3 vörur
3 vörur
Flokka eftir:
Fjölnota þurrkur í fullkominni stærð sem koma 12 saman í pakka, 4 af hverju munstri. Fullkomnar fyrir litla bossa, hendur og andlit!
Við mælum meira að segja með þeim til að þrífa farða blíðlega af án þess að erta húðina!
Bleyttu þurrkurnar með lausn úr næringarmolunum frá Poppets og litli bossinn mun ilma eins og blóm í haga án allra eitur og aukaefna.
Efni og stærð
Tvílaga. Ómynstruð hlið: 80% bambus, 20% pólýester. Mynstraðar: 100% pólýester. Stærð – 18 cm x 18 cm.
Framleitt í Kína.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Dásamleg og næringarrík lausn fyrir fjölnota þurrkur í formi mola sem leysast upp í vatni. Lausnin er stútfull af næringarefnum efnum og shea smjöri og kókosolíu sem nærir húð barnsins og inniheldur einnig milda sápu svo litli bossinn verði skínandi hreinn! Hægt er að kaupa lausnina í dollu eða sem áfyllingu, svo geturðu líka skellt prufu í körfuna ef þig langar að prófa áður en þú tekur þetta alla leið!
Þessi lausn er náttúruleg og inniheldur engin ilm- eða litarefni en hefur eiginleika shea smjörsins og kókosolíunnar án þess að hafa auka ilm.
Einn moli gefur þér 400ml-1000ml af næringarlausn.
Vottuð örugg fyrir ungabörn 1. mánaða og eldri. Mælst er til að nota hreint soðið vatn fyrsta mánuðinn í lífi barnsins.
Innihald og pakkningar
Hver dolla af Poppets næringarmolum inniheldur blöndu af 20 molum.
Pakkningarnar eru endurvinnanlegar, endurnýtanlegar og lausar við plast.
Hægt verður að kaupa áfyllingar til að fylla á.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.
Vörulýsing
Lífrænt og loftþétt blautþurrkubox sem er fullkomið til að geyma fjölnota þurrkur. Lokið er með tvöföldum lás sem gerir það 100% vatnshelt.
Lokið er hannað þannig að þú getur leyft þurrkunum þínum að kólna á öruggan hátt í boxinu með lokinu og það er meira að segja í lagi að setja það í örbylgjuofn til að hita upp þurrkurnar! Svo nýtast þau í svo margt annað en að geyma fjölnota þurrkur þegar það tímabil er liðið hjá.
Það er einstaklega auðvelt að þrífa boxið þar sem það má fara í uppþvottavélina. Það má einnig fara í frystinn.
Stærðir
Grande 19,5 x 19,5 x hæð 9,3 cm - 1900ml - Rúmar 20stk 20x20cm þurrkur
Poco: 20 x 12 x hæð 7cm - 900 ml - rúmar um 10stk 20x20 þurrkur brotnar í tvennt
Efni
100% lífrænt bio-plast.
Þvottur og umhirða
Má fara í uppþvottavél, þolir allt að 100gráðu hita, má setja í örbylgjuofn, auðvelt að þrífa.
Um merkið
Poppets baby er lítið fjölskyldufyrirtæki frá Yorkshire í Bretlandi sem leggur áherslu á eiturefnalausar húðvörur og aukahluti sem fríska upp á taulífið! Upphaf Poppets baby hófst með handgerðu þurrkumolunum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda í Bretlandi. Í dag framleiðir Poppets einnig til að mynda barnapúður, vasableyjur, þurrkur og þvottavörur fyrir ull.