Við erum mjög spennt að kynna nýjan liðsmann hjá Cocobutts – Maríu Rún Baldursdóttur! María er mikill Cocobutts aðdáandi og hefur notað taubleyjur frá fyrstu dögum Baldurs Mána, sonar síns, sem er nú 15 mánaða. María kemur til okkar með ríkulega reynslu úr umhverfisvænni verslun, þar sem hún starfaði sem verslunarstjóri hjá Vistveru. Við erum einstaklega stolt að fá hana til liðs við okkur!
Frá og með þriðjudeginum 29. október verður María í Cocobutts stúdíóinu á opnunartíma frá kl. 10:00 til 15:00 á þriðjudögum. Við hlökkum til að taka á móti ykkur, hvort sem þið viljið skoða vörurnar, fá persónulega ráðgjöf eða bara eiga notalega stund með okkur.