Velkomin í

Cocobutts fjölskylduna!

Cocobutts fjölskyldan er samfélag meðvitaðra einstaklinga og fjölskyldna sem vilja lifa umhverfisvænum og eiturefnalausum lífsstíl, með virðingu fyrir umhverfinu og börnunum okkar.

SAGAN OKKAR

Hugsjón tveggja vinkvenna

Hugmyndin að Cocobutts kviknaði árið 2020 þegar Lúna María, dóttir Aprílar Hörpu Smáradóttur, var sjö mánaða. Á þessum tíma áttaði Apríl sig á því hve erfitt var að nálgast upplýsingar um taubleyjur og hvernig ætti að byrja að nota þær, auk þess sem hún fann taubleyjur sjaldan á viðráðanlegu verði. Hún hafði brennandi áhuga á að bæta aðgengi fólks á Íslandi að þessum umhverfisvænu lausnum, og þannig fæddist Cocobutts.

Um hálfu ári seinna gekk Elín Kristjánsdóttir, besta vinkona Aprílar, til liðs við Cocobutts þegar sonur hennar, Kristján Máni, var nýfæddur. Þær sameinuðu krafta sína og stofnuðu formlega fyrirtækið þann 12. júlí árið 2021. Fyrstu árin einbeittu þær sér alfarið að taubleyjum, en með tímanum hefur vöruframboðið og markmiðin stækkað.

Í dag hefur Apríl stigið til hliðar og Elín hefur tekið við öllum hliðum rekstursins. Hún heldur áfram þeirri vegferð Cocobutts að bjóða upp á umhverfisvænar og fjölnota vörur sem stuðla að sjálfbærni og betri framtíð fyrir komandi kynslóðir.

MARKMIÐIN OKKAR

Umhverfið í forgang

Markmið Cocobutts er að bjóða upp á fjölnota og umhverfisvænar vörur sem stuðla að sjálfbærni og betri framtíð. Við trúum á kraftinn sem felst í að velja eiturefnalausar vörur sem eru góðar fyrir bæði fólk og umhverfið. Með því að hjálpa fjölskyldum að draga úr einnota plastúrgangi, leggjum við okkar af mörkum til að minnka umhverfisáhrif og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Við leggjum mikið upp úr góðri fræðslu og ráðgjöf, og bloggið okkar býður upp á fjölbreyttar upplýsingar til að auðvelda fjölskyldum vegferðina að umhverfisvænni lífsstíl.

OKKAR SÝN

Framtíðin skiptir máli

Cocobutts er miklu meira en fyrirtæki sem selur nauðsynjavörur; við trúum því að val okkar hafi djúpstæð áhrif á framtíðina. Þegar við veljum umhverfisvænar og eiturefnalausar vörur, gerum við ekki aðeins jörðinni greiða, heldur sýnum við börnunum okkar virðingu með því að vernda þau gegn eiturefnum. Vörurnar okkar styðja við frelsi og sjálfstæði barna, og við veitum ráðgjöf í taubleyjum og koppaþjálfun, auk þess sem við styðjum fjölskyldur með að skapa heilbrigðan og sjálfbæran lífsstíl.

Viltu vera með?

Hrífðu aðra með þér!

Stækkaðu Cocobutts samfélagið með okkur og veittu öðrum innblástur til að velja umhverfisvænan og eiturefnalausan lífsstíl! Við erum alltaf að leita að áhrifavöldum sem deila okkar gildum og vilja stuðla að betri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Ef þú hefur áhuga á umhverfisvænum, eiturefnalausum vörum og umhverfisvernd, og vilt hafa áhrif á samfélagið með jákvæðum hætti, þá viljum við heyra í þér! Vertu hluti af hreyfingunni og hjálpaðu okkur að breyta heiminum, skref fyrir skref.