Þann 16. desember varð Eva Suto formlega meðeigandi Cocobutts og skrifaði undir kaupsamning.👏 Við erum ótrúlega spenntar að fá hana í teymið okkar og hlökkum til að sjá hvernig hennar reynsla og ástríða mun styrkja Cocobutts enn frekar.
Um Evu
Eva Suto er 37 ára stolt móðir 5 ára drengs og með mikla ástríðu fyrir gæðavörum sem einfalda lífið og stuðla að betri lífsgæðum. Hún hefur margra ára reynslu af heildsölu og er einstaklega meðvituð um umhverfisvænar lausnir og mikilvægi hreins lífsstíls.🌿
Hún kynntist Cocobutts sem viðskiptavinur og varð heilluð af vörunum og gildunum sem fyrirtækið stendur fyrir. Þegar tækifærið bauðst til að ganga inn í hlutverk meðeiganda sagði hún einfaldlega: "HELL YES!" 🙌
Eva segir:
"Cocobutts endurspeglar allt sem ég stend fyrir: vörur sem einfalda móðurhlutverkið, stuðla að betri heilsu og eru umhverfisvænar. Ég er spennt fyrir því að hjálpa fyrirtækinu að vaxa og bjóða upp á frábært vöruúrval sem hentar öllum."
Fylgstu með Evu á samfélagsmiðlum:
- Instagram: @evasuto
- Fréttabréf/Blogg: evasuto.substack.com
- Facebook: facebook.com/evaiceland
Við bjóðum Evu hjartanlega velkomna og hlökkum til spennandi tíma framundan! 💚