Afhverju ættir þú að nota fjölnota blautþurrkur?
Margir sem byrja í taubleyjum átta sig oft ekki á því að fjölnota þurrkur eru líka partur af taubleyjuferðalaginu. Flestir nota einnota þurrkur eða grisjur til þrífa börnin sín milli bleyjuskipta. Hér a eftir förum við yfir það afhverju fjölnota þurrkur eru einfaldlega betri og afhverju þú ættir í það minnsta að íhuga að skipta!
Einnota þurrkur innihalda kemísk efni sem að valda ertingu og jafnvel ofnæmi. Einnig eru í þeim plastefni sem brotna ekki niður náttúrulega og safnast því fyrir og valda skaða á náttúrunni, menga sjóinn og stífla lagnir. Það er sem betur fer alltaf verið að reyna að betrumbæta og fyrir þá sem að vilja halda sig við einnota þurrkur þá er mælt sem umhverfisvænum einnota þurrkum á borð við water wipes. Það virðist samt vera svo að kostnaðurinn við einnota þurrkur sé ekki svo mikill, eða hvað? Reiknum eitt dæmi saman áður en við höldum áfram.
Þó þú myndir kaupa dýrustu þurrkurnar hjá okkur þá væriru samt að spara...
Ef við tölum aðeins um umhverfið þá notar hvert barn yfir 18.000 einnota þurrkur yfir bleyjutímabilið sem varir að jafnaði í 2,5 ár og jafnvel lengur. Það þýðir að á Íslandi fara yfir 29 milljónir þurrka í urðun miðað við að 4000 börn fæðast á ári fyrir hvern árgang.
Segjum að þrír árgangar séu í bleyjum að jafnaði í einu og það þýðir að yfir 88 milljónir einnota þurrka sem fara í urðun á ári hverju... bara á Íslandi. Þar höfum við það...
En hvað þarf margar fjölnota þurrkur?
Við mælum með að eiga a.m.k. 30 fjölnota þurrkur ef þú ert full time í taubleyjum. Fyrir utan það þá endast þurrkurnar ótrúlega vel og þú getur notað þær í svo margt annað en að þurrka litlum bossa. Förum yfir það nánar hér á eftir.
Fjölnota þurrkur kosta meira en einnota til þess að byrja með. Sem dæmi má nefna 10 stk af bambus þurrkum frá little lamb kosta 3.690 kr en það er fljótt að borga sig þar sem að þú getur notað þær eins oft og þú vilt! Þegar þær verða óheinar þá skellir þú þeim bara í þvottavél og þær verða sem nýjar! Þú getur meira að segja fjárfest í netaþvottapoka ef þú ert hrædd/ur við að sneta óhreinar þurrkur. Þú setur þær í pokan eftir notkun og lætur svo pokann með öllu í þvottavél. Einfalt og þægilegt!
Þú munt ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að barnið þitt fái ofnæmi þar sem að fjölnota þurrkur eru úr náttúrulegum efni og innihalda enginn aukaefni. Þú ræður algerlega hvernig þú notar þínar þurrkur. Þú gætir t.d. notað bara vatn eða bætt við smá kókosolíu, það er algerlega undir þér komið! Fjölnota þurrkur þrífa mjög vel og yfirleitt er ein nóg í einu. Það er hægt að nota þær við bleyjuskipti en einnig til þess að þrífa andlit og hendur.
Þær eru til í ýmsum efnum og þær algengustu eru bambus, bambus velúr, bómull og flannel. Það er einnig til allskonar blöndur þar á milli t.d. bambus terry sem er yfirleitt bambus-bómullarblanda.
Bambus terry: Er einstaklega rakadrægt, mjúkt og teygjanlegt. Bambus terry eru mjög vinsælt efni í flatar bleyjur. Við persónulega ELSKUM þurrkur úr bambus terry vegna þessara eiginleika.
Úrval Cocobutts
Bambus velúr: Er úr mjúku efni og helst mjúkt með notkun. Hentar vel á viðkvæma húð og andlit.
Úrval Cocobutts
Bambus: Er mjúkt í upphafi en stífnar með tímanum. Er grófari en bambus velúr og hefur ekki ósvipaða áferð og bómullarhandklæði. Grófleikinn gerir það að verkum að bambusinn þrífur betur en aðrar fínni gerðir. Er rakadrægt auk þess að vera náttúrulega bakteríudrepandi og sveppaeyðandi efni. Geymast því betur blautar en t.d. bómullar klútar.
Úrval Cocobutts
Bómull: Er þunnur og mjúkur en ekki jafn mjúkur og t.d. bambus velúr. Hann andar vel og er rakadrægur. Áferðin er frá því að vera eins og á þessum týpísku gasbleyjum sem maður hefur yfir öxlina þegar maður lætur barnið ropa og yfir í að vera eins og þessir yndislega mjúku nýburagallar úr lífrænni bómull. Bómull á það samt til að minnka við fyrsta þvott. Bómullarblöndur eins og t.d. bambus terry eru mjög góðar í bossaþvott því að þá færðu alla eiginleika úr báðum efnum saman í einn klút.
Flannel: Er mjúkt og andar mjög vel til þess að halda efninu þurru. Samt sem áður er efnið mjög hlýtt og jafnvel en rakadrægnara en bómull.
Aukahlutir fyrir fjölnota þurrkur
Við mælum með að græja þig upp ef þú elskar að hafa tilbúnar blautþurrkur innan handar hvar sem þú ert. Fyrir sum okkar dugar að bleyta þurrar þurrkur í krananum, nota sprey eða pumpu og bleyta þær jafnóðum en aðrir vilja kannski hafa þetta aðeins hátíðlegra. Við mælum með blautþurrkuboxunum okkar og litlum blautpokum til að halda þurrkunum rökum heima og á ferðinni. Ef þú hafa fjölnota blautþurrkur sem líkjast einnota þurrkum sem mest mælum við með að preppa þurrkurnar með blautþurrkumolunum okkar frá Poppets sem eru stútfullir af náttúrulegum næringarefnum fyrir viðkvæma húð og algerlega lausir við skaðleg eiturefni.
Athugasemdir