Kanadíska vörumerkið La Petite Ourse hefur verið partur af Cocobutts frá nánast upphafi, en nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum þetta vandaða vörumerki með þakklæti í hjarta. Nú er síðasti séns að tryggja sér þessar vönduðu vörur!
Skiptitaska sem hefur allt sem skipulagt nútímaforeldri þarf! Þessi skiptitaska er virkilega vel hólfuð, rúmgóð og þæginleg. Hún rúmar í kringum 8x taubleyjur. Ath. bláa skiptitaskan er dökkblá en ekki svona ljós eins og hún er á myndinni á bakinu.
Nánari upplýsingar
- Færanleg skiptidýna sem hægt er að smella úr
- Þægileg skiptistöð
- 2x einangraðir vasar fyrir pela
- Auðvelt aðgengi aftanfrá
- 2 hankar fyrir vagninn
- Fjöldi vasa sem gefur marga geymslumöguleika
- Hámarksþægindi
- Vatnshelt efni
- Bakpoki með bólstruðu baki og ermum
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði.
Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
Vörulýsing
Suede renningar / Fjölnota linerar frá La Petite Ourse.
Afar þunnur og mjúkur fjölnota renningur sem þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota renningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem stay-dry efnið hrindir vætunni frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir fjölnota renning er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Suede renningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Koma 10 saman í pakka.