5 vörur
5 vörur
Flokka eftir:
Vörulýsing
Vandaðir og fallegir sundgallar og derhúfa frá ástralska taubleyjuframleiðandanum Bare and Boho sem henta til sundiðkunar í íslenskum aðstæðum allan ársins hring.
Eins og með flest annað frá Bare and Boho þá eru vörurnar mjög vandaðar, búnar til úr endurunnu plastefni úr sjónum og loks, auðvitað, skreyttar af Áströlskum listamönnum.
Gallarnir eru með góðum rennilás að framan, löngum ermum og loks smellum í klofinu svo auðvelt er að opna þá að neðan ef þess þarf.
Þar að auki er efnið tvöfalt við búkinn þannig hann er fullkominn sundflík sem heldur hita í litlum kroppum yfir kalda vetrarmánuðina.
Skemmtilegur sólhattur kemur með öllum göllum. Bæði hattarnir og gallarnir vernda barninu frá sólinni með UPF50+.
Stærðir
Myndbönd
Um merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu er OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af áströlskum listamönnum.
Virkilega léttar og góðar sundbleyjur frá Alva Baby í fallegum munstrum.
Sundbleyjurnar eru með stillingum fyrir þyngd frá 4.5kg-18kg.
Efni:
- Innra lag: AWJ
- Ytra lag: 100% Polyester
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Upplifðu gæðin með sundbleyjum frá Bare and Boho, sem eru framleiddar í Ástralíu! Þetta eru mjög vandaðar, fjölnota bleyjur sem henta í sundið og í sólarlandaferðina.
Helstu eiginleikar:
- Umhverfisvæn efni: Bleyjurnar eru gerðar úr endurunnu pólýester, sem er bæði sterkt og sjálfbært.
- Öruggar teygjur: Með öflugum teygjum um lærin, hjúpa bleyjurnar barnið vel og halda kúk í skefjum.
- Fljótleg skipti: Stærðarsmellur bæði að framan og á hliðunum til að stækka og minnka bleyjuna eftir þörfum og kippa henni fljótlega af eftir notkun.
- Fjölbreyttar stærðir: Bleyjurnar koma í tveimur stærðum - Toddler (5-14kg) og Junior (15-25kg) - til að passa við þörf hvers barns.
Merkið
Bare and Boho er ástralskt vörumerki sem framleiðir fjölnota nauðsynjavörur fyrir börn og konur. Vörurnar þeirra eru framleiddar í Kína, í Sedex vottuðum verksmiðjum til að tryggja hreinlæti og öruggar vinnuaðstæður starfsfólks. Allur textíll frá vörumerkinu era OEKO-TEX eða GOTs vottaður og öll mynstrin eru sköpuð af listamönnum víðsvegar úr heiminum.
Glæný vara frá danska gæðamerkinu, Elskbar.
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyjur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota bleyjur gera. Sundbleyjur eru fallegar í þokkabót og mun betri fyrir umhverfið!
Sundbleyjurnar frá Elskbar eru með öflugum teygjum um læri og mittið. Þær eru með smellum bæði til að stilla stærðina um lærin og sem hægt er að opna á hliðunum. Einnig eru þær með bómullarsnúru um mittið sem býður upp á enn betri stærðarmöguleika.
Efni
Ytri skelin er úr TPU
Ynnra lag er úr Athletic Whicking Jersey efni
Um merkið
Elskbar er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Danmörku sem leggur áherslu á mjög vandaðar og lífrænar vörur fyrir börn og konur. Vörurnar eru saumaðar í Kína.
Við kynnum til leiks sundbleyjurnar frá Little Lamb, fyrstu sundbleyjurnar sem við bjóðum upp á með riflás og engum smellum!
Langbestu eiginleikarnir við fjölnota sundbleyur er að þær halda kúk töluvert betur í skefjum en einnota sundbleyjur gera og þessar sundbleyjur frá Little Lamb hafa enga fítusa sem gera fjölnota sundbleyjur flóknari en einnota sundbleyjur!
Nú geturðu loksins klætt barnið þitt í sundbleyju sem virkar eins og venjuleg bréfbleyja, sem er auðvelt að setja á barnið og auðvelt að taka af. Nema þessi er fjölnota, laus við öll eiturefni, haldast vel á barninu og halda kúk í skefjum frá sundlauginni.
Fjölnota sundbleyjur hleypa vökva í gegn þannig vatnið festist ekki inn í bleyjunni og íþyngir henni. Barnið þitt sleppur við það að hafa stóra vatnsbungu hangandi aftan á bossanum.
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án alls vafa þeirra vinsælasta vara.