11 vörur
11 vörur
Flokka eftir:
Vörulýsing
Vandaðir og fallegir sundgallar og derhúfa frá ástralska taubleyjuframleiðandanum Bare and Boho sem henta til sundiðkunar í íslenskum aðstæðum allan ársins hring.
Eins og með flest annað frá Bare and Boho þá eru vörurnar mjög vandaðar, búnar til úr endurunnu plastefni úr sjónum og loks, auðvitað, skreyttar af Áströlskum listamönnum.
Gallarnir eru með góðum rennilás að framan, löngum ermum og loks smellum í klofinu svo auðvelt er að opna þá að neðan ef þess þarf.
Þar að auki er efnið tvöfalt við búkinn þannig hann er fullkominn sundflík sem heldur hita í litlum kroppum yfir kalda vetrarmánuðina.
Skemmtilegur sólhattur kemur með öllum göllum. Bæði hattarnir og gallarnir vernda barninu frá sólinni með UPF50+.
Stærðir
Myndbönd
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu er OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Viltu tryggja að barnið þitt sé þægilega klætt á meðan það nýtur sundsins? Þessar sundbleyjur frá Alva Baby eru fullkomin lausn fyrir öll börn á aldrinum 8-25 kg! Þessar léttu og stílhreinu bleyjur veita ekki aðeins öryggi, heldur einnig þægindi og stíl.
Helstu eiginleikar:
- Stillanleg hönnun: Sundbleyjurnar eru auðvelt að stilla, þannig að þær passi fullkomlega á börn sem vega á milli 8 kg og 25 kg.
- Gæðefni: Innra lagið er úr AWJ efni sem veitir þægindi, og ytra lagið er úr 100% pólýester, sem tryggir endingartíma og auðveldan þvott.
- Falleg munstur: Vörurnar koma í fjölbreyttum og fallegum munstrum sem gera sundleikinn enn skemmtilegri.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Ilmir
Original: Ferskur og frískandi ilmur með róandi chamomile og lavender.
Natural: Innihalda engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Sugar Crush: Sætur með ávaxtakeim. Hugsaðu um sæta vanillu með léttum kirsuberja og möndlutón.
Secret Garden: Fallegur blómkenndur ilmur sem grípur essensinn af blóminu gardenia.
Wishes: Mjúkur og púðurkenndur ilmur með keim af sykraðri plómu.
What a melon : Djúsí vatnsmelona með vott af ferskri gúrku, kíví og lime.
Honey Blossom:
Í grunninn má finna sandal, sykur og vanillu. Þaðan tekur við falleg jurta- og blómablanda af bergamót, lavender og eucalyptus ásamt dásamlegum keim af kókoshnetu og jasmín!
Um púðrið
Poppets barnapúðrið var búin til af foreldrum fyrir foreldra sem var náttúrulegt, umhverfisvænt og laust við öll aukaefni. Púðrið er silkimjúkt með marga jákvæða eiginleika.
Barnapúðrið frá Poppets verndar, nærir, heilar og græðir viðkvæma húð barnsins. Það er nógu milt til að bæði fyrirbyggja og heila roða og útbrot.
Tilgangur barnapúðursins er að hjálpa til við að þerra húð barnsins við bleyjuskipti eða eftir bað. Það þarf aðeins örlítinn skammt til þess að þerra húðina svo ekki þurfi að bíða eftir því að rakinn fari úr húðinni eða þurrka henni harkalega til að þerra hana nægilega vel.
Hægt er að nýta barnapúðrið í ýmislegt annað tengt heimilislífinu. Eftir sund, eftir strandarferðina, þurrka svita og raka af húðinni á sumrin eða þegar maður er úti í útlöndum, eða jafnvel sem þurrsjampó!
Notkunarleiðbeiningar
Þerrið húðina létt áður en púðrið er sett á, dustaði litlu magni í lófann og settu beint á húðina. Gættu þess að púðrið fari ekki í andlit barnsins.
Innihald og pakkningar
Fáanlegar í 60gr ferðaflösku og 100gr álflösku í fullri stærð. Báðar flöskurnar eru endurnýtanlegar og eru með smellutappa með skrúfgangi þannig auðvelt er að dusta og bæta púðrinu úr eða í flöskuna.
Hægt verður að kaupa áfyllingar fyrir bæði 100gr og 160gr.
Áfyllingarnar koma í kraft bréfapoka sem búinn er til úr endurnýtanlegum efnum og er lokað með límrönd. Pokarnir eru 100% niðurbrjótanlegir og brotna niður á 10 vikum.
Efni
Bentonite, Kaolin, Zea Mays Starch, Calendula Officinalis Flower Extract, Ulmus Fulva Bark Extract, Parfum
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Virkilega sæt og hentug sundfatasett fyrir stúlkubörn sem innihalda léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum ásamt pífupol í stíl. Fullkomið við sundlaugarbakkann!
Stærðir
M - 4,5-15kg
L - 8-25kg
Efni og þvottaleiðbeiningar
- Efni Bolur: 82% polyester + 18% spandex
- Sundbleyja:
- Ytra lag: 100% Polyester með PUL
- Innra lag: Athletic Wicking Jersey (Polyester Mesh)
Þvottaleiðbeiningar:
- Þvoið fyrir notkun.
- Þvoið á max 30 gráðum í vel eða í handþvotti.
- Hengið til þerris.
Hönnuð til að endast
Upplitast ekki, þessi sett halda mýkt sinni og litnum.
- Engin BPA, falöt, eða blý.
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Fitted bambus bleyjurnar frá Little Lamb fást í fjórum mismunandi stærðum og eru dúnmjúkar og einstaklega rakadrægar. Þær eru einfaldar og með frábært og þægilegt snið og eru gjarnan notaðar sem næturbleyjur en þá eru skeljarnar keyptar með.
Frekari upplýsingar
Bleyjurnar koma bæði með og án riflásar. Bleyjur með riflás eru afskaplega þæginlegar en fara oft verr úr þvotti og endast stundum skemur. Ef valdar eru bleyjur án riflásar þá þarf að eiga taubleyjuklemmu líka. Skoða bleyjur með riflás HÉR.
Með hverri bleyju fylgir:
1x bambus búster (saumaður inn í fyrir stærð 2 og 3)
1x flísrenningur
Eiginleikar
Notkunarleiðbeiningar
Efni
- Oeko-tex vottað bambus og viscose
- Framleitt á umhverfisvænan og mannúðlegan hátt í Tyrklandi
Myndband
Um merkið
Little Lamb nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Vörulýsing
Hafði allt til alls á ferðinni og tryggðu þér auka innlegg í fjölnothæfu skiptimottuna/töskunni frá Noah Nappies. Auka innleggin eru með fjórum smellum og eru ætlaðar til skiptana á þeirri sem fylgir fjöllnothæfu skiptimottunni.
Framleiðsla silkis krefst ekki rotvarnarefna eða annarra skaðlegra efna eins og þekkist með önnur efni.
Skipta skal um silkirenning við hver bleyjuskipti.
Þvottaleiðbeiningar
- handþvo skal silkirenninga í höndunum
- halda skal hitastigi vatnsins jöfnu um 30'C á meðan handþvotti stendur. Flestar þvottavélar skola með köldu vatni á ullar og silkiþvottastillingum og því ekki mælst til að þvo silkirenninga í þvottavél.
- eftir handþvott skal teygja renninginn þannig hann nái sinni upprunalegu stærð og lögum og hengja til þerris á snúru.
- ekki þurrka silkirenninga úti í sólinni.
Vörulýsing
Flöt bambus taubleyja sem er 50x50cm að stærð. Þessi fjölnota taubleyja nýtist til að mynda sem nýburableyja fest með taubleyjunælu á gamla mátann. Ef þú þarft fleiri taubleyjunælur þá geturu fengið þær HÉR og ef þú vilt frekar taubleyjuklemmu (snappi) þá fæst hún HÉR. Til að fullkomna bleyjuna mælum við með þurrkanlegri Ai2 skel eða ullarskel. Einnig er hægt að nota taubleyjuna sem skiptidýnu, til að grípa litlu óvæntu pissuslysin eða sem handklæði í nýburabaðinu og margt fleira.
Efni og stærð
Flöt taubleyja: 50x50 tvöfalt og teygjanlegt bambus terry
MyndbandJo Fold sýningarmyndband - tilvalið fyrir nýbura
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Birgðu þig upp af flísrenningum og fáðu þá á 50% afslætti þegar þú kaupir 10 stk saman!
Flísrenningar eða fjölnota renningar frá Little Lamb.
Flísrenningurinn þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætu þannig að barnið finnur síður fyrir henni. Stundaglaslaga flísrenningar aðlaga sig vel að taubleyjum og gefa hámarks vörn gegn vætu.
Fjölnota flísrenningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem flís dregur vætuna frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir liner er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Flísrenningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Vörulýsing
„Eco Warrior“ lífræna hamp bómullarblandan er úr sjálfbærum og lífrænt ræktuðum trefjum sem gerir það að verkum að innleggið er náttúrulegra og minna unnið. Þetta er einnig harðgert efni sem endist vel. Vegna þess hve lítill hampurinn er unninn hefur hann tilhneigingu til að stífna þegar hann þornar og getur því verið harður og vel formaður en hefur þann eiginleika að mýkjast þegar hann hitnar við húð barnsins.
Innleggin eru „One-size“ og henta frá 4-18 kg.
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar að úr heiminum.