4 vörur
4 vörur
Flokka eftir:
Bambus innlegg frá Alva Baby sem henta í nánast allar taubleyjur. Þessi innlegg fylgja AWJ vasableyjunum frá Alva Baby og parast fullkomlega með þriggja laga bambus innleggjunum sem eru þynnri en þessi og úr 100% bambus.
Mjúk og hentug innlegg sem:
- Krumpast ekki í þvotti
- Draga hratt í sig og fljót að þorna á snúru
- Mega vera upp við húð
Efni:
- Ytra efni: 2 lög of bambus
- Innra efni: 2 lög af microfiber
Merkið
Alva Baby er þekkt fyrir að bjóða upp á einfaldar og hagkvæmar vörur sem uppfylla þarfir foreldra í taubleyjulífinu. Vinsælustu frá Alva baby okkar fela í sér AWJ vasableyjurnar, bambus innleggin og þjálfunarnærbuxurnar. Allar vörurnar frá Alva baby eru hannaðar og framleiddar í Kína.
Vörulýsing
Einstaklega þunnur, og alveg ótrúlega rakadrægur stundaglaslaga hemp búster frá Little lamb. Geggjaður búster í vasableyjuna eða sem súper mini/búster í í hvaða bleyju sem er með því að brjóta í þrennt og setja þar sem álagssvæðið er.
Eiginleikar
Efni
60% bómull
40% hemp
Um merkið
Little Lamb Nappies er umhverfisvænt og vistvænt taubleyjumerki sem hefur verið á markaðnum í um 30 ár. Little Lamb framleiðir taubleyjur sem henta bæði dags- og nætur. Bambus fitted næturbleyjan er án efa þeirra vinsælasta vara.
Auktu rakadrægnina í taubleyjunum til muna þessum þunnu og rakadrægu mini-bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Henta fullkomlega sem innlegg í nýburableyjur eða sem bústerar undir hvaða innlegg sem er hvort sem það er sett flatt undir eða brotið saman í tvennt.
Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.
Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
90% bambus viscose
10% polyester
10 x 30cm (gott að brjóta saman í tvennt og nota sem mini-búster)
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Vörulýsing
Gerðu bleyjurnar skotheldar með þessum þunnu og mjóu bambus bústerum frá Little Lamb án þess að þykkja bleyjurnar! Þessir bústerar eru fullkomnir í nýburableyjurnar eða sem bústerar fyrir ofurpissara. Nauðsynjavara fyrir taubleyjufjölskylduna og hentar mjög vel sem nætur bústerar eða fyrir langar bíl- og flugferðir.
Þessir bústerar eru hannaðir þannig að þeir draga bæði hratt og vel í sig. Bambusinn er rakadrægur af náttúrunnar hendi en svo er það efnið sem er ofið á byltingarkenndan hátt þannig það myndast andrými milli bambuslaga sem gerir það að verkum að innleggið dregur hraðar í sig. Þannig verður innleggið hvorki of blautt upp við húð barnsins og tryggir því hámarks þægindi og frábæra lekavörn.
Efni og stærð
90% bambus viscose
10% polyester
OEKO-TEX vottað.
Framleiðandi mælir með þremur þvottahringjum áður en bústerarnir eru teknir í notkun að tryggja hámarksrakadrægni
Stærð: 10 x 30cm (góð stærð fyrir nýbura og flottur sem búster)