10 vörur
10 vörur
Flokka eftir:
Vörulýsing
Einstaklega rakadræg All-In-One taubleyja frá La Petit Ourse sem passar börnum frá 4,5-15kg.
Þessi dásemd skartar öllu því sem gerir góða bleyju frábæra. Bleyjunni fylgir auka booster sem maður smellir í en einnig er hægt að setja auka innlegg í vasa sem er í bleyjunni. Bleyjan er með rakadrægt bambusinnlegg saumað inní. Upp við húð barnsins er silkimjúkt stay-dry efni.
Frekari upplýsingar
Tvöfaldur saumur sem kemur í veg fyrir leka meðfram lærum.
- Extra vasi fyrir auka rakadrægni (auka innlegg fylgir ekki, bara einn búster)
- Ísaumað innlegg er úr einu lagi af microfiber og þremur lögum bambus
- Hver bleyja kemur með búster sem er "stay-dry" úr einu lagi af microfiber og fjögur lög af bambus.
- Öflugt fjögurra- hæða stærðarkerfi
Eiginleikar
Efni
Bleyja:
25% bambus, 75% polyester
Búster:
45% bambus, 55% polyester
Rakadrægni bleyju:
177ml
Rakadrægni bústers:
185ml
Vottanir
CPSIA
Um merkið
Sannkallaður LÚXUS blautpoki (pail liner) sem er ein vinsælasta varan okkar frá upphafi!
Þessi poki var hannaður til þess að auðvelda þér taubleyjulífið til muna!
Pokann getur þú bæði hengt upp á hanka, á lokaða stöng eða notað teygjuna yfir opinu til þess að strekkja yfir bala. Pokinn rúmar um 20-25 óhreinar bleyjur, er vatnsheldur og heldur lykt í skefjum. Virkilega endingargóður geymslupoki sem er algjör skyldueign fyrir alla taubleyjuforeldra.
Nánar
- Á botnum er rennilás sem gerir þér kleift að henda pokanum beint í þvottavélina án þess að þurfa tæma pokann og snerta skítugar bleyjurnar. Þú einfaldlega rennir frá og lokar vélinni og voila! Bleyjurnar rata sjálfar sína leið úr pokanum þegar vélin fer af stað.
- Tveir sterkir hankar með sterkum smellum sitthvorumegin á pokanum gerir þér kleift að geyma pokann hvar sem er.
- Lítill aukavasi inn í pokanum með rennilás á botninum fyrir þurrkur ef ske kynni að þú viljir ekki blanda þeim saman við bleyjurnar.
- Lítill bambusnibbi er á saumaður inn í pokann svo þú getur sett einn til tvo dropa af þinni uppáhalds ilmkjarnaolíu til að minnka lykt og minnka líkur á bakteríumyndun skítugra bleyja í pokanum.
Efni
LPO ECO: 100% polyester ú endurunnu plasti
Stærð: 60 cm X 68 cm
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði. Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
Vörulýsing
Einstaklega rakadræg og áreiðanleg vasableyja frá La Petit Ourse sem passar börnum frá ca. 5-16 kg. Þessar praktísku bleyjur eru líklegast vinsælustu vasableyjurnar sem við bjóðum uppá.
Þessi dásemd skartar öllu því sem gerir góða bleyju frábæra. Hún er með tvöföldu vasaopi og með mjúku stay dray efni að innan. Með bleyjunni fylgja einu rakadrægustu innlegg sem við höfum komist í tæri við.
Frekari upplýsingar
-Tvöfaldur saumur sem kemur í veg fyrir leka meðfram lærum.
- Tvö innlegg fylgja.
- Öflugt fjögurra- hæða stærðarkerfi
- Stay-dry er úr suedecloth ( 100%polyester)
- CPSIA og OEKO-tex vottað
- BPA free
Eiginleikar
Efni
Bleyja:
100% polyester
Innlegg:
70% bambus, 30% polyester
Rakadrægni bleyju:
192ml
Rakadrægni bústers:
185ml
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði.
Þau eru franskt-kanadískt merki en vörurnar eru saumaðar í Kína. Vinsælustu vörurnar okkar frá þeim eru AIO bleyjurnar, innleggin og deluxe geymslupokinn.
Rakadræg fjögurra laga innlegg úr bambus frá La Petite Ourse sem endast og endast og verða bara betri og þéttari með hverjum þvottinum. Þetta eru sömu innlegg og koma með vasableyjunum frá LPO.
Efni
70% bambus og 30% polyester
Rakadrægni : um 150 ml hvort
Um merkið
La Petite Ourse er franskt-kanadískt taubleyjufyrirtæki sem stofnað var árið 2013 af hjónunum Agate og David. Þau höfðu það að markmiði að gera taubleyjur bæði einfaldar og aðgengilegar fyrir alla. Vörumerkið hefur notið mikilla vinsælda og verið notað af yfir þrjátíu þúsund fjölskyldum um allan heim. Það sem gerir La Petite Ourse að einstöku merki eru endingargóðar og vandaðar vörur á sanngjörnu verði. Okkar allra vinsælustu og dáðustu vörur frá LPO eru bæði vasableyjurnar og AIO bleyjur og Pail liner-inn.
Skiptitaska sem hefur allt sem skipulagt nútímaforeldri þarf! Þessi skiptitaska er virkilega vel hólfuð, rúmgóð og þæginleg. Hún rúmar í kringum 8x taubleyjur,
Nánari upplýsingar
- Færanleg skiptidýna sem hægt er að smella úr
- Þægileg skiptistöð
- 2x einangraðir vasar fyrir pela
- Auðvelt aðgengi aftanfrá
- 2 hankar fyrir vagninn
- Fjöldi vasa sem gefur marga geymslumöguleika
- Hámarksþægindi
- Vatnshelt efni
- Bakpoki með bólstruðu baki og ermum
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði.
Þetta er franskt-kanadískt merki og vörurnar eru saumaðar í Kína.
Vörulýsing
Suede renningar / Fjölnota linerar frá La Petite Ourse.
Afar þunnur og mjúkur fjölnota renningur sem þekur bleyjuna vel og gefur barninu því góða vörn við vætunni.
Fjölnota renningur getur verið góður fyrir næturbleyjur þar sem stay-dry efnið hrindir vætunni frá húð barnsins og heldur því þurru. Önnur góð not fyrir fjölnota renning er að hann grípur kúkinn sem svo má sturta beint í klósettið.
Suede renningurinn fer svo bara í þvottavélina með bleyjunum.
Koma 10 saman í pakka.
Fjölnota vatnsheldar lekahlífar fyrir mjólkandi mæður sem auðvelt er að þvo. Frábær gjöf fyrir verðandi mæður!
Þessar lekahlífar eru bæði þunnar en mjög rakadrægar sem gera þær frábærar undir gjafahaldara þar sem þær sjást mjög lítið.
Efni
- Ytra lag: Vatnshelt polyester PUL
- Milli lag: tveggja laga bambus
- Innra lag: Stay-dry suede upp við húð
- Frábær lekavörn fyrir mjólkandi mæður bæði á meðgöngu og eftir fæðingu
- Eiturefnalaus efni upp við viðkvæmar og sárar geirvörtur
- 11 cm í ummál
Um merkið
La Petite Ourse bjóða upp á endingagóðar vörur á viðráðanlegu verði. Þau eru franskt-kanadískt merki en vörurnar eru saumaðar í Kína. Vinsælustu vörurnar okkar frá þeim eru AIO bleyjurnar, innleggin og deluxe geymslupokinn.
Reifaðu barnið þitt í fallegt swaddle og litríkt bómullarsjal frá La Petite Ourse. Reifun er ein af árangursríkustu og vinsælustu aðferðum til að róa nýbura. Ef þú átt von á þér eða ert með nýfætt kríli, þá mælum við eindregið með að þú prófir!
Reifun hefur róandi áhrif á nýbura og er ein besta leiðin til að hugga grátandi barn. Hún veitir barninu öryggiskennd, því með reifunni líkjum við eftir þröngri tilveru barnsins í móðurkviði, þar sem því leið vel.Reifun hjálpar einnig til við að koma í veg fyrir svokallað bregðu-viðbragð (móró-reflex) hjá barninu.Rannsóknir sýna að reifuð nýfædd börn vakna sjaldnar og sofa í lengri lotum. Það er eitthvað sem margir þreyttir foreldrar nýbura vilja heyra!
Swaddle er einnig hægt að nota sem létt teppi eða undirlag á ferðinni.
Þessi vara er OEKO-TEX vottuð.
Efni og stærð
100% OEKO-TEX vottuð bómull
120x120cm
Þetta teygjulak fyrir barnarúm frá La Petite Ourse er með PUL-himnu í innra laginu sem veitir vörn gegn leka milli barnsins og dýnunnar. Ytra lag laksins er mjög mjúkt og býður upp á mikil þægindi fyrir litla barnið þitt bæði á nóttunni og í daglúrum og er algjör snilld fyrir ykkur foreldrana líka! Ef það verður pissuslys þá dugar einfaldlega að kippa lakinu af. Við mælum með að hafa alltaf hreint lak undir til að spara tíma og fyrirhöfn sérstaklega á nóttunni, og ekki verra að það sé eins lak til að hámarka vörnina.
Lakið passar líka frábærlega við mismunandi liti á sængum fyrir barnarúm. Þannig getur þú búið til þitt uppáhalds sett!
Athugið að þetta teygjulak kemur ekki í staðinn fyrir dýnuhlíf, það veitir einungis auka vörn gegn leka.
Efni og stærð
Stærð: 137 cm x 71 cm x 21 cm
Samsetning: 70% bambus, 30% bómull
Um merkið
La Petite Ourse er franskt-kanadískt taubleyjufyrirtæki sem stofnað var árið 2013 af hjónunum Agate og David. Þau höfðu það að markmiði að gera taubleyjur bæði einfaldar og aðgengilegar fyrir alla. Vörumerkið hefur notið mikilla vinsælda og verið notað af yfir þrjátíu þúsund fjölskyldum um allan heim. Það sem gerir La Petite Ourse að einstöku merki eru endingargóðar og vandaðar vörur á sanngjörnu verði. Okkar allra vinsælustu og dáðustu vörur frá LPO eru bæði vasableyjurnar og AIO bleyjur og Pail liner-inn.
Leikmottan frá LPO er fullkomin félagi innan- sem utandyra og á ferðalagi. Hún er auðveld í þrifum þar sem hún er vatnsheld og jafnframt þægileg fyrir börn, því hún er léttfóðruð. Á mottunni er langt band með smellu til að rúlla mottunni auðveldlega upp og ganga auðveldlega frá henni. Bakið á mottunni er með fjölda smárra kísilpunkta sem gerir það að verkum að hún rennur ekki til.
Efni og stærð
Stærð: 137 cm x 137 cm
Samsetning: 100% pólýester