Áætlaður afhendingartími milli október 12 og október 14.
Ekki hægt að sækja Netverslun
Lítill Cocobutts blautpoki - Eitt hólf
Munstur: Bleikur
Netverslun
Ekki hægt að sækja
Faxafen 10 2. hæð 108 Reykjavík Ísland
+3548452223
Frábærir blautpokar fyrir heimilið, skiptitöskuna og leikskólann! Þessir litlu blautpokar með einu hólfi eru fullkomnir fyrir að geyma allt sem þú þarft, hvort sem er:
Bleyjur
Blautar buxur og sokka
Blaut sundföt
Undir snyrtidót
Sem pennaveski
Með þægilegri stærð að 20cm x 25cm er pokinn góð lausn fyrir margar af þínum daglegu þörfum. Auk þess er blautpokinn:
PCP vottaður
Engin BPA, falöt, eða blý
Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að að þvo alla aukahluti með PUL-efni með öðrum PUL vörum og samnýta þannig þvottinn.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka allar vörur með PUL-i á snúru. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hitastillingu.
Afhending Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
Skil og skipti Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.
Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.
Taubleyjur eru hagkvæmari en einnota bleyjur og geta sparað fjölskyldum hundruði þúsunda á bleyjutímabilinu. Þær endast í mörg ár, henta fyrir fleiri börn og draga úr úrgangi. Lestu meira um hvernig þú getur sparað með fjölnota bleyjum!
Það er eðlilegt að finnast taubleyjulífið vera mikið í byrjun, en mundu að þú þarft ekki að kunna allt strax. Smám saman verður þetta einfaldara, og við erum hér til að styðja þig. Þetta blogg er fyrir öll sem vilja fara af stað en þurfa aðstoð við sín fyrstu skref🤝
1. Fyrst þarftu að kynnast kerfunum sem eru í boði. Byrjaðu á því að lesa þetta blogg um mismunandi kerfi taubleyja og sjáðu hvort að eitt kerfi talar sérstaklega til þín. Almennt mælum við með að prófa flest kerfi áður en þú kaupir allt safnið þitt því annars áttu í hættu með að kaupa of mikið af því sem hentar ykkur síðan kannski ekki🤷🏻♀️ Með smá rannsóknum munt þú finna það sem hentar þér og fjölskyldunni best. 2. Þetta hefst síðan allt saman á fyrstu bleyjunum. Um leið og þið eruð komin með þær í hendurnar þá eru þið farin af stað. Við mælum með að byrja á nógu mörgum bleyjum til að dekka einn dag í taubleyjum, eða a.m.k. tvo hálfa daga. Það eru yfirleitt 5-6 taubleyjur og blautpoki. Gott er að prófa einnota eða fjölnota renninga líka (e. disposable liners) sem grípa kúk og gerir þrifin töluvert einfaldari.
3. Ef þú vilt ekki kaupa tilbúna pakka þá er um að gera að útvega sér þær bleyjur sem þér líst vel á, notaðar eða nýjar. Oft er hægt að finna vel með farnar notaðar bleyjur í Barnaloppunni og á Taubleiutorginu á Facebook. Við mælum ekki með að sanka að sér allskonar taubleyjum af mismunandi tegundum og taubleyjumerkjum því það getur bara ruglað þig í rýminu og gert þetta töluvert flóknara en þetta þarf að vera. Ef þú vilt prófa allar gerðirnar, reyndu þá bara að kaupa eina af hverri gerð til að prófa og svo kaupirðu meira að því sem þú fílar. Einnig er gott að kynna sér hvað þarf að hafa í huga þegar keyptar eru notaðar bleyjur, þú getur lesið þér betur til um það hér. Nýburableyjuleigan okkar er svo alveg tilvalin til að prófa taubleyjur fyrstu 1-2 mánuði barnsins en þar færðu í raun fullt safn af taubleyjum og alla aukahluti sem þú þarft til að nota eingöngu taubleyjur fyrstu mánuðina. Þar sem nýburar vaxa svo hratt í byrjun mælum helst alltaf með því að kaupa ekki nýburableyjur heldur frekar fá þær lánaðar eða leigja þær.4. Ef þú hefur tök á því að þrífa annanhvern dag þá mælum við með að eiga 16-20 bleyjur. Þú getur tínt í safnið þitt smátt og smátt eða keypt allar bleyjur í einu sem þér líst vel á.🧸5. Þegar þið eruð komin með bleyjurnar í hendurnar skulið þið lesa þetta blogg hér um hvernig á að preppa þær og nokkrar þumalputtareglur varðandi tau. Einnig skaltu horfa á þetta myndband um hvernig skal setja taubleyju á barn og síðan kanski lesa þetta blogg hér um tau og kúk.💩6. Þegar þið eruð búin að lesa hvernig hvernig á að preppa þær og þekkið þumalputtareglurnar skulið þið einfaldlega fara af stað. Núna er að kynnast taubleyjulífinu sjálfu og tími til að spá í þvottarútínu.🧺 Hér er okkar tillaga að einfaldri þvottarútínu til viðmiðunar🌸 Góð þvottarútína er mjög mikilvæg því taubleyjan er næst húð barnsins og því skiptir miklu máli að bleyjurnar séu hreinar.✨ Einnig er gott að hafa í huga að þvottaefni og önnur aukaefni geta safnast fyrir í þvottavélinni og því gott að huga að hreinlæti þvottavélarinnar líka. Hér er tillaga að því hvernig þú djúphreinar þvottavélina.
7. Farðu af stað og hafðu í huga að í byrjun gertur þetta verið svolítið brösulegt. Verið opin gagnvart leka og almennum ruglingi. Besta ráðið hér er að hlæja bara og reyna betur. Áður en þú veist af ertu komin með skothelda rútínu sem flæðir vel með heimilislífinu þínu. Hér er tékklisti fyrir leka💦
8. Byrjaðu á því að nota bara þau innlegg sem fylgja með🤍 Kanski eru þau nóg- kanski þarftu meira eða eitthvað öðruvísi. Það er ómögulegt að vita hvað þú þarft án þess að prófa bleyjurnar fyrst. Sum börn eru ofurpissarar og þurfa extra rakadrægni á meðan önnur eru bara góð með það sem fylgir. Hér er blogg um mismunandi innlegg.
9. Þegar þú ert 100% viss um að tau er eitthvað sem þú vilt halda áfram með þá mælum við með því að byrja að tína að sér aukahluti sem gerir tauið svo miklu miklu miklu auðveldara og þægilegra. Hér er okkar tjékklisti✔️☑️ Extra stór deluxe blautpoki til að eiga heima fyrir óhreinu taubleyjurnar☑️ Úrval blautpoka með aðskildum hólfum til þess að hafa í skiptitösku☑️ Hríspappír til þess að setja í bleyjuna til þess að grípa kúk eða til þess að passa upp á bleyjunar ef þú þarft að nota zink krem☑️ Fjölnota þurrkur - hvers vegna ekki bara að taka þetta alla leið?
10. Ef þú ert með einhverjar spurningar sem við höfum ekki svarað hér þá máttu endilega kíkja á þetta blogg um þær algengustu spurningar sem við fáum á borðið til okkar og sjá hvort að þú finnur ekki lausnina þar🪄 Ef ekki þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á instagram, spjallinu, Facebook eða einfaldlega hringja í okkur! Einnig mælum við með því að skrá sig á "Taubleiutjatt" eða í Cocobutts fjölskylduna - lokaða facebookhópinn okkar fyrir stuðning og hvatningu!11. Þegar þið eruð búin að tækla daginn þá gæti verið góð hugmynd að spá í næturvaktinni líka✨💤 Hér finnur þú gott blogg um næturbleyjur. Ef þú ert með ofurpissara mælum við eindregið með ullarbuxum yfir næturbleyjur.Þetta eru ráðin og skrefin sem munu koma þér af stað. Allar aðrar upplýsingar eru í raun aukatriði sem þú þarft ekki að spá í nema að þú raunverulega vilt það! Mundu að taubleyjulífið er ferðalag sem vert er að taka fyrir þig, fjölskylduna og umhverfið allt. Gangi þér vel og ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna! Við erum saman í þessu💖 Láttu vita hvernig gengur, við elskum að heyra frá þér og fjölskyldunni þinni!
Rétt þvottarútína er einn mikilvægasti þátturinn í að halda taubleyjunum þínum í topp standi, og hún tryggir að bleyjurnar haldist hreinar, lyktarlausar og endist sem lengst. Þó að það sé engin ein uppskrift sem hentar öllum, þar sem fjölskyldur hafa mismunandi þvottavélar, börn og þarfir, þá er alltaf hægt að byrja á grunnrútínu og aðlaga hana eftir þörfum.
Við höfum sett saman tillögu að góðum upphafspunkti fyrir þvottarútínu. Ef hún hentar þér fullkomlega, þá ertu á réttri leið! Ef ekki, er auðvelt að breyta rútínunni eftir þínum þörfum – oftast þarf bara að skoða skolunina eða þvottaefnið.
Ef þú lendir í vandræðum með þvottinn, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Við erum hér til að hjálpa þér að sigla í höfn!
Athugið: Tillögur að þvottaefnum má finna neðst í þessu bloggi.
Sjá einnig:Þvottarútína fyrir ullarbleyjur má finna hérÞvottarútína fyrir tíðavörur má finna hérÞvottarútína fyrir þjálfunarnærbuxur má finna hér
Geymsla notaðra bleyja
Notaðar bleyjur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með Pail liner, en það er einnig í lagi að nota bala eða vask sem tryggir gott loftflæði. Pro tip: Gættu þess að geyma bleyjurnar þurrar – geymsla í vatni getur skemmt bleyjurnar og teygjurnar.
Ef bleyja verður fyrir kúki, skaltu skola hana að kvöldi eða strax. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skola bleyjur sem aðeins hafa verið pissað í – þær má geyma fram að þvottadegi.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að nota þrjá aðskilda þvottahringi (nýtt prógramm í hvert skipti), því flestar vélar skipta ekki um vatn milli hringja innan sama prógramms, sem getur valdið því að þvotturinn verði ekki nægilega hreinn.
Klassískur taubleyjuþvottur
Fyrsti hringur: Kalt skol án þvottaefnis (Rinse + Spin).
Annar hringur: Langur hringur á 60°C með þvottaefni (minnst 2 klst).
Þriðji hringur: Kalt skol án þvottaefnis.
Ofnæmisstilling
Ef þvottavélin þín er með ofnæmisstillingu sem þrífur við 60-63°C í 2,5-4 klst og skiptir um vatn á milli hringja, geturðu sleppt síðasta skolinu í lokin.
Pro tip: Eftir þvott er gott að þreifa á bleyjunum og lykta af þeim. Ef þær lykta ekki af þvottaefni eða súru ætti allt að vera í lagi. Ef þvotturinn er ekki alveg rétt skolaður, getur verið gott að setja þær í annan „Rinse + Spin“.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka bleyjurnar í lofti. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hita stillingu fyrir innleggin. Pro tip: Settu aldrei skeljar eða vasar í þurrkara þar sem hitinn getur eyðilagt teygjurnar og ytra efnið.
Algengar spurningar og svör
Hvaða þvottaefni ætti ég að nota?Á Íslandi eru til margir möguleikar þegar kemur að þvottaefnum. Þumalputtareglan er sú að nota þvottaefni sem inniheldur ekki of mikla sápu eða ensím, þar sem þau geta skaðað bleyjurnar með tímanum. Smkv könnun (2013) innan Taubleiusamfélagsins á Íslandi voru eftirfarandi vörur vinsælastar: Neutral, Nappy Lover frá Nimble, og Milt fyrir Barnið. Aðrar vinsælar vörur eru Balja, Fairy Non Bio og Biotex.
Má ég þvo eitthvað fleira með bleyjunum?Já! Sérstaklega ef þú átt ekki nægar bleyjur til að fylla vélina 4/5. Margir bæta minni hlutum í vélina eftir fyrsta skol (án þvottaefnis). Þetta sparar vatn og hjálpar til ef þú ert með litla þvottavél.Pro tip: Þjálfunarnærbuxur og fjölnota tíðavörur eru frábærar til að þvo með bleyjunum.
Má ég nota mýkingarefni?Nei, mýkingarefni skemma bleyjurnar og draga úr virkni þeirra.
Hversu oft þarf ég að þvo bleyjurnar?Þetta fer eftir því hversu margar bleyjur þú átt og hversu oft þú hefur tíma til að þvo og þurrka. Sumir þvo daglega, aðrir annan hvern dag. Mikilvægast er að geyma ekki bleyjurnar of lengi án loftflæðis, þar sem það getur valdið myglu og vondri lykt.
Ályktun
Það getur tekið tíma að finna hina fullkomnu þvottarútínu, en með réttri geymslu, þvotti og þurrkun munu taubleyjurnar endast lengi og halda barninu þínu hreinu og þurru. Ef þú lendir í vandræðum með bleyjuþvottinn, skaltu ekki hika við að leita ráða, hvort sem er hjá okkur eða í netspjallhópum á Facebook eins og „Þvottaráð fyrir taubleyjur.“
Sjá einnig: Svona djúphreinsar þú þvottavélina þína
Svona djúphreinsar þú taubleyjurnar