16 vörur
16 vörur
Flokka eftir:
Lítill og fallegur geymslupoki frá Elskbar.
Þessi poki er með tveimur geymsluhólfum og rennilás og hentar vel undir tíðabindi, þurrkur, eina taubleyju eða annað smærra.
Pokinn er úr TPU efni og er með hanka og smellu
Mál: 20cmx22cm
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.
Cover All mun einfalda þér lífið. Kostirnir eru skýrir; minni þvottur, styttri þurrktími og ódýrara en önnur taubleyjukerfi.
Ný og endurbætt útgáfa
Elskbar hlustar statt og stöðugt eftir endurgjöf viðskiptavina sinna og vegna frábærra endurgjafa hefur Elskbar endurbætt frábæru Cover All skelina til að gera hana enn betri. Nú er Cover All rúmbetri, nær betur utan um formaðar bleyjur preflats og passar barninu í lengri tíma. Hér eru endurbæturnar:
- Lengri teygjur við lærin
- Breiðari vængir
- Breiðari yfir rassinn
- Lengri teygja á innri flipa aftan til
Hin fullkomna skel
Cover All er engin venjuleg bleyjuskel. Hún er vel úthugsuð og vandlega hönnuð með hjálp bæði reyndra notenda taubleyja og byrjenda frá öllum heimshornum. Hún hefur verið prófuð og leiðrétt nokkrum sinnum og hefur orðið að því sem margir vilja meina að hún sé hin fullkomna skel. Skel er vatnsheldur ytri hluti taubleyju. Skelina þarf ekki að þvo eftir hverja notkun. Þú smellir einfaldlega notuðu innleggi úr skelinni og setur nýtt innlegg í, og setur svo bleyjuna aftur á barnið þitt. Skelina má nota allt að þrisvar sinnum og þarf aðeins að þvo hana þegar hún verður óhrein eða byrjar að lykta af þvagi. Þetta er virkilega snjallt og mjög hagkvæmt kerfi. Kosturinn er sá að skelin verður minna fyrir sliti við þvott og eykur þannig endingu hennar verulega. Þurrktíminn er stuttur þar sem engin rakadræg efni eru saumuð inn í skelina.
Cover All er one size (einnar stærðar) og passar börnum frá u.þ.b. 6 kg til 16 kg. Á framhliðinni eru fjórar raðir af smellum sem eru notaðar til að stilla lengd bleyjunnar og þar með stærðina. Mittisparturinn hefur tvær raðir af smellum sem bjóða upp á fjölmarga möguleika til að laga bleyjuna að barninu þínu. Vængirnir eru mjúkir og teygjanlegir og passar virkilega vel um mittið. Innan á skelinni eru flipar bæði að framan og aftan sem halda innleggjum á sínum stað og virka sem auka vörn gegn kúkasprengjum. Fliparnir eru úr pólýester án TPU-lamineringar og eru því mjúkir og þunnir.
Innlegg
Engin innlegg fylgja þessari skel. Við mælum með Elskbar innleggjasettunum og Elskbar prefoldinu, ásamt hinum sívinsælu hemp eða bambus innleggjum frá Bare and Boho sem smell passa einnig í þessa skel. Annars er hægt að nota nánast hvaða innlegg sem er í þessa skel, flatar bleyjur, fitted bleyjur, preflats og prefolds. Möguleikarnir eru endalausir. Sjá öll Ai2 innlegg.
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur. Mynstrin og litirnir einkennir Elskbar; ótrúlega fallegir litir og mynstur úr plönturíkinu sem eru kynhlutlaus og algjört konfekt fyrir augað.