Algengar spurningar og svör

Afhverju þarf þrjá sér þvottahringi en ekki bara einn langann?

Vegna þess að flestar vélar skipta ekki um vatn í einum hring. Fyrsti hringurinn er hugsaður til þess að skola/þrífa mestu óhreinindin úr bleyjunni. Síðan tæmir vélin sig. 

Næsti hringur er langi þvotturinn með 60°og þvottaefni. Þú vilt hafa hreint vatn fyrir þennan hring og þessvegna skiljum við hringina að. 

Þriðji hringurinn er til þess að þrífa restina af þvottaefninu úr og það myndi ekki virka eins vel ef sama vatnið yrði notað og í upphafi. Þessvegna viltu hafa sér hring. 

Afhverju þarf að þrífa bleyjur 2-3 sinnum áður en ég nota þær?

Þetta á sérstaklega við bleyjur með náttúrulegum efnum vegna þess að það myndast olíur náttúrulega í þeim sem þarf að fjarlægja svo að bleyjan virki. Annars eru efni almennt bara rakadrægari því oftar sem þau eru notuð - eins og við viskastykki og handklæði. 

Einnig viltu þrífa bleyjuna vegna þess að hún hefur farið í gegnum pökkun og geymslu áður en hún rataði til þín og þú vilt líklegast hafa hreina bleyju á barninu.


Hvað á ég að gera við kúk?

Kúkurinn á heima í klósettinu, en ekki í ruslinu! Hér finnur þú gott blogg um allt sem viðkemur taui og kúk. 

 

Hvernig á ég að vera með taubleyjur á ferðinni?
Góður geymslupoki með tveimur hólfum er þinn besti vinur á ferðalögum. Preppaðu pokann þinn með spreybrúsa með vatni og fjölnota þurrkum ( eða einnota þurrkum ef þú notar slíkt), skiptimottu og auka bleyjum. Rúllaðu notuðu bleyjuna og lokaðu henni, geymdu hana í pokanum og þvoðu hana þegar heim er komið. Við mælum sérstaklega með AIO bleyjum í skiptitöskuna. 

Hver er munurinn á innleggi og búster?
Innlegg er innlegg- búster er þynnri útgáfan af því sem er hugsað sem viðbót við innleggið. Hér er mjög gott blogg um allt sem viðkemur innleggjum og búster. 

Hver er munurinn á vasableyjum, AI2 eða AIO kerfum?
Vasableyjur eru með vasa sem þú setur innleggið þitt inní. Þessar eru með "staydray" á milli bleyju og barns. Almennt vinsælasta kerfið sem fólk notar en sumum þykir mikið verk að vera alltaf að troða innleggjum í vasa. 

Ai2 eru bleyjur sem þurfa skel+ laust innlegg til þess að búa til bleyju. Ekkert staydry efni er í Ai2, þú þyrftir að kaupa auka renninga til þess að fá staydray. Hagkvæmasta leiðin til þess að nota tau og minnsti þvotturinn.

AIO bleyjur eru tilbúnar eins og þær koma. Með staydry. Þær eru með föstu innleggi inní sem ekki er hægt að losa. Fljótlegar og auðveldar til notkunar en lengi að þorna. Frábærar í skiptitöskuna,  á leikskólann eða fyrir makann sem nennir ekki taui. 

Hér finnur þú mun ítarlegra blogg um mismunandi kerfi bleyja. 


Má ég sturta hríspappír í klósettið?
Stutta svarið er nei, þeir geta stíflað klósettið þitt. 

Má ég þvo á 60° þrátt fyrir að það segir að ég megi bara þvo á 40°?
Stutta svarið er já. Allt lægra en 60°er ekki nóg til þess að drepa bakteríur. 

Hjálp, bleyjunar mínar lykta ílla
Við höfum öll verið þarna á einhverjum tímapunkti! Hér er blogg um hvað þú getur gert og afhverju þetta gerist. 

Taka leikskólar við taubleyjum?
Þeir gera það flestir, já. Hér er blogg um hvernig á að hagræða taubleyjum með leikskólanum þínum og hvernig á að undirbúa það. 

Hvað þarf ég margar bleyjur?
Við mælum með 16-20stk, það gefur þér svigrúm til þess að þvo á hverjum degi. Þú þarft fleiri ef þú getur ekki þvegið svo oft en við mælum ekki með færri en amk 16. 

Hver er munurinn á nýburableyjum og "venjulegum" bleyjum og þarf ég þær? Hvað ef bleyjur eru merktar "one size"?

Nýburableyjur eru yfirleitt hannaðar fyrir börn frá 2-4 kg. Ef þú ert handviss um að þig langi að nota tau frá byrjun og villt tryggja bestu "mátunina" þá mælum við með nýburableyjum. Við mælum sérstaklega með þeim ef þú ætlar að eignast fleiri en eitt barn. Síðan er mjög auðvelt að selja þær aftur því eftirspurnin eftir notuðum nýburableyjum er mikil. 

Þú þarft um 30 nýburableyjur en við vitum að þetta getur verið mjög kostnarsamt. Okkar lausn er að leigja hjá okkur nýburaleiguna, þannig getur þú notað tau frá upphafi á hagstæðan máta. Annars er líka hægt að finna flott úval af notuðum nýburableyjum á Facebook. 

Margar bleyjur eru merktar "one size" en eru yfirleitt ómögulegar fyrir börn léttari en 4 eða 5 kg. Það gæti virkað- en aldrei eins og nýburableyjur gera og þá sérstaklega ekki fyrir fyrirbura. 

Góðan daginn,
I noticed you’re out of the elskbar light flow taubindi, will you restock those and if so do you have an estimate on when?

Molly Sheehan | Jul 17, 2023

Skildu eftir athugasemd