja okkur í Fjölskyldulandi! Eftir það verður einungis hægt að kaupa af netinu og á viðburðum.   Þökkum fyrir allar heimsóknirnar og minningarnar sem við höfum skapað með ykkur í búðunum okkar fjórum á 3 árum! Nú er tími til þess að takast á við næsta vaxtarkypp! Við léttum á lager fyrir flutninga úr Fjölskyldulandi   Valdar vörur verða á sérstöku rýmingarafslætti út mánuðinn. Hjálpaðu okkur við flutninganna og gerðu góð kaup! Skoðaðu lagersöluna hér - hún verður gangi til 31.okt
"Pop Up" í Fjarðabásum, Reyðarfirði frá 19.-31.okt

"Pop Up" í Fjarðabásum, Reyðarfirði frá 19.-31.okt

Kæru vinir, Í fyrsta sinn höfum við sett upp bás fyrir austan! Básinn er staðsettur í Fjarðabásum á Reyðarfirði og verður básinn aðgengilegur út oktobermánuð á opnunartíma Fjarðabása. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eru að velta taubleyjum fyrir sér en langar að fá að skoða vörurnar fyrst til þess að fá "fíling" fyrir þeim. Og enn betra tækifæri fyrir þá sem eru byrjaðir í taui og langar að fjárfesta í nýjum gersemum! Á staðnum verða líka sundgallar, tíðarvörur og annað góðgæti sem við bjóðum hjá Cocobutts. Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref þá minnum við á næsta taubleyjunámskeið á netinu sem hægt er að skrá sig í. Laugardaginn 21. oktober verður síðan taubleyjusérfræðingur á staðnum fyrir þá sem vantar handleiðslu. Fyrir utan þá daga þá er Berglind, snillingurinn sem er að hjálpa okkur með básinn fyrir austan, MJÖG sjóuð í taubleyjum og getur alltaf hjálpað forvitnum fjölskyldum! Ekki missa af þessu!  Smelltu á myndina til þess að fara á Facebook Eventinn
Við höfum slegist í för með Dropp

Við höfum slegist í för með Dropp

Nú kostar mun minna að fá pakkann þinn sendann á næstu afhendingastöð með Dropp. Við bjóðum þó áfram upp á afhendingar með Póstinum fyrir þá sem vilja pakkann heim að dyrum eða á stöðum sem Dropp eru ekki með afhendingastöð.Hér finnur þú lista yfir þá afhendingastaði sem dropp bíður upp á.