Hvort sem þið eruð rétt að stíga fyrstu skrefin eða búin að prófa ýmislegt án árangurs, þá erum við hér til að styðja ykkur. Við bjóðum upp á lausnir byggðar á tengslamiðaðri nálgun og fræðslu um aðferðir sem virka.
Næturþjálfar eru tæki sem geta stutt við næturþjálfun barna eldri en fjögurra ára. Tækin skynja raka og gefa merki (oftast hljóðmerki og stundum óma þau í gegnum app) um leið og barnið pissar undir. Tækin hafa skýran tilgang:
Þau vekja barnið við fyrstu dropa svo barnið vaknar smám saman áður en fullt þvaglát verður.
Barnið byrjar fljóttlega að finna betur tenginguna milli skynjunar og líkamlegrar þarfar.
Hægt er að stilla umhverfið upp þannig að appið vekji foreldrið í gegnum snjalltæki svo þau geti aðstoðað barnið fyrst um sinn.
Hverju má búast við?
Fyrstu næturnar vænta flestir þess að barnið vakni við slys.
Eftir nokkrar vikur fara flest börn að vakna áður en þau byrja að pissa – sum jafnvel ráða við að halda í sér fram undir morgun.
Mikilvægt er að hvetja, vera róleg og skamma ekki þegar slys gerast.
Hvenær er hægt að prófa næturþjálfann?
Barnið á að vera í góðu jafnvægi, í góðri rútínu og ekki undir miklu álagi í ytra eða innra umhverfi.
Gættu þess að engar meltingartruflanir séu til staðar. Hægðastífla getur þrýst á þvagblöðruna og ýtt undir næturvætu.
Foreldrar eiga að vera tilbúinir að gefa ferlinu a.m.k. 4–6 vikur.
Ekki nota næturþjálfa nema bleyjan fari algjörlega af í leiðinni. Þú vilt ekki rugla í nýjum tengingum með gömlum ávana. Best er að hafa barnið nærbuxnalaust og í víðum náttbuxum eða stuttbuxum.
Undirbúðu svefnumhverfið þannig það valdi sem minnstu raski - lestu þetta blogg hér um „Hvað á barnið að vera í í næturþjálfun“?
Hvar færðu næturþjálfa?
Hjá Cocobutts er hægt að leigja þráðlausa næturþjálfa sem tengjast appi. Þeir eru litlir, límast auðveldlega á náttbuxurnar og henta vel fyrir börn sem hreyfa sig mikið í svefni. Hægt er að leigja tækið í 2 vikur (til að kortleggja pissumynstur) og 6 vikur (til að næturþjálfa). Hægt er að framlengja ef þarf þykir.
Einnota bleyjur eru meginorsök þess að börn pissa undir lengur. Hér lærir þú hvað barnið á að vera í til að líkurnar á að næturþjálfunin takist: taubleyjur, þjálfunarnærbuxur og næturþjálfar.
Næturþjálfun er ferli – ekki formúla. Hér færðu skýrar leiðbeiningar um hvernig þú getur stillt upp fyrstu dögunum, undirbúið umhverfið, nýtt draumapiss, valið rúm og brugðist við slysum með hlýju og raunsæi.
Næturþjálfun gengur ekki alltaf átakalaust fyrir sig. Hér förum við yfir algengar ástæður fyrir því þegar næturþjálfun gengur ekki að óskum, hvað hægt er að gera og hvernig hægt er að styðja barnið áfram af virðingu og þolinmæði.
Slys í næturþjálfun eru algjörlega eðlileg. Mikilvægast er að bregðast við þeim með ró og hlýju og hjálpa barninu að læra af reynslunni - án pressu eða refsinga.
Næturþjálfun snýst ekki bara um vilja – heldur um líkamlegan þroska. Hér skoðum við vasópressín, tenginguna milli blöðru og heila, og hvernig svefn og umhverfi skipta máli.
Vertu með! 💌
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu 10% afslátt + fræðslu og tilboð beint í pósthólfið.
Við notum vefkökur og svipaða tækni til að veita bestu mögulegu upplifun á vefsíðunni okkar.