6.290 kr
Verð per eininguAIO Taubleyjur - með Elskbar Natural Snap-In færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hentar barninu þínu frá 6-18 kg. Bleyjan hefur vatnshelda skel og tvö innlegg úr bambus og lífrænni bómull.
Helstu eiginleikar
- Ótrúlega mjúkar og teygjanlegar
- Frábært snið
- Gríðarlega rakadræg innlegg - þú getur stjórnað rakadrægninni með mismunandi stillingum
- Ótrúlega fallegar
- Gerðar úr bambus og lífrænni bómull
- Notast við smellukerfið Snap-in-one (SIO). Inni í bleyjunni er bambus og lífræn bómullarblanda sem hentar fullkomlega viðkvæmri húð. Innleggjatunga og búster frá Elskbar fylgir með.
Elskbar Natural Snap-In er einstök taubleyja sem er hönnuð með tilliti til náttúrunnar og hágæða efna. Barnið þitt fær falleg unisex mynstur, mjúk náttúruleg efni á móti húðinni og skel sem passar vel á það og gefur því frelsi til hreyfinga.
Ein stærð - ein bleyja Þú þarft aðeins þessa bleyju frá því að barnið er um 6 kg upp í 18 kg. Þ.e.a.s., þetta er „one size“ bleyja sem stækkar með barninu. Hún er með smellum að framan sem gera þér kleift að stilla stærðina í þrjú stig. Þannig geturðu alltaf tryggt að bleyjan passi vel á barnið.
Snap-In AIO bleyja AIO (allt-í-einni) er hugtak yfir taubleyju þar sem innlegg og bleyjan eru saumuð saman. Elskbar Natural Snap-In er AIO bleyja, en með snjöll hönnun Elskbar gerir þér kleift að smella innleggjunum af, sem styttir þurrkunartímann verulega. Það þarf að þvo alla bleyjuna eftir hverja notkun þar sem skelin hefur innbyggða rakadrægni og blotnar. Við köllum þessa tegund bleyju Snap-In AIO.
Innlegg úr náttúrulegum efnum Tvö innlegg fylgja með, bæði úr mjúkum og mjög rakadrægum náttúrulegum efnum – bambus og lífrænni bómull. Það er langt innlegg og minna innlegg, bæði með þremur lögum. Með þessum innleggjunum færðu mikla rakadrægni án þess að bleyjan verði of stór. Innlegg eru smellt í vatnsheldu skelina til að koma í veg fyrir að þau hreyfist þegar barnið er á hreyfingu.
Rakadrægni eftir þörfum
- Ef barnið pissar lítið geturðu valið að nota aðeins minna innleggið og fengið fína, þrönga bleyju.
- Ef barnið pissar mikið geturðu notað lengra innleggið sem er brotið tvöfalt.
- Þú getur notað bæði innlegg ef barnið pissar mikið, til dæmis í hvíld eða á nóttunni. Þegar bæði innlegg eru notuð inniheldur bleyjan 9 mjög rakadræg lög, og ef lengra innleggið er brotið enn frekar, færðu 12 lög af rakadrægni. Það er ansi mikið.
Þannig geturðu breytt og lagað rakadrægnina að þörfum barnsins.
Vatnsheld skel Vatnsheldi hluti bleyjunnar er úr TPU efni. Oftast er PUL notað í vatnshelda ytra lag taubleyja, en það er framleitt í efnaferli sem er ekki mjög umhverfisvænt. TPU er hins vegar framleitt með hitameðferð og er þar af leiðandi laust við efna lím. Við erum stolt af því að bjóða taubleyjur með TPU. Inni í skelinni er lag af bambusflísefni sem gefur bleyjunni auka lag af rakadrægni og er á sama tíma mjúkt og þægilegt á húð barnsins.
Frelsi til hreyfinga og gott „fit“. Það er engin spurning að Natural Snap-In bleyjan passar vel á barnið. Hún er mjó á milli fótanna, ekki of stór á rassinum, og situr vel um læri án þess að þrengja of mikið. Þetta gerir barninu kleift að hreyfa sig frjálst án þess að bleyjan hindri það. Gott fit kemur einnig í veg fyrir leka.
Það er mikilvægt að setja bleyjuna rétt á barnið. Þess vegna mælum við með að þú skoðir vandlega mátunarmyndbandið okkar um hvernig á að setja taubleyju á barn. Þegar þú kannt réttu aðferðina eykur það líkurnar á að vel takist með taubleyjur.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Innra efni: 85% bambus, 15% polyester
Innlegg:
70% bambus , 30% lífrænn bómull
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur.
5.490 kr
Verð per eininguCover All mun einfalda þér lífið. Kostirnir eru skýrir; minni þvottur, styttri þurrktími og ódýrara en önnur taubleyjukerfi.
Ný og endurbætt útgáfa
Elskbar hlustar statt og stöðugt eftir endurgjöf viðskiptavina sinna og vegna frábærra endurgjafa hefur Elskbar endurbætt frábæru Cover All skelina til að gera hana enn betri. Nú er Cover All rúmbetri, nær betur utan um formaðar bleyjur preflats og passar barninu í lengri tíma. Hér eru endurbæturnar:
- Lengri teygjur við lærin
- Breiðari vængir
- Breiðari yfir rassinn
- Lengri teygja á innri flipa aftan til
Hin fullkomna skel
Cover All er engin venjuleg bleyjuskel. Hún er vel úthugsuð og vandlega hönnuð með hjálp bæði reyndra notenda taubleyja og byrjenda frá öllum heimshornum. Hún hefur verið prófuð og leiðrétt nokkrum sinnum og hefur orðið að því sem margir vilja meina að hún sé hin fullkomna skel. Skel er vatnsheldur ytri hluti taubleyju. Skelina þarf ekki að þvo eftir hverja notkun. Þú smellir einfaldlega notuðu innleggi úr skelinni og setur nýtt innlegg í, og setur svo bleyjuna aftur á barnið þitt. Skelina má nota allt að þrisvar sinnum og þarf aðeins að þvo hana þegar hún verður óhrein eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta er virkilega snjallt og mjög hagkvæmt kerfi. Kosturinn er sá að skelin verður minna fyrir sliti við þvott og eykur þannig endingu hennar verulega. Þurrktíminn er stuttur þar sem engin rakadræg efni eru saumuð inn í skelina.
Cover All er one size (einnar stærðar) og passar börnum frá u.þ.b. 6 kg til 16 kg. Á framhliðinni eru fjórar raðir af smellum sem eru notaðar til að stilla lengd bleyjunnar og þar með stærðina. Mittisparturinn hefur tvær raðir af smellum sem bjóða upp á fjölmarga möguleika til að laga bleyjuna að barninu þínu. Vængirnir eru mjúkir og teygjanlegir og passar virkilega vel um mittið. Innan á skelinni eru flipar bæði að framan og aftan sem halda innleggjum á sínum stað og virka sem auka vörn gegn kúkasprengjum. Fliparnir eru úr pólýester án TPU-lamineringar og eru því mjúkir og þunnir.
Innlegg
Engin innlegg fylgja þessari skel. Við mælum með Elskbar innleggjasettunum og Elskbar prefoldinu, ásamt hinum sívinsælu hemp eða bambus innleggjum frá Bare and Boho sem smell passa einnig í þessa skel. Annars er hægt að nota nánast hvaða innlegg sem er í þessa skel, flatar bleyjur, fitted bleyjur, preflats og prefolds. Möguleikarnir eru endalausir. Sjá öll Ai2 innlegg.
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
2.990 kr
Verð per eininguEinstaklega vandað og rakadægt innleggjasett frá Elskbar úr dúnmjúku bambus terry sem helst mjúkt eftir óteljandi þvotta. Settið inniheldur innleggjatungu og búster sem smellist í Natural Snap-In og Cover All frá Elskbar eða sem innlegg í hvaða vasableyjur sem er. Innleggjatungan er þannig hönnuð að hægt er að brjóta hana saman á mismunandi vegu til að fá hámarksrakadrægni nákvæmlega þar sem þú þarft hana. Best er að hafa nokkur lög fremst fyrir drengi og að aftan fyrir stúlkubörn.
Tilvalið er að eiga 3 sett fyrir hverja skel.
Efni
85% bambus
15% polyester
Um merkið
Elskbar er danskt vörumerki í eigu fjögurra barna móður frá Árhúsum. Markmið Elskbar er að framleiða hágæða taubleyjur og aukahluti úr vönduðum, náttúrulegum efnum sem koma í dásamlega fáguðum unisex munstrum og litum.
2.790 kr
Verð per eininguÞetta ofurmjúka og vel rakadræga bambus prefold innlegg er auðvelt að smella í AIO bleyju eða Ai2 Cover All skel skeljarnar frá Elskbar.
Ofurmjukt bambusinnlegg
Þú munt elska þetta ofurmjúka bambus prefold því það er rosalega mjúkt, ofurakadrægt og náttúrulegt. Prefold innleggið frá Elskbar má brjóta á marga mismunandi vegu til að ná fram þeirri rakadrægni sem þú þarft fyrir barnið þitt. Þú getur brotið það bæði í styttri og lengri átt.
Innleggið er úr mjúku bambusfrotté sem er saumað í þrjú brot. Það hefur 3 x 4 x 3 lög af rakadrægni. Þetta þýðir að þegar þú brýtur það saman getur þú náð allt að 10 lögum af rakadrægni. Ef þú brýtur það á hinn veginn getur þú fengið 9 lög á rassinum, 12 lög í miðjunni og 9 lög að framan. Það er fullkomið fyrir börn sem pissa mikið eða til að nota í næturbleyjuinnlegg.
Prefold innleggið hefur tvær smellur og hægt er að festa það bæði í Cover All og Natural Snap-In skeljarnar. En þú þarft ekki að nota smellurnar neitt frekar en þú vilt og getur hreinlega bara lagt innleggið inn í ullarskeljar eða ofan í vasableyjur ef það þóknast þér frekar.
Ef þú vilt nota þetta bambus prefold í Cover All skelina mælum við með að þú hafir 3 innlegg fyrir hverja skel. Þú getur einnig notað auka innlegg til að auka rakadrægni bleyjunnar fyrir langar bílferðir eða næturnotkun.
Innra byrði prefoldsins er með pólýester „mesh“ sem bambuslykkjur eru saumaðar á. Þess vegna verður ekkert pólýester við húð barnsins, en efnið á innra byrðinu veitir stöðugleika, eykur endingu innleggsins og kemur í veg fyrir að prefoldið dragist saman.
Ertu óviss um hvaða innlegg þú átt að velja? Heimsæktu leiðbeininguna okkar um mismunandi innlegg hér.
Efni
85% bambus
15% polyerster
Lög: 3
Stærð:
Breidd: 30 cm
Lengd: 39 cm
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
4.790 kr
Verð per eininguGlæný vara frá danska gæðamerkinu, Elskbar.
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyjur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota bleyjur gera. Sundbleyjur eru fallegar í þokkabót og mun betri fyrir umhverfið!
Sundbleyjurnar frá Elskbar eru með öflugum teygjum um læri og mittið. Þær eru með smellum bæði til að stilla stærðina um lærin og sem hægt er að opna á hliðunum. Einnig eru þær með bómullarsnúru um mittið sem býður upp á enn betri stærðarmöguleika.
Efni
Ytri skelin er úr TPU
Ynnra lag er úr Athletic Whicking Jersey efni
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur. Vörurnar eru saumaðar í Kína.
5.990 kr
Verð per eininguVirkilega fallegur og praktískur blautpoki með tveimur hólfum, 3D botni og endalausum notkunarmöguleikum.
Tvö hólf fyrir þægilega geymslu á blautum og þurrum hlutum
Nýi blautpokinn frá Elskbar er alger nauðsyn fyrir alla foreldra sem nota margnota bleyjur – eða í raun alla foreldra sem vilja skipuleggja hluti barnsins á snjallan og fallegan hátt. Blautpokinn er vatnsheldur og hefur tvö aðskilin hólf, svo þú getur auðveldlega haldið blautum og þurrum hlutum aðskildum. Hann er fullkominn fyrir heimilið, dagsferðir og lengri ferðir þar sem þú þarft að hafa allt skipulagt og innan seilingar.
Fjölhæf og stillanleg handfangahönnun
Framsækin hönnun á ólunum gerir það auðvelt að aðlaga blautpokann að þínum þörfum. Ólarnar er hægt að festa á þrjá mismunandi vegu:
- Festing á kerru – Festist auðveldlega utan um handfangið á kerrunni eða á stöng og hanka, sem gerir þér kleift að hafa nauðsynlegu hlutina við höndina á þæginlegan máta.
- Löng axlaról – Ólarnar er hægt að smella saman til að búa til þægilega axlaról sem gerir þér kleift að bera blautpokann á öxlinni.
- Handfang til að bera í hendi – Þú getur einnig fest ólarnar þannig að þær mynda lítið handfang, sem gerir þér kleift að bera blautpokann þæginlega í hendi ef þú þarft að gera borið pokann á únliðnum t.d.
Þetta er sannarlega lúxus blautpoki sem þú munt ekki geta verið án!
Stórt geymslurými fyrir margvíslega notkun
Þessi rúmgóði blautpoki getur geymt allt að 8 taubleyjur en notkunargildið endar ekki þar. Þú getur notað hann til að geyma leikföng, aukaföt, sundföt, handklæði eða jafnvel sem skiptitösku fyrir barnið. Hann er nógu fjölhæfur til að fylgja þér og fjölskyldunni í öll ævintýri – og er einnig ómissandi á ferðalagi þegar þú vilt halda hlutunum vel skipulögðum.
Frekari upplýsingar
Hæð: 38cm
Breidd: 35cm
Botn: 12cmx23cm
Efni: 100% Polyester með TPU (thermoplastic laminate)
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Afhverju að velja vörur frá Elskbar?
- Sjálfbærni - Elskbar leggur áherslu á fjölnotavörur sem hjálpa fjölskyldum að draga úr sóun og stuðla að umhverfisvernd.
- Náttúruleg efni - Vörurnar eru úr náttúrulegum og lífrænum efnum, svo sem bambus og lífrænni bómull, sem tryggja mýkt og gæði.
- Fjölbreytt úrval - Auk taubleyja býður Elskbar upp á fjölnotatíðabindi og túrnærbuxur sem eru einstaklega þægileg, gæðamikil og hönnuð til að veita hámarks öryggi.
- Þægilegt snið - Vörurnar eru hannaðar með þægindi og virkni í huga, hvort sem það eru taubleyjur fyrir börn eða fjölnotavörur fyrir konur.
- Falleg hönnun - Mynstrin á taubleyjunum og öðrum vörum eru innblásin af náttúrunni og eru bæði stílhrein og praktísk.
- Styður framtíðina - Með því að velja Elskbar stuðlar þú að hreinni lífsstíl, betra umhverfi og bjartari framtíð fyrir næstu kynslóðir.
6.490 kr
Verð per eininguVörulýsing
HEAVY FLOW Túrnærbuxurnar frá Elskbar eru frábærar fyrir fyrstu dagana af blæðingum, fyrir næturvaktina eða í úthreinsun á sængurlegunni. Þær ná hátt upp og eru einstaklega mjúkar og einfaldar - þér á eftir að líða eins og einhver sé að gefa þér risastórt knús utanum fallega blæðandi líkamann þinn!
Túrnærbuxurnar eru hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
Þvoðu þær á 40-60 gráðum
Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
5.990 kr
Verð per eininguTíðanærbuxurnar frá Elskbar eru einstaklega fallegar og þæginlegar tíðanærbuxur sem hver kona ætti að eiga í nærfataskúffunni. Regular Flow tíðanærbuxurnar henta konum sem fara á meðalmiklar eða litlar blæðingar og halda allt að 30ml af vökva sem jafngildir t.d. fullum álfabikar. Nærbuxurnar má einnig nota til að halda leka í skefjum fyrir þær konur sem eiga erfitt með að halda í sér af einhverjum ástæðum.
Tíðanærbuxurnar frá Elskbar eru háar í mittið, einfaldar og fallegar. Hannaðar með mikilli ást og væntumþykju í Danmörku þar sem hugsað er út í hvert einasta smáatriði. Nærbuxurnar eru úr hágæða TENCEL™ sem unnið er úr náttúrulegum trefjum og rakadrægi parturinn er úr tvöföldum bambus terry og yrsti parturinn er úr dúnmjúkur bambus velúr. Einnig er að finna vatnshelt millilag sem sem kemur í veg fyrir að vökvi smitist í fötin. Engin gerviefni er að finna upp við húð né viðkæmasta svæðið.
Stærðartafla
Afhverju að velja fjölnota?
Vissir þú að meðal kona notar u.þ.b. 14.000 einnota tíðavörur í lífi sínu? Þessar vörur eru bæði skaðlegar náttúrunni, hafa neikvæð áhrif á fjárhaginn og heilsuna.
Elskbar tíða- og lekanærbuxurnar eru eins og uppáhalds nærbuxurnar þínar, nema þær eru rakadrægar og knúsa þig extra fast þegar þú virkilega þarft á þeim að halda. Þú munt aldrei horfa til baka þegar þú hefur prófað fjölnota tíða- og lekavörur.
Fjölnota tíðanærbuxur og bindi er hægt að nota aftur og aftur, sem verndar jörðina og veskið þitt!
Afhverju að velja tíðavörur frá Elskbar?
Við persónulega elskum Elskbar vegna þess að það fer ekki á milli mála hvar ástríðan þeirra liggur. Hér hafa þau sett fókus á mæður með túrnærbuxum sem við höfum öll beðið eftir. Þau vilja að konur líði fallegum og elskaðar á meðan þær eru á blæðingum og því eru aðeins gæðainnihaldsefni notuð.
Innihaldsefni
Innihaldsefnin hafa verið valin vandlega af ást og umhyggju með það markmið að tryggja bestu þægindi sem völ er á. Efnið á nærbuxunum er úr umhverfisvænu og silkimjúku TENCEL™ sem er búið til úr viðamassa. Þyrsti parturinn er úr mjúku bambus velúr. Húðin mun getað andað án þess að einhver lykt safnist og án þess að þú munir finna fyrir kláða. Teygjurnar eru mjúkar og hannaðar þannig að engin för myndast. Til þess að einfalda þetta ; þetta eru túrnærbuxurnar sem líkaminn þinn á skilið á þessu kröftuga tímabili í mánuðinum!
Ertu ný í fjölnota tíðarbrókum?
Það eru háar likur á því að þú eigir eftir að elska fjölnota túrnærbuxur svo mikið að þú eigir eftir að segja skilið við einnota vörur fyrir fullt og allt! Að sjálfsögðu er aðlögunartímabil en þú átt örugglega eftir að vera seld á hugmyndina strax eftir fyrstu dagana af notkun. Við mælum með að nota túrnærbuxurnar aðeins heima fyrir svona fyrst um sinn þegar þú ert að venjast þeim.
Stuttar notkunarleiðbeiningar
- Notaðu túrnærbuxurnar alveg eins og venjulegar nærbuxur. Innra lagið mun hjálpa þér að fylgjast með blæðingunum þínum.
- Þegar þér líður eins og nærbuxurnar séu að verða svolítið þungar eða þegar þú sérð að blóð sé að nálgast ytri teygjur, þá er kominn tími á skipti.
- Mundu að taka með þér extra nærbuxur þegar þú ferð útur húsi! Við mælum með að eiga fjölnota blautpoka til þess að geyma óhreinu nærbuxurnar í.
- Skolaðu nærbuxurnar vel með köldu vatni áður en þú hendir þeim í þvott.
- Þvoðu þær á 40-60 gráðum
- Hengdu þær upp til þerris - má fara í þurrkara á lágum hita.
- Notaðu þær aftur!
Við mælum með að prófa hugmyndina með 2-3 nærbuxum. Þú getur síðan bætt í þegar þú ert buin að öðlast traust gagnvart túrnærbuxunum!
5.290 kr
Verð per eininguOfur rakadrægar brjóstagjafalekahlífar úr mjúkum bambus
Umhverfisvænn og eiturefnalaus kostur fyrir mjólkandi mæður
Elskbar brjóstagjafalekahlífarnar eru hannaðar fyrir mæður sem vilja sjálfbæra og þægilega lausn. Þessar ofurmjúku lekahlífar hafa bambusflauel við húðina, sem bæði andar og ertir ekki viðkvæma húð, ásamt því að hafa bakteríudrepandi eiginleika sem dregur úr líkum á sveppasýkingum. Þrjú lög af rakadrægum bambus tryggja að þú haldist þurr allan daginn, á meðan ytra vatnshelda TPU lagið verndar gegn leka. Hér færð þú pakka með þremur pörum (samtals 6 stykki) af lekahlífum með fallegu mynstrunum Wildflowers, Twigs og Dandelions. Lekahlífarnar eru 12 cm í þvermál, sem tryggir hámarks þekju og þægindi, óháð stærð brjóstanna. Brjóstagjafalekahlífarnar má auðveldlega þvo í vél við 60 gráður og endurnýta aftur og aftur, sem gerir þær að hagkvæmu og umhverfisvænu vali fram yfir einnota brjóstagjafalekahlífar. Þú getur notað litla Elskbar blautpokann til að geyma bæði hreinar og notaðar lekahlífar, bæði heima og á ferðinni.
Danska ljósmóðirin og brjóstagjafaráðgjafinn, Sanne Christensen frá Randers Ljósmóðurstofu, og brjóstagjafaráðgjafinn og dúlan, Astrid Givard frá En Anden Start mæla með brjóstagjafaleikahlífunum frá Elskbar við danskar mjólkandi mæður.
Kostir endurnýtanlegra brjóstagjafalekahlífa
Að velja endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar fram yfir einnota gefur fjölmarga frábæra kosti sem bæta ekki aðeins brjóstagjafaupplifunina heldur hafa líka jákvæð áhrif á umhverfið og fjárhaginn þinn. Hér eru helstu kostir þess að velja endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar:
- Meiri þægindi og mildara við húðina: Elskbar endurnýtanlegu brjóstagjafalekahlífarnar eru úr bambus, sem er mun mýkra efni og andar betur en efnin sem notuð eru í einnota lekahlífar. Þær eru því tilvaldar fyrir viðkvæma húð, þar sem þær minnka hættuna á bakteríu- og sveppamyndun.
- Betri rakadrægni: Fjöldi laga af ofur rakadrægum bambus bambus gera það að verkum að þessar endurnýtanlegu lekahlífar geta dregið í sig meiri vökva en margar einnota lekahlífar. Þetta þýðir færri skiptingar yfir daginn og betri vörn gegn óæskilegum leka.
- Umhverfisvænt og sjálfbært: Einn af stærstu kostunum við endurnýtanlegar brjóstagjafalekahlífar er jákvæð áhrif þeirra á umhverfið. Með því að fjölnota lekahlífar minnkar þú úrgang frá einnota vörum, sem dregur úr umhverfisáhrifum þínum. Þú getur notað sömu lekahlífarnar aftur og aftur, með nokkrum börnum – bara þvegið, þurrkað og endurnýtt!
- Fjárhagslegur sparnaður: Þó að endurnýtanlegar lekahlífar kunni að hafa hærri upphafskostnað, borga þær sig margfalt til baka. Þú þarft ekki stöðugt að kaupa nýja pakka af einnota lekahlífum, sem sparar peninga til lengri tíma og gerir þær að mun betri valkosti fjárhagslega.
Hversu margar lekahlífar þarftu?
Almennt er mælt með að hafa 6 sett af endurnýtanlegum brjóstagjafalekahlífum (samtals 12 lekahlífar) til að mæta daglegum þörfum. Þetta magn gefur þér nægar lekahlífar til að skipta reglulega yfir daginn og nóttina, á meðan þú hefur tíma til að þvo og þurrka þær á milli notkunar. Fjöldinn getur þó verið breytilegur eftir því hversu mikið þú lekur og hversu oft þú vilt þvo þær. Ef þú upplifir mikinn leka eða vilt þvo sjaldnar getur verið gott að hafa fleiri sett, mögulega allt að 10-12 sett, svo þú hafir alltaf nýjar lekahlífar tilbúnar. Góð þumalputtaregla er að byrja með 6 sett og aðlaga svo eftir þínum þörfum.
Nánari upplýsingar
- 3x pör í pakka (6stk í heildina)
- Innra lag: 3x lög af rakadrægum bambus. 85% bambus og 15% polyester
- Vatnhelt ytra lag: 100% polyester með TPU (thermoplastic laminate)
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus og and bakteríusafnandi efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- 12cm ummál
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
6.990 kr
Verð per eininguSkemmtileg nýjung frá Elskbar!
Um ræðir síðerma heilsmekk sem er algjör snilld fyrir börn sem elska að sulla yfir matartímann. Hægt er að stilla ermarnar og hagræða smekknum á ýmsan hátt- þetta er því sannkallaður "One size" smekkur.
Pælingin er að smekkurinn hlífir fötum, matarstólnum og nærliggjandi svæði fyrir allskyns mat svo það sé auðveldara að þrífa eftir matartímann.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
2.990 kr
Verð per eininguLítill og fallegur geymslupoki frá Elskbar.
Þessi poki er með tveimur geymsluhólfum og rennilás og hentar vel undir tíðabindi, þurrkur, eina taubleyju eða annað smærra.
Pokinn er úr TPU efni og er með hanka og smellu
Mál: 20cmx22cm
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
3.590 kr
Verð per eininguMiðlungs geymslupoki úr TPU efni frá Elskbar.
Pokarnir eru einstaklega fallegir og rúma um 3-5 bleyjur. Þeir eru með einu hólfi og hanka með smellu. Henta mjög vel fyrir óhreinatau á ferðalagi, í sundið eða sem pissufatapokar á leikskólann!
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
2.990 kr
Verð per eininguVörulýsing
Virkilega fallegir og vandaðir smekkir frá Elskbar sem eru hannaðir með hreinlæti í huga.
Smekkirnir eru vatnsheldir og auðelt er að strjúka af þeim. Þeir eru stillanlegir í þrjár stærðir þannig að þeir ættu að passsa börnum frá því að þau byrja að borða og þar til það þau þurfa ekki smekk lengur.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
4.690 kr
Verð per eininguVirkilega vandaðar, mjúkar og lífrænar nýburableyjur frá danska merkinu Elskbar sem hægt er að nota frá fyrsta degi nýs lífs! Það er ekki að ástæðulausu sem þessar nýburableyjur eru í aðalhlutverki í nýburableyjuleigunni okkar. Þessar dúllur passa börnum frá 2,5-6kg og eru ótrúlega fallegar í minningarkassann.
Með Elskbar nýburableyjunni færðu AIO (allt-í-einni) taubleyju sem hentar barninu þínu frá fæðingu til sex kg. Bleyjan hefur vatnshelda skel og tvö innlegg úr bambus og lífrænni bómull.
Helstu eiginleikar
- Ótrúlega mjúkar og teygjanlegar
- Frábært snið
- Gríðarlega rakadræg innlegg úr bambus
- Ótrúlega fallegar
- Notast við smellukerfið Snap-in-one (SIO). Inni í bleyjunni er níu laga nýbura bambus trifold
Elskbar nýburableyjan er einstök taubleyja sem er hönnuð með tilliti til náttúrunnar og hágæða efna. Barnið þitt fær falleg unisex mynstur, mjúk náttúruleg efni á móti húðinni og skel sem passar vel á það og gefur því frelsi til hreyfinga.
Efni
Skel:
Ytra efni: 100% polyester með TPU laminate
Innra efni: 85% bambus, 15% polyester
Innlegg:
70% bambus , 30% lífrænn bómull
Merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur.
3.990 kr
Verð per eininguNýburaskeljarnar frá Elskbar einfalda upphaf fjölskyldunnar í taubleyjum. Kostirnir eru skýrir; Minni þvottur, fljótari þurrkunartími og hagkvæm lausn.
Praktískt og hagkvæmt
Skelin virkar sem vatnsheldur ytri hluti taubleyjunnar, þar sem rakadrægu innleggin eru sett innan í. Snjallræðið við skelina er að það er ekki nauðsynlegt að þvo hana eftir hver bleyjuskipti – þú getur einfaldlega strokið innan úr skelinni með rökum klút og hún er þá tilbúin aftur með nýjum rakadrægum innleggjum. Þú getur skipt um innleggið og notað skelina aftur og aftur, þar til hún verður skítug eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta gerir þessa margnota bleyjulausn bæði praktíska og mjög hagkvæma.
Hönnuð fyrir nýfætt barn
Nýbura skelin er með mjúkum tvöföldum teygjum við lærin sem þýðir tvöföld lekavörn - sem er sérstaklega góð við að halda öllu inni, jafnvel þegar kemur að þunnfljótandi hægðum sem nýburar eiga oft til. Þannig koma ekki hinar margrómuðu „kúkasprengjur“ sem annars eru algengar með einnota bleyjur á nýburastiginu. Skelin er hönnuð til að vera notuð frá 2,5 kg upp í um 6 kg og hægt er að stilla hana eftir því sem barnið stækkar með smellum á framhlið bleyjunnar. Annar kostur við skelina er stuttur þurrkunartími, þar sem hún hefur ekki innsaumað rakadrægt efni. Þetta verndar einnig skelina í þvotti, sem eykur endingu hennar verulega. Flestir foreldrar nýbura sem hafa prófað nýburableyjurnar frá Elskbar eru sammála um það að þessar bleyjur leka nánast aldrei.
Veldu innlegg sem henta þér
Nýbura skelin passar fullkomlega með nýbura innleggi frá Elskbar, sem er úr bambus, þannig að þú færð bleyju sem dregur mjög vel í sig og er mjúk við húð barnsins. Þú getur einnig valið úr ýmsum öðrum innleggjum, eins og t.d. nýburainnleiggin frá Bare and Boho sem við bjóðum upp á, preflats, prefolds og flatar bleyjur. eins og frá Pisi og Puppi. Flest innlegg sem eru ætluð nýburum passa í Nýbura skelina frá Elskbar.
Hve margar nýburaskeljar þarftu?
Hver skel má nota í um það bil þrjár bleyjuskiptingar, sem þýðir að þú ættir að hafa þrjú nýburainnlegg fyrir hverja skel. Ef þú ætlar að nota margnota bleyjur allan daginn mælum við með 8 nýburaskeljum og 24 innleggjum, svo þú hafir alltaf hreina skel og innlegg tilbúin. Nýburaleigupakkarnir okkar innihalda nánast eingöngu nýburableyjur frá Elskbar. Við mælum með að þú kynnir þér hann því það er mun hagkvæmara fyrir þig að leigja en að kaupa nýjar nýburableyjur.
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Konan á bakvið Elskbar
Á bak við Elskbar stendur Louise Gronemann, fjögurra barna móðir, sem þróaði fyrstu vörurnar sínar árið 2010 með það markmið að skapa náttúrulega og sjálfbæra valkosti fyrir fjölskyldur. Ástríða hennar fyrir náttúrulegum efnum, þægindum og gæðum hefur gert Elskbar að uppáhaldi margra.