Blönduð merki

Prufupakkinn

0 kr

Áætlaður afhendingartími milli nóvember 10 og nóvember 12.

Vörulýsing

Prufupakkinn er fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í taui og langar að prófa kerfin og vörumerkin sem Cocobutts hefur upp á að bjóða áður en fjárfest er í taubleyjum endanlega. Prufupakkinn er gjaldfrjáls - leigjandi greiðir aðeins fyrir sendingakostnað.

Þeir sem leigja prufupakkann fá leiðbeiningabækling og afsláttarkóða fyrir næstu kaupum.

Foreldar geta notað hann um allt land en viðkomandi þarf að greiða sendingagjald á milli staða.

Hvað er í prufupakkanum?

Bleyjur

1x AIO frá La Petite Ourse + auka búster
1x AIO frá Elskbar + bambus innleggjatunga og búster
1x Ai2 Flexi Cover frá Bare and Boho 
1x Ai2 soft cover frá Bare and Boho + 4ra laga bambus innlegg og búster
1x Vasableyja frá Alva baby með suede innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
1x Vasableyja frá Alva baby með AWJ innra lagi + 4ra laga bambusblandað innlegg
1x Vasableyja frá Little Lamb með microflís innra lagi + 2x 3ja laga bambus innlegg
1x Ai2 skel frá Alva baby
1x Fitted bleyja frá Alva baby
1x Ai2 „Cover all“ skel frá Elskbar

Innlegg

1x 3ja laga bambus innlegg frá Alva baby
1x Trifold frá Little lamb úr hreinum bambus
3x 4ra laga bambus innlegg frá Bare and Boho
2x Hemp innlegg frá Bare and Boho
1x Trifold frá Bare and Boho
1x Hemp búster frá Little Lamb
1x Flísrenningur stærð 1 frá Little Lamb
1x Flísrenningur stærð 2 frá Little Lamb

Aukahlutir

1x Lítill blautpoki með tveimur hólfum frá Little Lamb
1x Stór blautpoki með tveimur hólfum frá Little Lamb
5x Fjölnota þurrkur úr bambus frá Little Lamb
5x Fjölnota þurrkur úr bambus terry frá Poppets Baby





Hvernig virkar þetta?

Á dagatalinu hér á síðunni geturðu séð þær dagssetningar sem pakkinn er laus til leigu. Ef dagssetningarnar eru rauðar þýðir það að pakkinn er frátekinn.
Þú einfaldlega velur upphafsdagssetningu og dagatalið velur sjálfkrafa næstu 14 daga og tekur þá daga frá fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntunninni.



Við sendum þér leiðbeiningar í tölvupósti um hvernig skal meðhöndla bleyjurnar þegar við uppfyllum pöntunina og afhendum þér pakkann.

Verð

Gjaldfrjálst.

Eftir að pöntun hefur borist muntu fá leiðbeiningabækling sendan í tölvupósti.





Leiguskilmálar

    *Með því að bóka pakkann samþykkir þú leiguskilmálana okkar.

     

    Afhending
    Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

    Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

    Skil og skipti
    Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

    Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

    Ábyrgð
    Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
    Lestu meira

    Deila

    Customer Reviews

    Based on 8 reviews
    100%
    (8)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    L
    Lilja (Reykjavik)
    Geggjað

    Geggjað að fá mismunandi kerfi til að prófa sig áfram

    S
    Sandra Ýr Dagnýjardóttir (Reykjavik)

    Prufupakkinn

    Ó
    Ólöf Svafarsdóttir (Garðabaer)
    Algjör snilld!

    Prufupakkinn er algjör snilld og hjálpaði okkur helling að skilja mismunandi kerfin, prófa innlegg og mismunandi samsetningar. Kom mér mjög á óvart hvað þvotturinn er lítið mál. Kom mér mest á óvart hvað fjölnota þurrkurnar eru þægilegar, þrífa miklu betur en einnota og talandi um sparnaðinn!

    J
    J.B.R. (Reykjavik)
    Frábær möguleiki

    Frábær möguleiki til að prufa mismunandi kerfi og merki. Hjálpar til að finna út hvað hentar barninu og fjölskyldunni best. Mæli með fyrir alla sem eru að byrja í taubleyjuheiminum 😊

    K
    Kristín Hrönn Árnadóttiró (Norðurþing)
    Kristín

    Prufupakkinn gagnaðist vel en ég var búin að versla nokkrar bleyjur en ekki komin í gang. En að fá prufupakann hjálpaði mér af stað og finna hvað hentar okkur best. Og frábært að hafa allan þennan aðgang að ráðum og leiðbeiningum meðan maður er að ná utanum þetta.

    0 kr

    Fyrir Jörðina

    Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

    Fyrir sparnaðinn

    Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

    Fyrir heilsuna

    Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.